Fara í efni

Verkeftirlit með byggingu nýrrar slökkvistöðvar.

Málsnúmer 201809032

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 8. fundur - 11.09.2018

Fyrir liggja tilboð frá tveimur aðilum, Faglausn og Verkís, í verkeftirlit við byggingu slökkvistöðvar á Húsavík.

Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að semja við Verkís um verkeftirlit á grundvelli fyrirliggjandi tilboðs.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 30. fundur - 30.04.2019

Yfirferð fundargerða verkfunda vegna byggingar slökkvistöðvar á Húsavík til upplýsinga fyrir kjörna fulltrúa skipulags- og framkvæmdaráðs.
Lagt fram til kynningar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 40. fundur - 13.08.2019

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggja til kynningar, fundargerðir þeirra verkfunda sem haldnir hafa verið vegna byggingar nýrrar slökkvistöðvar að Norðurgarði 5. Fyrir liggur að taka ákvörðun varðandi yfirborðsfrágang lóðar.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að yfirborðsfrágangur lóðar verði kláraður samhliða frágangi til samræmis við útboðsgögn.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 42. fundur - 03.09.2019

Til kynningar fyrir skipulags- og framkvæmdaráð eru fundargerðir verkfunda vegna byggingar nýrrar slökkvistöðvar að Norðurgarði 5.
Lagt fram.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 44. fundur - 24.09.2019

Framkvæmda- og þjónustufulltrúi kynnir fundargerðir verkfunda vegna byggingar nýrrar slökkvistöðvar að Norðurgarði 5.
Lagt fram til kynningar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 51. fundur - 19.11.2019

Lagðar eru fram fundargerðir afstaðinna verkfunda vegna byggingar nýrrar slökkvistöðvar að Norðurgarði 5.
Einnig er fyrirliggjandi greinargerð verkeftirlitsaðila þar sem gerð er grein fyrir helstu tafaþáttum í verkefninu fram að þessu.
Lagt fram til kynningar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 52. fundur - 26.11.2019

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur ósk um efnameðferð á gólfi í tækjarými slökkvistöðvar við Norðurgarð 5, m.a. til þess að auka styrk og auðvelda þrif.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir óskina.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 54. fundur - 07.01.2020

Kynning og yfirferð uppgjörs vegna nýbyggingar slökkvistöðvar að Norðurgarði 5.
Skipulags- og framkvæmdaráð gleðst yfir byggingu nýrrar slökkvistöðvar á Húsavík. Heildarbyggingarkostnaður er krónur 308.628.998,-

Skipulags- og framkvæmdaráð - 56. fundur - 28.01.2020

Fyrir liggur krafa frá aðalverktaka við byggingu nýrrar slökkvistöðvar á Húsavík, um aukagreiðslu að upphæð 1.080.000 vegna vinnu við yfirferð og leiðréttingu verkgagna frá hönnunaraðilum byggingarinnar. Taka þarf afstöðu til kröfunnar og hvernig hún verður afgreidd.
Kristinn vék af fundi undir þessum lið.

Almennt má gera ráð fyrir einhverri aukavinnu og aukakostnaði bæði á hönnunar- og framkvæmdatíma í verkum að þessarri stærðargráðu. Norðurþing greiddi til að mynda fyrir breytingar á hönnunargögnum í þágu verktaka á framkvæmdartíma. Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir ekki auka kröfu í verkið.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 58. fundur - 11.02.2020

Trésmiðjan Rein hefur óskað eftir því að fá skriflegt svar og rökstuðning fyrir afgreiðslu ráðsins um málið á 56. fundi þess.

Ragnar Bjarnason frá Verkís situr fundinn undir þessum lið.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar Ragnari yfirferð gagna varðandi byggingu slökkvistöðvar á Húsavík. Eftir frekari rýni gagna og í ljósi upplýsinga ákveður ráðið að snúa við fyrri ákvörðun og greiða kröfu að upphæð 1.080.000 vegna vinnu við yfirferð og leiðréttingu verkgagna frá hönnunaraðilum byggingarinnar.