Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

53. fundur 17. desember 2019 kl. 14:00 - 17:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Silja Jóhannesdóttir formaður
  • Heiðar Hrafn Halldórsson aðalmaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Kristján Friðrik Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Kristinn Jóhann Lund varaformaður
  • Guðmundur Halldór Halldórsson aðalmaður
Starfsmenn
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Þórir Örn Gunnarsson hafnarstjóri
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
  • Jónas Hreiðar Einarsson starfsmaður í stjórnsýslu
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir þjónustu- og skjalafulltrúi
Dagskrá
Þórir Örn Gunnarsson hafnastjóri sat fundinn undir liðum 1-2.
Gaukur Hjartarson skipulags- og byggingarfulltrúi sat fundinn undir liðum 3-10.
Jónas Einarsson verkefnastjóri á framkvæmdasviði sat fundinn undir liðum 12 - 21.

1.Hafnasamband Íslands - Fundargerðir 2019

Málsnúmer 201901117Vakta málsnúmer

Fundargerð 417 fundar Hafnasambandsins.
Lagt fram til kynningar.

2.Framkvæmdaáætlun hafna 2020

Málsnúmer 201908059Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að færa fjármuni af verkefni við Bökugarð yfir í kaup og uppsetningu á myndavélabúnaði fyrir
höfnina á Raufarhöfn. Einnig samþykkir ráðið að setja 4,8 milljón í kaup á led ljósum fyrir hafnirnar á Raufarhöfn og Húsavík og mun sá peningur færast af verkefnum við Bökugarð.
Að lokum samþykkir ráðið að setja 1 og hálfa milljón í uppbyggingu verkstæðis fyrir höfnina í nýrri hafnaraðstöðu. Þeir fjármunir koma frá ýmsum verkefnum hafnarinnar þar sem fjármunir hafa ekki verið nýttir árið 2019.

3.Breyting á aðalskipulagi vegna hjúkrunarheimilis

Málsnúmer 201910111Vakta málsnúmer

Nú er lokið kynningu skipulagslýsingar vegna breytingar aðalskipulags í Auðbrekku. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra, Veðurstofa Íslands, Umhverfisstofnun, Vegagerðin og Náttúrurverndarnefnd Þingeyinga telja ekki tilefni til athugasemda. Skipulagsstofnun telur skipulagslýsinguna veita góða mynd af viðfangsefnum breytingarinnar en minnir á að tryggja þarf gott samráð við íbúa á nærliggjandi svæðum við gerð skipulagstillögunnar. Minjastofnun telur að skrá þurfi fornleifar á skipulagssvæðinu til samræmis við staðla Minjastofnunar.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar fram komnar ábendingar. Ráðið felur skipulags- og byggingarfulltrúa að láta vinna fornleifaskráningu fyrir byggingarreitinn og tillögu að aðalskipulagsbreytingu þar sem tekið er tillit til þeirra sjónarmiða sem fram koma í ábendingum.

4.Breyting á aðalskipulagi vegna fiskeldis á Kópaskeri

Málsnúmer 201909029Vakta málsnúmer

Með bréfi dags. 2. desember 2019 tilkynnti Skipulagsstofnun að hún telji fyrirhugaða vatnstöku vegna fiskeldisins heyra undir lið 10.24 í 1. viðauka laga um um mat á umhverfisáhrifum og sé því matsskyld. Því þurfi umfjöllun um borun fyrir vatnstöku að taka mið af því.
Skv. fyrirliggjandi hugmyndum framkvæmdaaðila er fyrirhuguð vatnstaka um 150 l/sek og heyrir því ekki undir fyrrgreindan lið 10.24 í 1. viðauka laga um mat á umhverfisáhrifum.

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að endurbótum áður samþykktrar skipulagstillögu þar sem gerð er grein fyrir fyrirhugaðri vatnstöku.

Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna skipulagstillöguna með áorðnum lagfæringum.

5.Deiliskipulag um fiskeldi á Röndinni Kópaskeri

Málsnúmer 201811029Vakta málsnúmer

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti lítilsháttar lagfæringu á áður samþykktri deiliskipulagstillögu þar sem nánar er skilgreind fyrirhuguð vatnstaka vegna fiskeldis á Röndinni.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna deiliskipulagstillöguna með þeirri lagfæringu sem kynnt var.

6.Eigendur Auðbrekku 14 óska eftir lóðarleigusamningi í samræmi við gildandi deiliskipulag

Málsnúmer 201911098Vakta málsnúmer

Ágúst Sigurður Óskarsson og Júdit Alma Hjálmarsdóttir óska eftir að gefinn verði út lóðarleigusamningur fyrir Auðbrekku 14, Háteig, til samræmis við gildandi deiliskipulag.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að gefinn verði út lóðarleigusamningur fyrir Háteig í samræmi við gildandi deiliskipulag frá desember 1992.

