Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

56. fundur 28. janúar 2020 kl. 14:00 - 16:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Silja Jóhannesdóttir formaður
  • Heiðar Hrafn Halldórsson aðalmaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Kristján Friðrik Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Kristinn Jóhann Lund varaformaður
  • Guðmundur Halldór Halldórsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufulltrúi
  • Smári Jónas Lúðvíksson starfsmaður í stjórnsýslu
  • Ketill Gauti Árnason starfsmaður í stjórnsýslu
  • Berglind Jóna Þorláksdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Berglind Jóna Þorláksdóttir skrifstofu- og skjalastjóri
Dagskrá
Gunnar Hrafn Gunnarsson sat fundinn undir liðum 2-12.
Smári Jónas Lúðvíksson sat fundinn undir liðum 11-12.
Ketill Gauti Árnason sat fundinn undir lið 17.
Gaukur Hjartarson sat fundinn undir liðum 12-18.

1.Ósk um skýringar vegna ferlis Höfðamáls í stjórnkerfi Norðurþings

Málsnúmer 202001026Vakta málsnúmer

Á fundi byggðarráðs var tekið fyrir erindi frá Örlygi Hnefli Örlygssyni þar sem hann óskað skýringa á ferli mála vegna framkvæmda við Höfðaveg á árinu 2018. Byggðarráð fól sveitarstjóra að leggja fram drög að svarbréfi og óskaði jafnframt eftir að framkvæmda- og þjónustufulltrúi og formaður skipulags- og framkvæmdaráðs kynntu sín svör fyrir byggðarráði. Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur nú fyrir svarbréf frá ofangreindum aðilum til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

2.Ósk um kaup á íbúð Norðurþings

Málsnúmer 201910123Vakta málsnúmer

Fyrir liggur að taka ákvörðun um sölu á eign í eigu Norðurþings.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að íbúðin verði auglýst til sölu.

3.Kolefnisbókhald hjá Norðurþingi

Málsnúmer 202001080Vakta málsnúmer

Á síðasta byggðaráðsfundi lögðu Bergur Elías Ágústsson og Hafrún Olgeirsdóttir fram tillögu um að sveitarfélagið Norðurþing safni saman upplýsingum um kolefnisbókhald úr rekstri sveitarfélagisin þ.á.m. um notkun á heitu vatni, rafmagni og olíu og öðrum þáttum sem vega inn í kolefnisfótsporið eins og sorphirðu. Sérstaklega vísuðu þau í tillögu fulltrúa Framsóknarflokksins frá 16. febrúar 2017, sem fól í sér m.a. að sveitarstjórn Norðurþings myndi samþykkja að gera áætlun um og hrinda í framkvæmd 10 ára verkefni í gróðursetningu trjáplanta í sveitarfélaginu Norðurþing.

Verið er að vinna að Umhverfisstefnu Norðurþings og felur hún í sér að sveitarfélagið kolefnisjafni starfsemi þess og er sett fram í leiðum 1.3.1 og 1.3.2 í drögunum. Umhverfisstjóri hefur verið að kynna sér hvernig önnur sveitarfélög vinna þessi mál hjá sér. Ráðið þarf að taka afstöðu hvort rými sé til að fara í þá vinnu árið 2020.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að taka saman minnisblað um framkvæmd og kostnað á grænu bókhaldi.

4.Yfirtaka Norðurþings á gatnalýsingu í dreifbýli.

Málsnúmer 201910177Vakta málsnúmer

Á fundi skipulags- og framkvæmdaráðs þann 05. nóvember 2019 var eftirfarandi bókað undir máli 201910177.
"Skipulag- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að halda áfram með málið á þeim forsendum sem Rarik leggur upp með. Einnig felur ráðið honum að kostnaðargreina LED-væðingu og leggja fyrir ráðið að nýju."

Samningur hefur verið undirritaður um yfirtöku Norðurþings á viðhaldi gatnalýsingar í dreifbýli af RARIK. Samningurinn er lagður fram til kynningar fyrir skipulags- og framkvæmdaráð.
Lagt fram til kynningar.

5.Verkeftirlit með byggingu nýrrar slökkvistöðvar.

