Fara í efni

Raufarhöfn Varmadæla - íþróttamiðstöð/skóli

Málsnúmer 201608149

Vakta málsnúmer

Framkvæmdanefnd - 8. fundur - 14.09.2016

Íþrótta og tómstundafulltrúi kynnti mögulegar orkusparandi aðgerðir í skóla og íþróttamannvirki á Raufarhöfn.
Framkvæmdanefnd felur framkvæmda og þjónustufulltrúa að sækja um styrk til Orkusjóðs og vinna málið áfram.

Framkvæmdanefnd - 13. fundur - 20.02.2017

Farið var af stað með þetta verkefni í nafni Norðurþings, sem snýr að varmadæluvæðingu fyrir skóla og íþróttahús á Raufarhöfn.
Verkefnið felur í sér hreinsanir á eldri holum á staðnum og hugsanlega borun nýrra hola ef þarf.
Þessu verkefni er ef til vill betur komið fyrir hjá Orkuveitu Húsavíkur, en framkvæmdanefnd þarf að taka afstöðu til þess hvort orkuveitunni skuli falið verkefnið.
Framkvæmdanefnd samþykkir að fela Orkuveitu Húsavíkur umsjón með verkefninu og framkvæmd þess.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 18. fundur - 18.12.2018

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur greinargerð verkfræðistofunnar Eflu um kostnað og ávinning við fjárfestingu í varmadælum í húsnæði íþróttamiðstöðvar og grunnskóla á Raufarhöfn.
Veitt hefur verið vilyrði fyrir 12,5 m.kr. styrk frá Orkusjóði til verkefnisins.
Taka þarf ákvörðun um næstu skref til þess að koma málinu áfram.

Skipulags- og framkvæmdaráð vísar málinu til skoðunar hjá stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 186. fundur - 28.12.2018

Skipulags- og framkvæmdaráð hefur vísað hugmydum um varmadæluvæðingu skóla og íþróttamiðstöðvar á Raufarhöfn til Orkuveitu Húsavíkur til skoðunar.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. tekur vel í hugmyndir um uppsetningu varmadælu við skóla og íþróttamiðstöð á Raufarhöfn.
Orkuveita Húsavíkur ohf. vinnur eftir samþykktum félagsins og eigandans þar sem gerð er lágmarkskrafa um ávöxtun tengdum fjárfestingaverkefnum.
Stjórn felur framkvæmdastjóra að óska eftir samkomulagi við sveitarfélagið Norðurþing um aðkomu að verkefninu.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 53. fundur - 17.12.2019

Taka þarf ákvörðun um hvort farið verði í kaup og uppsetningu varmadælubúnaðar til kyndingar í íþróttamiðstöð og skólahúsnæði á Raufarhöfn á árinu 2020.
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar erindinu til stjórnar Orkuveitu Húsavíkur í von um jákvæð viðbrögð.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 56. fundur - 28.01.2020

Á fundi skipulags- og framkvæmdaráðs þann 17. desember 2019 var bókað undir máli 201608149.
"Skipulags- og framkvæmdaráð vísar erindinu til stjórnar Orkuveitu Húsavíkur í von um jákvæð viðbrögð."

Gert hefur verið samkomulag við Orkusjóð um að áður úthlutuðum, en ónotuðum styrk frá 2016 sem ætlaður var til varmadæluvæðingar Íþróttamiðstöðvar á Raufarhöfn, verði nýttur til sambærilegra verkefna við áhaldahús, félagsheimili og skrifstofu Norðurþings á Raufarhöfn.
Ekki er styrkur fyrir hendi frá Orkusjóði í þetta verkefni, sótt verður um styrk að nýju þegar verkefnið er tilbúið til framkvæmdar.