Fara í efni

Bygging á íbúðakjarna fyrir fatlaða

Málsnúmer 201909041

Vakta málsnúmer

Fjölskylduráð - 42. fundur - 23.09.2019

Mikil þörf er á búsetuúrræðum fyrir fatlaða. Nú liggur fyrir kostnaðarmat og staðsetning á nýjum íbúðakjarna. Fyrir ráðinu liggur að taka ákvörðun um það hvort sækja eigi um stofnframlög svo hægt sé að hefja framkvæmdir á næsta ári.
Fjölskylduráð samþykkir að fara í framkvæmd á búsetuúrræði fyrir fatlaða og að sótt verði um stofnframlög til verkefnisins.

Málinu er vísað til skipulags-og framkvæmdaráðs og byggðarráðs.

Byggðarráð Norðurþings - 302. fundur - 26.09.2019

Á 42. fundi fjölskylduráðs var tekin til umræðu bygging á íbúðakjarna fyrir fatlaða. Á fundi ráðsins var bókað;

Fjölskylduráð samþykkir að fara í framkvæmd á búsetuúrræði fyrir fatlaða og að sótt verði um stofnframlög til verkefnisins.

Málinu er vísað til skipulags-og framkvæmdaráðs og byggðarráðs.
Hróðný Lund félagsmálastjóri kom inn á fund byggðarráðs og fór yfir málið.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna áfram að undirbúningi málsins s.s. ítarlegra kostnaðarmati.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 45. fundur - 01.10.2019

Mikil þörf er á búsetuúrræðum fyrir fatlaða. Nú liggur fyrir kostnaðarmat og staðsetning á nýjum íbúðakjarna. Fyrir fjölskylduráði liggur að taka ákvörðun um það hvort sækja eigi um stofnframlög svo hægt sé að hefja framkvæmdir á næsta ári.

Fjölskylduráð samþykkir að fara í framkvæmd á búsetuúrræði fyrir fatlaða og að sótt verði um stofnframlög til verkefnisins.

Málinu er vísað til skipulags-og framkvæmdaráðs og byggðarráðs.
Gunnar Hrafn Gunnarsson, framkvæmda og þjónustufulltrúi og Jónas Einarsson, verkefnastjóri á framkvæmdasviði sátu fundinn undir þessum lið.

Jónas gerði grein fyrir málinu.

Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og vísar því til afgreiðslu í byggðarráði.

Byggðarráð Norðurþings - 304. fundur - 10.10.2019

Til fundarins kemur Jónas Einarsson, verkefnisstjóri á framkvæmdasviði til að gera grein fyrir stöðu verkefnisins sem möguleiki er á að komi til framkvæmda á næstu misserum.
Byggðarráð þakkar Jónasi fyrir komuna.

Byggðarráð Norðurþings - 308. fundur - 14.11.2019

Fyrir byggðarráði liggja drög að skipulagi og fjármögnun byggingar íbúðakjarna fyrir fatlaða sem byggja á samskonar verkefni sem unnið var hjá Hafnarfjarðarbæ. Um er að ræða uppbygging nýs íbúðakjarna fyrir fatlaða, með allt að sex íbúðum auk sameiginlegs rýmis og starfsmannaaðstöðu.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við fyrirliggjandi gögn.
Byggðarráð vísar því til skipulags- og framkvæmdaráðs að kanna til hlítar frekari kosti varðandi staðsetningu íbúðarkjarnans og gera samanburð á kostnaði við mismunandi staðsetningu.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 52. fundur - 26.11.2019

Á 308. fundi byggðarráðs var tekið fyrir ofangreint erindi.
Á fundinum var bókað;
"Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna málið áfram í samræmi við fyrirliggjandi gögn.
Byggðarráð vísar því til skipulags- og framkvæmdaráðs að kanna til hlítar frekari kosti varðandi staðsetningu íbúðarkjarnans og gera samanburð á kostnaði við mismunandi staðsetningu".
Jónas Einarsson verkefnastjóri á framkvæmdasviði gerði grein fyrir málinu. Búið er að skoða mögulegar lóðir innan Húsavíkur, í nálægð við miðbæ og þjónustu og er umrædd lóð að Stóragarði 12 talin vera ákjósanlegust.

Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar fyrir kynninguna.

