Fara í efni

Umsókn um landaafnot norðan Kópaskers.

Málsnúmer 201909028

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 43. fundur - 11.09.2019

Fyrir liggur umsókn frá Mónakó sf um nýtingu lands norðan Kópaskers til ræktunar grænmetis.


Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að gera drög að samningi við Mónakó sf. sem felur í sér tímabundin afnot af landi.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 56. fundur - 28.01.2020

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggja drög að samningi um nýtingu lands undir lífræna ræktun norðan Kópaskers.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 57. fundur - 04.02.2020

Hverfisráð Öxarfjarðar sendi erindi og bað um að fá þetta mál til umsagnar vegna nálægðar lands við þorpið, fyrirætlanir um að nýta lífrænan úrgang sem áburð og hættu á foki.
Skipulags- og framkvæmdaráð frestar undirritun á samningi og vísar erindinu til umsagnar í Hverfisráð Öxarfjarðar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 59. fundur - 25.02.2020

Hverfisráði hefur verið sent málið til umsagnar og var tekið fyrir á íbúafundi í síðustu viku. Íbúar hafa áhyggjur af moldarfoki, lyktarmengun ef notast verður við úrgang og spyrja hvort möguleiki sé að annað land ekki svona nærri þorpinu gæti hentað betur. Einnig var bent á að í skipulagi er þetta hugsað undir íbúðir og vonir standi til að verðandi starfauppbygging samhliða fiskeldi gæti kallað á uppbyggingu húsnæðis.
Skipulags- og framkvæmdaráð hvetur hverfisráð Öxarfjarðar til að fá kynningu á verkefninu í samráði við formann skipulags- og framkvæmdaráð og í kjölfarið að veita ráðinu formlega umsögn.