Fara í efni

Eftirlitsskýrsla Umhverfisstofnunar vegna sorpmóttöku í Víðimóum 3, Húsavík

Málsnúmer 201907071

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 49. fundur - 05.11.2019

Fyrir liggur ítrekun á kröfur Umhverfisstofnunar um úrbætur í tengslum við athugasemdir stofnunarinnar frá 27. maí sl. Við eftirlit voru gerðar athugasemdir þar sem annars vegar var vísað til starfsleyfis og hins vegar laga um hollustuhætti og mengunarvarnir við sorpstöð að Víðimóum á Húsavík.
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur minnisblað frá umsjónarmanni eignasjóðs Norðurþings þar sem lagðar eru fram tímasettar tillögur að úrbótum til þess að mæta kröfum Umhverfisstofnunar.
Óskað er afstöðu ráðsins til tillagnanna.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að vinna kostnaðaráætlun og leggja fyrir ráðið í næstu viku.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 50. fundur - 12.11.2019

Á síðasta fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var óskað eftir kostnaðartölum í tengslum við athugasemdir úr eftirlitsskýrslu Umhverfisstofnunar vegna sorpmóttöku í Víðimóum 3.
Kostnaðartölur liggja ekki fyrir að svo stöddu en mikilvægt er ráðið taki afstöðu til framkvæmdanna engu að síður
Fyrir ráðinu liggur minnisblað frá verkefnastjóra framkvæmdasviðs þar sem lagðar eru fram tímasettar tillögur að úrbótum til þess að mæta kröfum Umhverfisstofnunar.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir tillögur verkefnastjóra þrátt fyrir að kostnaðaráætlanir liggi ekki fyrir að svo stöddu. Tímaáætlunin er samþykkt. Ráðið óskar eftir að kostnaðartölur verði lagðar fram um leið og þær liggja fyrir.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 53. fundur - 17.12.2019

Fyrir liggja tilboð frá tveimur aðilum vegna niðurtektar á síupokum við sorpmóttökustöð að Víðimóum 3 ásamt hreinsun í tengslum við þá.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að kynna verkið og tilboðin fyrir aðildarsveitarfélögum Sorpsamlags Þingeyinga.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 78. fundur - 15.09.2020

Búið er að kynna fyrirliggjandi tilboð í tengslum við niðurrif og förgun á síupokum sorpbrennslunnar, fyrir aðildarsveitarfélögum Sorpsamlags Þingeyinga. Taka þarf afstöðu til verksins og leggja drög að næstu skrefum svo uppfylla megi kröfur Umhverfisstofnunar.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að ganga til samninga um niðurrif og förgun á síupokum sorpbrennslunnar. Kynna skal verkið aftur fyrir ráðinu þegar niðurstaða liggur fyrir.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 80. fundur - 13.10.2020

Fyrir liggja drög að verksamningi við verkaðila vegna niðurrifs og förgunar síupoka við sorpstöð í Víðimóum 3. Óskað er afstöðu skipulags- og framvkæmdaráðs og samþykkis til þess að halda áfram með málið á þeim nótum sem þar er tiltekið.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir drögin.