Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

49. fundur 05. nóvember 2019 kl. 14:00 - 16:30 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Silja Jóhannesdóttir formaður
  • Heiðar Hrafn Halldórsson aðalmaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Kristján Friðrik Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Kristinn Jóhann Lund varaformaður
  • Guðmundur Halldór Halldórsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Þórir Örn Gunnarsson hafnarstjóri
  • Ketill Gauti Árnason starfsmaður í stjórnsýslu
  • Jónas Hreiðar Einarsson starfsmaður í stjórnsýslu
Fundargerð ritaði: Ketill Gauti Árnason Verkefnastjóri á framkvæmdasviði
Dagskrá
Hjálmar Bogi Hafliðason sat fundinn í fjarfundi.
Hjálmar Bogi Hafliðason sat fundinn undir liðum 1-10 og 14.
Jónas H. Einarsson, verkefnastjóri á framkvæmdasviði sat fundinn undir liðum 1-9.
Ketill Gauti Árnason, verkefnastjóri á framkvæmdasviði sat fundinn undir liðum 1-4.
Gaukur Hjartarson skipulags- og byggingarfulltrúi sat fundinn undir liðum 9-10.
Þórir Örn Gunnarsson, hafnastjóri sat fundinn undir liðum 11-14.

1.Stjórn Gafls óskar eftir að koma á fundi hjá skipulags- og framkvæmdaráði vegna Kvíabekkjar.

Málsnúmer 201910120Vakta málsnúmer

Gafl, félag um þingeyskan byggingararf, óskar eftir því að fá að mæta á fund skipulags- og framkvæmdaráðs til þess að ræða framtíð Kvíabekkjar.
Skipulags- og framkvæmdaráð tilnefnir Hjálmar Boga Hafliðason, Gauk Hjartarson, Ketil Gauta Árnason ásamt stjórn Gafls í stýrihóp sem munu koma með hugmyndir varðandi notkun á húsinu og áætlun varðandi uppbygginguna og leggja fyrir ráðið að nýju.

2.Kvartanir vegna "Sneiðingsins" milli Héðinsbrautar og Höfðavegar.

Málsnúmer 201909058Vakta málsnúmer

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur kvörtun vegna ástands göngustígs milli Héðinsbrautar og Höfðavegar.
Steinar eru lausir á gönguleiðinni og geta valdið hættu á að börn/fólk hrasi og slasi sig. Mikil umferð gangandi fólks er um "Sneiðinginn" bæði af Höfðaveginum og Brekkunum. Fólk hefur verið að setja steina uppá körin sem eru líka hlaðin og þeim hefur ekki verið viðhaldið
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar erindið og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að kanna aðstæður og sjá til þess að öryggi á gangstígnum sé tryggt.

3.Eftirlitsskýrsla Umhverfisstofnunar vegna sorpmóttöku í Víðimóum 3, Húsavík

Málsnúmer 201907071Vakta málsnúmer

Fyrir liggur ítrekun á kröfur Umhverfisstofnunar um úrbætur í tengslum við athugasemdir stofnunarinnar frá 27. maí sl. Við eftirlit voru gerðar athugasemdir þar sem annars vegar var vísað til starfsleyfis og hins vegar laga um hollustuhætti og mengunarvarnir við sorpstöð að Víðimóum á Húsavík.
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur minnisblað frá umsjónarmanni eignasjóðs Norðurþings þar sem lagðar eru fram tímasettar tillögur að úrbótum til þess að mæta kröfum Umhverfisstofnunar.
Óskað er afstöðu ráðsins til tillagnanna.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að vinna kostnaðaráætlun og leggja fyrir ráðið í næstu viku.

4.Aðalbraut 23, viðhald á skrifstofu Norðurþings Raufarhöfn.

Málsnúmer 201911005Vakta málsnúmer

Skipulags- og framvkæmdaráði barst erindi vegna þakleka á Aðalbraut 23.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að gera kostnaðarmat og leggja fyrir ráðið innan tveggja vikna.

5.Slökkviliðið óskar eftir fjárveitingu fyrir dælubíl.

Málsnúmer 201910138Vakta málsnúmer

Þarfagreining slökkviliðs Norðurþings hefur leitt í ljós nauðsyn þess að endurnýja dælubíl liðsins hið fyrsta. Óskað er afstöðu skipulags- og framkvæmdaráðs til áður nefndrar fjárfestingar ásamt tillögum að fjármögnun.
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar málinu til fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2020.

6.Hönnun Stangarbakkastígs.

Málsnúmer 201808065Vakta málsnúmer

Fyrirspurn frá Silju Jóhannesdóttur. Hver er staðan á framkvæmdum við Stangarbakkastíg og hvenær má búast við að íbúar Norðurþings og gestir geti gengið stíginn?
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að útbúa minnisblað varðandi framkvæmdina.