7.Marínó Pétur Eggertsson óskar eftir byggingarleyfi fyrir geymslu við Bakkagötu 4 á Kópaskeri

Málsnúmer 201912067Vakta málsnúmer

Óskað er eftir byggingarleyfi fyrir 28,8 m² geymslu við Bakkagötu 4 á Kópaskeri. Til vara er sótt um stöðuleyfi fyrir viðkomandi mannvirki. Fyrir liggur teikning af húsinu sem unnin er af Marínó Eggertssyni.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir stöðuleyfi til eins árs í senn fyrir aðstöðunni, enda liggi fyrir samþykki annarra lóðarhafa og að útlit verði í samræmi við byggingarlýsingu sem kemur fram í umsókn.

8.Athugun á virkjun vinds á Hólaheiði í Norðurþingi

Málsnúmer 201911021Vakta málsnúmer

Quadran Development Iceland ehf. óskar stöðuleyfis fyrir mastur til veðurathugana á Hólaheiði í Núpasveit. Meðfylgjandi umsókn eru upplýsingar um gerð mastursins og þann búnað sem ætlað er að setja upp á mastrinu. Ennfremur liggur fyrir hnitsett afstöðumynd. Fyrir liggur samþykki eigenda Katastaða, Presthóla og Efri Hóla fyrir mastrinu.
Fyrir liggur umsögn Samgöngustofu dags. 16. desember 2019. Samgöngustofa leggst ekki gegn erindinu, en gerir þá kröfu að mastrið verði merkt sem hindrun til samræmis við "Ákvörðun Samgöngustofu nr. 1/2019 um lýsingu og merkingu hindrana sem gætu talist ógn við flugöryggi". Ennfremur áréttar Samgöngustofa að farið verði að kröfum laga um loftferðir og reglugerða settum á þeim grunni. Lögð er áhersla á að við fyrirhugaða framkvæmd verði tekið tillit til reglugerðar um flugvelli nr. 464/2007 og reglugerð nr. 75/2016 um kröfur og stjórnsýslumeðferð er varða flugvelli. Loks vekur Samgöngustofa sérstaka athygli á 68. gr. laga nr. 60/1998 um loftferðir.
Skipulags- og framkvæmdaráð Norðurþings telur að fullnægjandi grein sé gerð fyrir mastrinu í erindi og samþykkir stöðuleyfi fyrir því til eins árs í senn að því gengnu að fylgt verði leiðbeiningum Samgöngustofu gagnvart flugöryggi.

9.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn um rekstrarleyfi

Málsnúmer 201912099Vakta málsnúmer

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn um rekstrarleyfi til handa Elke Christine Wald til sölu gistingar að Vallholtsvegi 9.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið fyrir sitt leyti.

10.Eigandi að Laugarholti 3-d óskar eftir að sameina íbúðir í húsinu undir eitt fasteignanúmer.

Málsnúmer 201912101Vakta málsnúmer

Jóhannes Jóhannesson, eigandi að íbúðarhúsinu að Laugarholti 3-d óskar eftir að sameina 2 íbúðir í húsinu undir eitt fasteignanúmer.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir sameiningu íbúðanna.

11.Búnaður í nýja slökkvistöð á Norðurgarði

Málsnúmer 201912008Vakta málsnúmer

Þörf er á að kaupa nýja innanstokksmuni í slökkvistöð Norðurþings á Norðurgarði 5. Fyrir liggja tilboð í búnað sem Slökkvilið Norðurþings óskar eftir í húsnæðið.
Byggðaráð samþykkti að veita aukafjárveitingu fyrir fjárhagsárið 2019 allt að 1.200.000 kr.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að fjárfesta í húsbúnaði sem hentar innan þess ramma.

12.Íbúar að Holtagerði 16 óska eftir að klárað verði að ganga frá götunni í samræmi við áætlarnir frá árinu 1972

Málsnúmer 201911111Vakta málsnúmer

Fyrir liggur erindi frá íbúum að Holtagerði 16 á Húsavík hvar óskað er eftir að framkvæmdum verði lokið í götunni.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakka fyrir erindið og ábendinguna. Við endurskoðun næstkomandi sumar á framkvæmdaáætlun fyrir árið 2020 verður erindið tekið fyrir að nýju.

13.Hverfisráð Raufarhafnar 2019 - 2021

Málsnúmer 201908035Vakta málsnúmer

Á fundi byggðaráðs var tekin fyrir fundargerð 11. fundar hverfisráðs Raufarhafnar frá 28. október s.l.
Byggðarráð vísar liðum númer 3, 4, 6 og 9 til skipulags-og framkvæmdaráðs.
3) Viðhald eigna á Raufarhöfn
4) Öryggisvöktun með eftirlitsmyndavélum á Raufarhöfn
6) Staðan á SR-lóð
9) Ósk um lista yfir eignir NÞ á Raufarhöfn ásamt rekstrarkostnað þeirra.
Liður 3 - Viðhald eigna á Raufarhöfn
Til stendur að fara í viðhald á þaki ráðhússins. Sömuleiðis stendur til að fara í endurbætur á kvennasalerni í Hnitbjörgum.

