Skipulags- og framkvæmdaráð
Dagskrá
1.Fjárhagsáætlun hafnasjóðs 2020.
201909117
Fyrir liggur fjárhagsáætlun hafnasjóðs fyrir árið 2020, lögð fram til fyrstu umræðu.
Þórir Örn Gunnarsson, hafnastjóri Norðurþings kom og gerði grein fyrir áætluninni.
2.Framkvæmdaáætlun hafna 2020
201908059
Framkvæmdaáætlun hafnasjóðs fyrir árið 2020
Hafnastjóri Norðurþings gerði grein fyrir áætluninni.
3.Bygging á íbúðakjarna fyrir fatlaða
201909041
Mikil þörf er á búsetuúrræðum fyrir fatlaða. Nú liggur fyrir kostnaðarmat og staðsetning á nýjum íbúðakjarna. Fyrir fjölskylduráði liggur að taka ákvörðun um það hvort sækja eigi um stofnframlög svo hægt sé að hefja framkvæmdir á næsta ári.
Fjölskylduráð samþykkir að fara í framkvæmd á búsetuúrræði fyrir fatlaða og að sótt verði um stofnframlög til verkefnisins.
Málinu er vísað til skipulags-og framkvæmdaráðs og byggðarráðs.
Fjölskylduráð samþykkir að fara í framkvæmd á búsetuúrræði fyrir fatlaða og að sótt verði um stofnframlög til verkefnisins.
Málinu er vísað til skipulags-og framkvæmdaráðs og byggðarráðs.
Gunnar Hrafn Gunnarsson, framkvæmda og þjónustufulltrúi og Jónas Einarsson, verkefnastjóri á framkvæmdasviði sátu fundinn undir þessum lið.
Jónas gerði grein fyrir málinu.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til afgreiðslu í byggðarráði.
Jónas gerði grein fyrir málinu.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til afgreiðslu í byggðarráði.
4.Hverfisráð Raufarhafnar 2017-2019
201709131
Fyrirliggjandi er fundargerð Hverfisráðs Raufarhafnar.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar ábendingarnar. Það sem verið er að fara í er að skipta um glugga í sundarlaugarhúsi í október.
Endurbæta þarf einnig loftræstibúnað í sundlaugarhúsi. Þessar endurbætur munu fylgja framkvæmdum í október vegna glugga.
Öðrum verkþáttum verður vísað til ákvörðunartöku við fjárhagsætlunargerð árs 2020.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa er falið að svara varðandi sorpmál. Ráðið vísar fyrirspurn varðandi Kottjörn til Orkuveitu Húsavíkur.
Endurbæta þarf einnig loftræstibúnað í sundlaugarhúsi. Þessar endurbætur munu fylgja framkvæmdum í október vegna glugga.
Öðrum verkþáttum verður vísað til ákvörðunartöku við fjárhagsætlunargerð árs 2020.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa er falið að svara varðandi sorpmál. Ráðið vísar fyrirspurn varðandi Kottjörn til Orkuveitu Húsavíkur.
5.Tré lífsins, ósk um afstöðu sveitarfélagsins gagnvart því að opna minningargarð í Norðurþingi.
201909102
Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggur erindi frá "Tré Lífsins" varðandi áhuga á Minningargörðum og afstöðu til opnunar slíkra garða í Norðurþingi.
Ráðið tekur jákvætt í erindið.
6.Aðstaða Tónasmiðjunar í verbúðum við hafnarstétt
201908098
Á fundi fjölskylduráðs þann 2. september 2019 var eftirfarandi bókað;
Tónasmiðjan sem rekin er af ÞÚ skiptir máli forvarnasamtökunum óskar eftir því að kynna starfsemi sína fyrir fjölskylduráði. Einnig óska samtökin eftir því að einnig eftir því að fá aðstöðu í verbúðum á Hafnarstétt á Húsavík. Hópurinn hefur þegar eina verbúð til afnota en telur starfsemi hópsins kalla á stærra húsnæði.
Fjölskylduráð tekur jákvætt í að ÞÚ SKIPTIR MÁLI-forvarnarsamtök kynni starfsemi Tónasmiðjunar fyrir ráðinu og stefnt er á að ráðið heimsæki Tónasmiðjuna í verbúðum á Hafnarstétt. Ráðið felur formanni og íþrótta- og tómstundafulltrúa að finna hentugan fundartíma í samráði við samtökin. Ráðið vísar til skipulags- og framkvæmdaráðs þeim hluta erindisins sem snýr að aðstöðu í verbúðunum.
Tónasmiðjan sem rekin er af ÞÚ skiptir máli forvarnasamtökunum óskar eftir því að kynna starfsemi sína fyrir fjölskylduráði. Einnig óska samtökin eftir því að einnig eftir því að fá aðstöðu í verbúðum á Hafnarstétt á Húsavík. Hópurinn hefur þegar eina verbúð til afnota en telur starfsemi hópsins kalla á stærra húsnæði.
Fjölskylduráð tekur jákvætt í að ÞÚ SKIPTIR MÁLI-forvarnarsamtök kynni starfsemi Tónasmiðjunar fyrir ráðinu og stefnt er á að ráðið heimsæki Tónasmiðjuna í verbúðum á Hafnarstétt. Ráðið felur formanni og íþrótta- og tómstundafulltrúa að finna hentugan fundartíma í samráði við samtökin. Ráðið vísar til skipulags- og framkvæmdaráðs þeim hluta erindisins sem snýr að aðstöðu í verbúðunum.
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að útfæra samning í samstarfi við Fjölskylduráð.
7.Rekstraráætlun 2020 - 10 Umferðar- og samgöngumál
201909123
Til kynningar og umræðu er útgönguspá vegna reksturs umferðar- og samgöngumála fyrir yfirstandandi rekstrarár, ásamt rekstraráætlun vegna rekstrarársins 2020.
Gunnar Hrafn, framkvæmda- og þjónustufulltrúi gerði grein fyrir drögum að áætlun.
8.Rekstraráætlun 2020 - 31 Eignasjóður
201909121
Til kynningar og umræðu er útgönguspá vegna reksturs eignasjóðs fyrir yfirstandandi rekstrarár, ásamt rekstraráætlun vegna rekstrarársins 2020.
Ketill Gauti, umsjónarmaður fasteigna kom og kynnti drög að rekstraráætlun.
9.Rekstraráætlun 2020 - 33 Þjónustumiðstöð
201909122
Til kynningar og umræðu er útgönguspá vegna reksturs Þjónustumiðstöðvar fyrir yfirstandandi rekstrarár, ásamt rekstraráætlun vegna rekstrarársins 2020.
Gunnar Hrafn, framkvæmda- og þjónustufulltrúi gerði grein fyrir rekstraráætlun þjónustumiðstöðvar.
10.Fjárhagsáætlun skipulags- og byggingarmála 2020
201909127
Gaukur Hjartarson, skipulags- og byggingarfulltrúi gerði grein fyrir fjárhagsáætlun fyrir skipulags- og byggingarsvið.
Fundi slitið - kl. 16:00.