Fara í efni

Framlenging leyfis fyrir vinnubúðir Munck (LNS Saga) á Höfða 2018.

Málsnúmer 201809134

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 10. fundur - 02.10.2018

Fyrir liggur ósk frá Munck Íslandi um framlengingu stöðuleyfa fyrir vinnubúðir á Höfða.
Skipulags- og framkvæmdaráð harmar að búðirnar hafi ekki verið fjarlægðar fyrir umsamdan tíma en samþykkir framlengingu samnings um tímabundin afnot af lóðum Höfða 14, 16 og 18 til loka apríl 2019. Verði búðirnar ekki fjarlægðar fyrir tilsettan tíma, verði dagsektum beitt, 50.000 kr. á dag.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 30. fundur - 30.04.2019

Fyrir liggur ósk frá Munck á Íslandi um framlengingu stöðuleyfa vegna vinnubúða á Höfða, með þeim skilyrðum sem fram koma í meðfylgjandi minnisblaði.
Meirihluti skipulags- og framkvæmdaráð veitir framlengingu á stöðuleyfi til 30. september 2019 gegn því að einingar á lóð Höfða 14 verði farnar fyrir 1. júní 2019. Eftir 30. september 2019 falla á dagsektir að upphæð 50.000 krónur á degi hverjum.
Guðmundur H. Halldórsson og Silja Jóhannesdóttir eru mótfallin því að framlengja stöðuleyfið.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 40. fundur - 13.08.2019

Munck á Íslandi óska eftir tímabundnum afnotum af lóð að Höfða 8 sem áður hýsti skrifstofuaðstöðu félagsins, svo hægt sé að sjóbúa vinnubúðaeiningar sem nú standa á lóðum nr. 14-20 og undirbúa til flutnings.
Reiknað er með að allar vinnubúðaeiningar Munck verði komnar í skip og farnar af svæðinu í lok september til samræmis við þau skilyrði sem skipulags- og framkvæmdaráð hefur sett.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir erindið.