Fara í efni

Framkvæmdaáætlun hafna 2020

Málsnúmer 201908059

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 45. fundur - 01.10.2019

Framkvæmdaáætlun hafnasjóðs fyrir árið 2020
Hafnastjóri Norðurþings gerði grein fyrir áætluninni.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 50. fundur - 12.11.2019

Fyrir fundinum liggur tillaga að framkvæmdaáætlun fyrir hafnir Norðurþings árið 2020.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til að Hafnasjóði Norðurþings verði tryggt nægt framkvæmdafé til að geta hafið framkvæmdir við Þvergarð sem nú eru komnar á samgönguáætlun. Þá verði einnig gert ráð fyrir fyrsta áfanga á viðgerðum á Norðurhafnarsvæði og lagfæringum á þekju Bökugarðs. Þó með fyrirvara um þátttöku Hafnabótasjóðs í framkvæmdum á Bökugarði.

Greinargerð:
Framkvæmdir við Þvergarð á Húsavíkurhöfn eru inni á áætlun Hafnabótasjóðs fyrir árið 2020. Um er að ræða mjög mikilvægar framkvæmdir þar sem þörf á viðhaldi er orðin mikil. Einnig myndi lenging Þvergarðsins stórbæta möguleika hafnarinnar á móttöku stærri og fleiri skipa og í leiðinni hindra sandburð inn að hafnarminni. Þá eru viðgerðir á Norðurhafnarsvæði og á þekju Bökugarðs nauðsynlegar fyrir þá innviði sem þurfa sannarlega að vera til staðar til að hafnaraðstaðan sé í stakk búin að þjónusta þá starfsemi sem þangað leitar. Ljóst er að hagsmunir sveitarfélagsins eru miklir og tímabært að grípa til aðgerða í takt við það.Skipulags- og framkvæmdaráð - 53. fundur - 17.12.2019

Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að færa fjármuni af verkefni við Bökugarð yfir í kaup og uppsetningu á myndavélabúnaði fyrir
höfnina á Raufarhöfn. Einnig samþykkir ráðið að setja 4,8 milljón í kaup á led ljósum fyrir hafnirnar á Raufarhöfn og Húsavík og mun sá peningur færast af verkefnum við Bökugarð.
Að lokum samþykkir ráðið að setja 1 og hálfa milljón í uppbyggingu verkstæðis fyrir höfnina í nýrri hafnaraðstöðu. Þeir fjármunir koma frá ýmsum verkefnum hafnarinnar þar sem fjármunir hafa ekki verið nýttir árið 2019.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 76. fundur - 01.09.2020

Taka þarf afstöðu til þeirra framkvæmda sem áætlaðar voru á árinu 2020
Fyrir liggur tilllaga að endurskoðaðri framkvæmdaáætlun hafnasjóðs.

1. Gatnakerfi hafnar, viðhald og malbik. Áætlað fjármagn 5 mkr.

2. Þvergarður endurbyggður og lengdur. Áætlað fjármagn 63,3 mkr. Fresta framkvæmd en leggja í hönnunarkostnað, í samráði við Vegagerðarinnar.

3. Bökugarður, viðgerð á þekju. Áætlað fjármagn 13 mkr.

4. Norðurhafnarsvæði, undirlag, malbik og girðingar. Áætlað fjármagn 26 mkr.- frestað, en leggja í hönnunarkostnað 2-3 milljónir.

5. Framkvæmdir vegna færslu fiskivigtar 3-4 milljónir.

6. Dýpkun við Þvergarð, beðið er kostnaðaráætlunar.