Málsnúmer 201809032Vakta málsnúmer

Fyrir liggur krafa frá aðalverktaka við byggingu nýrrar slökkvistöðvar á Húsavík, um aukagreiðslu að upphæð 1.080.000 vegna vinnu við yfirferð og leiðréttingu verkgagna frá hönnunaraðilum byggingarinnar. Taka þarf afstöðu til kröfunnar og hvernig hún verður afgreidd.
Kristinn vék af fundi undir þessum lið.

Almennt má gera ráð fyrir einhverri aukavinnu og aukakostnaði bæði á hönnunar- og framkvæmdatíma í verkum að þessarri stærðargráðu. Norðurþing greiddi til að mynda fyrir breytingar á hönnunargögnum í þágu verktaka á framkvæmdartíma. Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir ekki auka kröfu í verkið.

6.Raufarhöfn Varmadæla - Hnitbjörg

Málsnúmer 201910127Vakta málsnúmer

Á fundi skipulags- og framkvæmdaráðs þann 17. desember 2019 var bókað undir máli 201910127.
"Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að fara í framkvæmdina enda fáist styrkur frá Orkusjóði."

Samkomulag hefur verið gert við Orkusjóð um að styrkur verði veittur til þessa verkefnis á kostnað áður úthlutaðs, en ónotaðs styrks frá 2016 til samskonar verkefnis við Íþróttamiðstöð á Raufarhöfn.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að
leita verðtilboða í búnað og uppsetningu á honum og leggja fyrir ráðið.

7.Raufarhöfn Varmadæla - Áhaldahús og slökkvistöð

Málsnúmer 201910126Vakta málsnúmer

Á fundi skipulags- og framkvæmdaráðs þann 17. desember 2019 var bókað undir máli 201910126.
"Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að fara í framkvæmdina enda fáist styrkur frá Orkusjóði."

Samkomulag hefur verið gert við Orkusjóð um að styrkur verði veittur til þessa verkefnis á kostnað áður úthlutaðs, en ónotaðs styrks frá 2016 til samskonar verkefnis við Íþróttamiðstöð á Raufarhöfn.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að
leita verðtilboða í búnað og uppsetningu á honum og leggja fyrir ráðið.

8.Raufarhöfn Varmadæla - Skrifstofa stjórnsýslu

Málsnúmer 201910125Vakta málsnúmer

Á fundi skipulags- og framkvæmdaráðs þann 17. desember 2019 var bókað undir máli 201910125.
"Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að fara í framkvæmdina enda fáist styrkur frá Orkusjóði."

Gert hefur verið samkomulag við Orkusjóð um að styrkur verði veittur til þessa verkefnis á kostnað áður úthlutaðs, en ónotaðs styrks frá 2016 til samskonar verkefnis við Íþróttamiðstöð á Raufarhöfn.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að
leita verðtilboða í búnað og uppsetningu á honum og leggja fyrir ráðið.

9.Raufarhöfn Varmadæla - íþróttamiðstöð/skóli

Málsnúmer 201608149Vakta málsnúmer

Á fundi skipulags- og framkvæmdaráðs þann 17. desember 2019 var bókað undir máli 201608149.
"Skipulags- og framkvæmdaráð vísar erindinu til stjórnar Orkuveitu Húsavíkur í von um jákvæð viðbrögð."

Gert hefur verið samkomulag við Orkusjóð um að áður úthlutuðum, en ónotuðum styrk frá 2016 sem ætlaður var til varmadæluvæðingar Íþróttamiðstöðvar á Raufarhöfn, verði nýttur til sambærilegra verkefna við áhaldahús, félagsheimili og skrifstofu Norðurþings á Raufarhöfn.
Ekki er styrkur fyrir hendi frá Orkusjóði í þetta verkefni, sótt verður um styrk að nýju þegar verkefnið er tilbúið til framkvæmdar.

10.Framkvæmda-, fjárhags- og viðhaldsáætlun framkvæmdasviðs 2020

Málsnúmer 201908041Vakta málsnúmer

Á síðasta fundi ráðsins var eftirfarandi bókað undir máli 202001074 - Sundlaug Raufarhafnar - Viðhald,
,,Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að verkið verði klárað og mun á næsta fundi ráðsins taka framkvæmdaáætlun upp og endurskoða.''
Um er að ræða verk sem átti að ráðast í árið 2019 en náðist ekki og því mun einhver kostnaður falla til á árinu 2020. Ráðið þarf að sýna fram á hvar úr áætlaðri framkvæmdaáætlun ársins 2020 þessir fjármunir verði teknir. Einnig þarf að taka afstöðu til erindis sem tekið var fyrir í maí 2019 ,,201905026 - Ottó Gunnarsson, óskar eftir endurbygginu körfuboltavalla í Lundi og á Kópskeri''.

