Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

30. fundur 30. apríl 2019 kl. 14:00 - 15:50 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Silja Jóhannesdóttir formaður
  • Heiðar Hrafn Halldórsson aðalmaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Kristján Friðrik Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Kristinn Jóhann Lund varaformaður
  • Guðmundur Halldór Halldórsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Þórir Örn Gunnarsson hafnarstjóri
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
  • Jónas Hreiðar Einarsson starfsmaður í stjórnsýslu
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir þjónustu- og skjalafulltrúi
Dagskrá
Jónas H. Einarsson verkefnastjóri á framkvæmdasviði sat fundinn undir lið 1-7.

1.V3150114 - jólatréstorg

Málsnúmer 201904115Vakta málsnúmer

Fyrir liggja drög að hönnun "jólatréstorgs" á Húsavík og kostnaðaráætlun til samræmis.
Lagt fram til kynningar.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til að framvegis verði torgið kallað Vegamót.

2.Upplýsingaskilti við Hólaheiði

Málsnúmer 201903096Vakta málsnúmer

Fyrirliggjandi er svar Vegagerðarinnar við fyrirspurn um útskot til uppsetningar upplýsingaskiltis á Hólaheiði.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur að nýframkvæmd við umrædd gatnamót sé ekki lokið og skorar á Vegagerðina að ljúka nauðsynlegum framkvæmdum.

3.Hönnun Stangarbakkastígs.

Málsnúmer 201808065Vakta málsnúmer

Fyrir liggur kostnaðaráætlun frá Verkís vegna fyrirhugaðra framkvæmda Orkuveitu Húsavíkur ohf. og Norðurþings við göngustíg eftir Stangarbakka. Taka þarf afstöðu til tímasetninga þeirra framkvæmda sem snúa að sveitarfélaginu m.t.t kostnaðar, þ.e. snjóbræðslu og yfirborðsfrágangs.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til að farið verði í útboð á verkinu.

4.Girðing frá höfn til vita

Málsnúmer 201904020Vakta málsnúmer

Fyrirliggjandi er að ráðast þurfi í endurnýjun öryggisgirðingar frá hafnarsvæði að vita á Höfða.
Óskað er eftir afstöðu skipulags- og framkvæmdaráðs til þessarar framkvæmdar.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að leggja fyrir ráðið útfærslur og kostnað við framkvæmdina á næsta fundi.

5.Verkeftirlit með byggingu nýrrar slökkvistöðvar.

Málsnúmer 201809032Vakta málsnúmer

Yfirferð fundargerða verkfunda vegna byggingar slökkvistöðvar á Húsavík til upplýsinga fyrir kjörna fulltrúa skipulags- og framkvæmdaráðs.
Lagt fram til kynningar.

6.GPG Seafood ehf. óskar eftir frágangi á vegi og gerð gangstéttar við gistiheimilið Sigtún

Málsnúmer 201904121Vakta málsnúmer

Ósk frá húseigendum um gerð gangstéttar við lóð gistiheimilisins Sigtúns að Túngötu 13.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að gera kostnaðaráætlun varðandi framkvæmdir á svæðinu.

7.Framlenging leyfis fyrir vinnubúðir Munck (LNS Saga)á Höfða 2018.

Málsnúmer 201809134Vakta málsnúmer

Fyrir liggur ósk frá Munck á Íslandi um framlengingu stöðuleyfa vegna vinnubúða á Höfða, með þeim skilyrðum sem fram koma í meðfylgjandi minnisblaði.
Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráð veitir framlengingu á stöðuleyfi til 30. september 2019 gegn því að einingar á lóð Höfða 14 verði farnar fyrir 1. júní 2019. Eftir 30. september 2019 falla á dagsektir að upphæð 50.000 krónur á degi hverjum.
Guðmundur H. Halldórsson og Silja Jóhannesdóttir eru mótfallin því að framlengja stöðuleyfið.

8.Naustalækur ehf. óskar eftir breytingu á skipulagi að Steinagerði 5

Málsnúmer 201904120Vakta málsnúmer

Óskað er eftir að gerð verði breyting á skipulagi lóðar við Steinagerði 5 þannig að þar verði heimilt að byggja parhús á tveimur hæðum innan byggingarreits.
Skipulags- og framkvæmdaráð hefur ekki tök á að fara í skipulagsvinnu á svæðinu á þessum tímapunkti en felur skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna fyrirliggjandi hugmyndir lóðarhöfum í Urðargerði og Steinagerði.

9.Naustalækur óskar eftir breytingu á skipulagi að Urðargerði 5

Málsnúmer 201904119Vakta málsnúmer

Óskað er eftir að gerð verði breyting á skipulagi lóðar við Urðargerði 5 þannig að þar verði heimilt að byggja parhús á tveimur hæðum innan byggingarreits auk þess sem gert verði ráð fyrir byggingarreitum fyrir bílskúrum með aðkomu frá Þverholti.
Skipulags- og framkvæmdaráð hefur ekki tök á að fara í skipulagsvinnu á svæðinu á þessum tímapunkti en felur skipulags- og byggingarfulltrúa að grenndarkynna fyrirliggjandi hugmyndir lóðarhöfum í Urðargerði og Steinagerði.

10.Umsókn um byggingarleyfi Klifshagi 3

Málsnúmer 201904094Vakta málsnúmer

Óskað er eftir byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóðinni að Klifshaga 3. Húsið er á einni hæð, 180,0 m². Teikningar eru unnar af Ólafi Tage Bjarnasyni byggingarfræðingi.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur að hönnun húss falli vel að þeirri lóð sem stofnuð hefur verið og heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn þar að lútandi hafa borist.

11.Umsókn um byggingarleyfi fyrir gestahúsi í Reistarnesi

Málsnúmer 201904118Vakta málsnúmer

Kristinn Steinarsson óskar eftir byggingarleyfi fyrir gestahúsi á lóð sinni við Reistarnes. Húsið er 31,5 m² að flatarmáli og teiknað af Guðmundi Sigurbirni Sigurðssyni byggingartæknifræðingi hjá Verkfræðistofunni Riss.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur bygginguna til samræmis við það sem reiknað var með við stofnun lóðarinnar. Ráðið heimilar því skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögnum hefur verið skilað.

12.Ársreikningur Norðurþings 2018

Málsnúmer 201904002Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggja ársreikningar Norðurþings, Þjónustumiðstöðvar Norðurþings og Eignasjóðs Norðurþings til kynningar.
Lagt fram til kynningar.

13.Ársreikningur Hafnasjóðs Norðurþings 2018

Málsnúmer 201904109Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur ársreikningur Hafnasjóðs Norðurþings fyrir árið 2018.
Lagt fram til kynningar.

14.Hafnasamband Íslands - Fundargerðir 2019

Málsnúmer 201901117Vakta málsnúmer

412. fundargerð Hafnasambandsins lögð fram.
Lagt fram til kynningar.

15.Hafnasamband Íslands - Fundargerðir 2019

Málsnúmer 201901117Vakta málsnúmer

Fundargerðir siglingaráðs 10., 11., 12. og 13. fundur.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:50.