Verkfundur vegna framkvæmda við Stangarbakka var haldinn í byrjun nóvember, en þar voru m.a. rædd möguleg verklok. Að sögn verktaka verður yfirborðsfrágangi stígsins að líkindum lokið eftir næstu helgi og afhending verksins um viku síðar.

7.Yfirtaka Norðurþings á gatnalýsingu í dreifbýli.

Málsnúmer 201910177Vakta málsnúmer

Stefnt hefur verið að því um þó nokkurt skeið innan Rarik, að losna undan viðhaldi gatnalýsingar á dreifbýlum svæðum landsins. Fundað hefur verið með forsvarsmönnum Rarik um málið og fyrir liggur "samningur" um yfirtöku Norðurþings á viðhaldinu ásamt umfangi þess sem um ræðir.
Óskað er heimildar skipulags- og framkvæmdaráðs til þess að halda áfram með málið á þeim forsendum sem Rarik leggur upp með.
Skipulag- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að halda áfram með málið á þeim forsendum sem Rarik leggur upp með. Einnig felur ráðið honum að kostnaðargreina LED-væðingu og leggja fyrir ráðið að nýju.

8.Erindi frá Húsavíkurstofu

Málsnúmer 201911010Vakta málsnúmer

Christin Irma Schröder forstöðumaður Húsavíkurstofu hefur sent Norðurþingi erindi vegna úrbóta varðandi aðgengi ferðamanna í bænum fyrir hönd stjórnar. T.d. betri upplýsingar varðandi bílastæði, merkingar og staðsetningu ruslatunna. Einnig um aðkomu ferðamanna með skemmtiferðaskipum, gönguleiðakort og aðgengi að salernum.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar erindið.
Ráðið felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að setja í ferli þau verk sem hægt er að leysa auðveldlega líkt og að merkja bílastæði, setja upp ruslatunnur við bílastæði, setja ruslatunnu- og bílastæðakort á vefinn og halda við merktum gönguleiðum.

Ráðið þakkar ábendingu með aðgengi skemmtiferðaskipafarþega en telur að svo stöddu ekki hægt að komast til móts við beiðnina.

Ráðið vísar til fjölskylduráðs að skoða möguleika á að nýta aðstöðu íþróttahallarinnar á sumrin gegn gjaldtöku fyrir ferðamenn.

9.Fyrirspurn um efnistöku í Saltvík.

Málsnúmer 201910143Vakta málsnúmer

GYG ehf kallar eftir svörum skipulags- og framkvæmdaráðs varðandi möguleika á efnistöku í landi Saltvíkur til útflutnings.
Taka þarf afstöðu til þess hvort efnisnám skuli heimilað þar sem um ræðir og hver námugjöld og hafnargjöld verða vegna umræddrar efnisvinnslu.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að halda áfram með málið í samvinnu við viðkomandi sviðsstjóra.

10.Óska eftir breyttri skráningu v/Hafnarbrautar 2, Raufarhöfn

Málsnúmer 201910166Vakta málsnúmer

Pétur Magnússon og Ásdís Thoroddsen, eigendur Hafnarbrautar 2 á Raufarhöfn óska eftir því að fá hús sitt skráð sem einbýlishús í stað núverandi skráningar sem atvinnuhúsnæði. Meðfylgjandi umsókn eru reyndarteikningar af húsinu unnar af Gunnlaugi Ó. Johnson arkitekt. Eldvarnareftirlit Norðurþings gerir ekki athugasemdir við framlagðar teikningar.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir breytta skráningu húsnæðisins.

11.Hafnasamband Íslands - Fundargerðir 2019

Málsnúmer 201901117Vakta málsnúmer

Fundargerð 18. fundar Siglingaráðs.
Lagt fram til kynningar.

12.Hafnasamband Íslands - Fundargerðir 2019

Málsnúmer 201901117Vakta málsnúmer

2. fundargerð samráðsnefndar Fiskistofu og Hafnarsambandsins.
Lagt fram til kynningar.

13.Hafnasamband Íslands - Fundargerðir 2019

Málsnúmer 201901117Vakta málsnúmer

Fundargerð 416. fundar stjórnar Hafnasambands Íslands.
Lagt fram til kynningar.

14.Viðkomur Eimskips á Húsavík við innleiðingu á nýju og breyttu siglingakerfi.

Málsnúmer 201911001Vakta málsnúmer

Erindi barst frá Eimskip til Skipulags- og framkvæmdaráðs varðandi lækkun á viðkomu- og vörugjöldum.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur að svo stöddu ekki ástæðu til að lækka viðkomu- og vörugjöld og ekki er fyrirhugað að gera breytingar á fyrirkomulagi innheimtu vörugjalda.
Hafnastjóra er falið að svara erindinu formlega.

Fundi slitið - kl. 16:30.