Skipulags- og framkvæmdráð er enn í vinnu við að kostnaðarmeta framkvæmdir og varðandi mál nr. 202001074 þá rýmist það enn innan fjárhagsramma framkvæmdaáætlunar.

Varðandi mál nr. 201905026 þá er því hafnað að svo stöddu.


Hjálmar Bogi óskar bókað: Framkvæmdaáætlun og verklag við hana er á ábyrgð meirihluta ráðsins.

11.Fyrirkomulag snjómoksturs í Norðurþingi

Málsnúmer 201907053Vakta málsnúmer

Lagt er fram til kynningar skipulag varðandi forgang í snjómokstri innan þéttbýlis á Húsavík.
Unnið er að því að skilgreina þörf fyrir vetrarþjónustu víðsvegar um Húsavíkurbæ bæði hvað varðar opnun ásamt snjóhreinsun gatna og gangstétta.
Gögnin verða síðar birt á kortasjá sveitarfélagins og eru hugsuð sem viðmið í vinnu við snjómokstur og til upplýsinga fyrir íbúa.
Kortið verður aðgengilegt á vefsíðu sveitarfélagsins þegar það er tilbúið.

12.Umsókn um lóð norðan Kópaskers.

Málsnúmer 201909028Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggja drög að samningi um nýtingu lands undir lífræna ræktun norðan Kópaskers.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög.

13.Magna lögmenn f.h. Gentle Giants Hvalaferða ehf. óska eftir afhendingu á efni ásamt öðrum athugasemdum vegna Hafnarstéttar 13.

Málsnúmer 201912130Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti svarbréf sitt til Magna lögmanna vegna óska um afhendingu efnis og annara athugasemda vegna Hafnarstéttar 13.
Lagt fram.

14.Breyting á aðalskipulagi vegna hjúkrunarheimilis

Málsnúmer 201910111Vakta málsnúmer

Nú liggja fyrir frumdrög ráðgjafa Alta að breytingu aðalskipulags vegna fyrirhugaðs hjúkrunarheimilis við Auðbrekku. Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti drögin.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna fyrirliggjandi tillögu að skipulagsbreytingum skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

15.Ósk um leyfi til endurbyggingar veiðihúss við Deildarárbakka

Málsnúmer 202001120Vakta málsnúmer

Óskað er eftir leyfi til að endurbyggja á sama formi veiðihús við Deildarárbakka. Um er að ræða timburhús á einni hæð, flatarmál 65,5 m². Fyrir liggja teikningar. Hönnuður er Magnús H. Ólafsson arkitekt.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir erindið og heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn þar að lútandi hafa borist.

16.Umsókn um byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi að Laufási í Kelduhverfi

Málsnúmer 202001097Vakta málsnúmer

Óskað er eftir byggingarleyfi fyrir nýju einbýlishúsi að Laufási í Kelduhverfi í stað þess eldra. Fyrirhuguð bygging er timburhús á einni hæð, 126,1 m² að flatarmáli. Teikning er gerð af Knúti E Jónassyni byggingarfræðingi. Fyrir liggur skriflegt samþykki nágranna.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir erindið og heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn þar að lútandi hafa borist.

17.Ósk um leigu á húsnæði Norðurþings að Höfða 20

Málsnúmer 202001125Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur ósk um leigu á tveimur bilum að Höfða 20 til vors 2020.
Skipulags og framkvæmdaráð samþykkir erindið.

18.Fjarfundamenning í Norðurþingi

Málsnúmer 202001122Vakta málsnúmer

Símey og Þekkingarnet Þingeyinga leiða verkefni sem ætlað er að efla fjarfundmenningu á svæðinu. Fyrir ráðinu er kynning á helstu lögum og reglum varðandi fjarfundi
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til að sveitarstjórn Norðurþings taki upp samþykktir sveitarfélagsins og skilgreini ákveðna fjarfundarstaði innan sveitarfélagsins.

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:30.