Byggðarráð Norðurþings - 311. fundur - 16.12.2019

Fyrir byggðarráði liggja drög að samþykktum fyrir nýja húsnæðissjálfseignarstofnun vegna byggingar nýs íbúðarkjarna fyrir fatlaða.
Jónas Einarsson sat fundinn undir þessum lið.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að senda drög að samþykktum inn til félagsmálaráðuneytis til umsagnar.

Byggðarráð Norðurþings - 322. fundur - 02.04.2020

Fyrir byggðarráði liggja drög að samþykktum og umsókn vegna byggingar íbúðakjarna fyrir fatlaða einstaklinga til kynningar og umræðu.
Lagt fram til kynningar og verður til umræðu aftur í byggðarráði í næstu viku.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 63. fundur - 07.04.2020

Fyrir skipulags- og framkvæmdaráði liggja drög að samþykktum og umsókn vegna byggingar íbúðakjarna fyrir fatlaða einstaklinga til kynningar og umræðu.
Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri Norðurþings fór yfir grunnþætti málsins og kynnti verkefnið.

Byggðarráð Norðurþings - 323. fundur - 08.04.2020

Fyrir byggðarráði liggur fyrir ákvörðunartaka um hvort sækja eigi um stofnframlag til uppbyggingar sex íbúða kjarna fyrir fatlaða einstaklinga á Húsavík. Afstöðu þarf að taka til:
1) Umsóknar til HMS f.h. Vík hses um stofnframlög til byggingar sex íbúða kjarna fyrir fatlaða á grunni laga um almennar íbúðir.
2)Stofnsamþykkta fyrir óstofnaða húsnæðissjálfseignastofnun (nefnda Vík hses).
3)Tilnefninga í stjórn hins óstofnaða félags.
4)Veitingu stofnframlags Norðurþings til samræmis við umsókn um stofnframlög til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS).
5) Leitað verði til HMS með langtímafjármögnun verkefnisins í huga, en einnig verði kannaður möguleiki á fjármögnun á verkefninu meðal lífeyrissjóða.
6) Óska eftir því að ráðherra veiti undanþágu frá fjölda aðila í fulltrúaráði sjálfseignarstofnunarinnar á grundvelli umsóknar um stofnframlög.
7)Staðfesting á álagningu gjalda Norðurþings 2020.
1. Byggðarráð samþykkir að send verði inn umsókn til Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS) f.h. óstofnaðs félags (Vík hses) um stofnframlög til byggingar sex íbúða kjarna fyrir fatlaða. Ákvörðuninni er vísað til staðfestingar í sveitarstjórn.
2. Byggðarráð samþykkir stofnsamþykktir fyrir Vík hses og vísar þeim til staðfestingar í sveitarstjórn.
3. Byggðarráð tilnefnir Kristján Þór Magnússon, Kolbrúnu Ödu Gunnarsdóttur og Hafrúnu Olgeirsdóttur í stjórn Víkur hses og Berg Elías Ágústsson, Silju Jóhannesdóttur og Helenu Eydísi Ingólfsdóttur í varastjórn. Byggðarráð felur þeim umboð Norðurþings á tilvonandi stofnfundi Víkur hses. Ákvörðuninni er vísað til staðfestingar í sveitarstjórn.
4. Byggðarráð samþykkir veitingu stofnframlags til samræmis við umsókn um stofnframlög til HMS. Ákvörðuninni er vísað til staðfestingar í sveitarstjórn.
5. Byggðarráð samþykkir f.h. óstofnaðs félags (Vík hses) að umsóknin til HMS feli í sér að leitað verði til framangreindrar stofnunar með langtímafjármögnun verkefnisins í huga, en engu að síður verði kannaður möguleiki á fjármögnun meðal lífeyrissjóða. Ákvörðuninni er vísað til staðfestingar í sveitarstjórn.
6. Byggðarráð samþykkir f.h. óstofnaðs félags (Vík hses) að óska eftir því að ráðherra veiti undanþágu frá fjölda aðila í fulltrúaráði sjálfseignarstofnunarinnar.
7. Byggðarráð staðfestir fylgiskjal um álagningu gjalda Norðurþings 2020.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 90. fundur - 02.03.2021

Niðurstaða tilboða á vegagerð til að tengja Stóragarð við nýjan íbúðakjarna.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að leita leiða til að ganga til samninga við lægstbjóðanda. Upphæðin verði tekin af óráðstöfuðu framkvæmdafé.