Liður 4 - Öryggisvöktun með eftirlitsmyndavélum á Raufarhöfn
Byggðaráð hefur þegar falið sveitarstjóra að eiga samtal við embætti lögreglustjórans á Norðurlandi eystra.

Liður 6 - Staðan á SR-lóð
Enginn nefnd er sértaklega að störfum varðandi SR-lóðina. Fyrir liggur niðurstaða starfshóps sem skilaði niðurstöðum haustið 2018. Ráðið tekur undir áhyggjur hverfisráðsins varðandi hættu af foktjóni.

Liður 9 - Ósk um lista yfir eignir NÞ á Raufarhöfn ásamt rekstrarkostnað þeirra.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að taka saman lista yfir eignir á Raufarhöfn og rekstrarkostnað og senda á hverfisráðið

14.Aðalbraut 23, viðhald á skrifstofu Norðurþings Raufarhöfn.

Málsnúmer 201911005Vakta málsnúmer

Fyrir liggur kostnaðarmat vegna fyrirhugaðra viðhaldsframkvæmda á þaki húsnæðis stjórnsýsluhúss að Aðalbraut 23 á Raufarhöfn. Taka þarf ákvörðun um hvort farið verði í þakviðgerð á húsinu og hvaða leið verður valin við þá framkvæmd.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að leita tilboða vegna þakskipta á Ráðhúsinu til samræmis við leið eitt í fylgigögnum. Verkið skal framkvæmt á árinu 2020.

15.Raufarhöfn Varmadæla - Hnitbjörg

Málsnúmer 201910127Vakta málsnúmer

Taka þarf ákvörðun um hvort farið verði í kaup og uppsetningu varmadælubúnaðar til kyndingar í Hnitbjörgum, félagasheimilis á Raufarhöfn á árinu 2020.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að fara í framkvæmdina enda fáist styrkur frá Orkusjóði.

16.Raufarhöfn Varmadæla - Áhaldahús og slökkvistöð

Málsnúmer 201910126Vakta málsnúmer

Taka þarf ákvörðun um hvort farið verði í kaup og uppsetningu varmadælubúnaðar til kyndingar í áhaldahúsi og slökkvistöð á Raufarhöfn á árinu 2020.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að fara í framkvæmdina enda fáist styrkur frá Orkusjóði.

17.Raufarhöfn Varmadæla - Skrifstofa stjórnsýslu

Málsnúmer 201910125Vakta málsnúmer

Taka þarf ákvörðun um hvort farið verði í kaup og uppsetningu varmadælubúnaðar til kyndingar í skrifstofu Norðurþings á Raufarhöfn á árinu 2020.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að fara í framkvæmdina enda fáist styrkur frá Orkusjóði.

18.Raufarhöfn Varmadæla - íþróttamiðstöð/skóli

Málsnúmer 201608149Vakta málsnúmer

Taka þarf ákvörðun um hvort farið verði í kaup og uppsetningu varmadælubúnaðar til kyndingar í íþróttamiðstöð og skólahúsnæði á Raufarhöfn á árinu 2020.
Skipulags- og framkvæmdaráð vísar erindinu til stjórnar Orkuveitu Húsavíkur í von um jákvæð viðbrögð.

19.Eftirlitsskýrsla Umhverfisstofnunar vegna sorpmóttöku í Víðimóum 3, Húsavík

Málsnúmer 201907071Vakta málsnúmer

Fyrir liggja tilboð frá tveimur aðilum vegna niðurtektar á síupokum við sorpmóttökustöð að Víðimóum 3 ásamt hreinsun í tengslum við þá.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að kynna verkið og tilboðin fyrir aðildarsveitarfélögum Sorpsamlags Þingeyinga.

20.Hverfisráð Reykjahverfis 2019 - 2021

Málsnúmer 201908034Vakta málsnúmer

María Svanþrúður Jónsdóttir og Hilmar Kári Þráinsson frá Hverfisráði Reykjahverfis mættu á fundinn til að ræða fyrirkomulag snjómoksturs í Reykjahverfi.
Undanfarið ár hafa starfsmenn Norðurþings verið að endurskoða þjónustu varðandi snjómokstur í Norðurþingi.
Í því felst einnig að hafa meiri yfirsýn yfir snjómokstur í sveitarfélaginu.
Útboð varðandi snjómokstur í Reykjahverfi er liður í þessu ferli.
Ráðið þakkar hverfisráði erindið og hefur endurbætt útboðslýsingu þannig að þá ættu starfsmenn Norðurþings að geta kallað til aukamoksturs
þegar þess er þörf á sömu verðum og voru í upphaflegu útboði.

Ráðið felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að skoða hvaða heimreiðar gætu fallið undir helmingamokstur hjá Vegagerðinni.
Einnig mun ráðið setja verklagsreglur varðandi óskir um snjómokstur og taka málið upp aftur á fyrsta fundi árs 2020 þegar niðurstaða útboðs liggur fyrir.

21.Umhverfis- og samgöngunefnd: Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um hollustuhætti og mengunarvarnir, nr. 7/1998, með síðari breytingum (viðaukar). 436. mál

Málsnúmer 201912070Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 17:00.