Fara í efni

Hönnun Stangarbakkastígs.

Málsnúmer 201808065

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 6. fundur - 28.08.2018

Orkuveita Húsavíkur hefur sett 20 milljónir í að fara í að grafa upp stíginn og leggja þar safnrör fyrir frárennsli og þannig í leiðinni móta stíginn. Það væri lag að skoða hvort að Norðurþing kæmi að því að fara í hönnun á stígnum og gera hann strax á næsta ári.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að fá tilboð í hönnun á stíg frá Búðarárbrú að Yltjörn og leggja fyrir ráðið í september.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 16. fundur - 27.11.2018

Á 6. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var bókað: Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að fá tilboð í hönnun á stíg frá Búðarárbrú að Yltjörn og leggja fyrir ráðið í september.
Lagt fram til kynningar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 30. fundur - 30.04.2019

Fyrir liggur kostnaðaráætlun frá Verkís vegna fyrirhugaðra framkvæmda Orkuveitu Húsavíkur ohf. og Norðurþings við göngustíg eftir Stangarbakka. Taka þarf afstöðu til tímasetninga þeirra framkvæmda sem snúa að sveitarfélaginu m.t.t kostnaðar, þ.e. snjóbræðslu og yfirborðsfrágangs.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til að farið verði í útboð á verkinu.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 33. fundur - 28.05.2019

Útboðsferli vegna framkvæmdar við safnlögn yfirborðsvatns og göngustígs eftir Stangarbakka á Húsavík er lokið. Fyrir liggja tilboð frá tveimur aðilum í verkið og eru þau lögð fram til kynningar fyrir skipulags- og framkvæmdaráð.
Óskað er eftir afstöðu ráðsins hvort ráðast eigi í þá framkvæmdaliði Norðurþings sem tilheyra verkinu m.v. þær forsendur sem liggja fyrir.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 49. fundur - 05.11.2019

Fyrirspurn frá Silju Jóhannesdóttur. Hver er staðan á framkvæmdum við Stangarbakkastíg og hvenær má búast við að íbúar Norðurþings og gestir geti gengið stíginn?
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að útbúa minnisblað varðandi framkvæmdina.

Verkfundur vegna framkvæmda við Stangarbakka var haldinn í byrjun nóvember, en þar voru m.a. rædd möguleg verklok. Að sögn verktaka verður yfirborðsfrágangi stígsins að líkindum lokið eftir næstu helgi og afhending verksins um viku síðar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 54. fundur - 07.01.2020

Kynning og yfirferð uppgjörs vegna framkvæmda í tengslum við útivistarsvæði og göngustíg við Stangarbakka.
Skipulags- og framkvæmdaráð gleðst yfir gerð Stangarbakkastígs á Húsavík. Heildarkostnaður við verkið er 56.365.087.- þar af er hlutur sveitarsjóðs 21.783.209.-

Orkuveita Húsavíkur ohf - 202. fundur - 20.02.2020

Til kynningar fyrir stjórn OH er niðurstaða uppgjörs vegna framkvæmda við safnlögn og upphitaðan göngustíg við Stangarbakka á Húsavík.
Lokauppgjör vegna framkvæmdar við Stangarbakkastíg lagt fram til kynningar.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 248. fundur - 10.10.2023

fyrir stjórn liggur tillaga af hönnun á stiga niður Árgil. Hannað af Faglausn ehf.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. felur rekstrarstjóra að vinna tillögu áfram samkvæmt umræðum á fundinum.

Orkuveita Húsavíkur ohf - 249. fundur - 14.11.2023

stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf.liggur fyrir endurunnin tillaga af hönnun á stiga niður Árgil. Hannað af Faglausn ehf.
Stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf. felur rekstrarstjóra að vinna málið áfram og leita í framhaldi tilboða í framkvæmdina.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 178. fundur - 09.01.2024

Orkuveita Húsavíkur hefur til kynningar hönnun að nýjum stiga niður í Árgil.
Lagt fram til kynningar.