Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

302. fundur 26. september 2019 kl. 08:30 - 11:45 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Kristján Þór Magnússon
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Silja Jóhannesdóttir varaformaður
  • Hafrún Olgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Dagskrá

1.Ósk um niðurfellingu fasteignaskatts á Héðinsbraut 3a

Málsnúmer 201909059Vakta málsnúmer

Borist hefur ósk frá Örlygi Hnefli Örlygssyni, fyrir hönd Könnunarsafnsins, um niðurfellingu fasteignaskatts á Héðinsbraut 3a. Óskað er eftir undanþágu frá greiðslu fasteignaskatts og endurgreiðslu fasteignaskatts fyrir árin 2015, 2016, 2017, 2018 og 2019.
Byggðarráð frestar málinu og felur sveitarstjóra að afla frekari gagna s.s. ársreikninga og upplýsinga um eignarhald.

2.Heiðarbær veitingar sf., samningur um leigu á félagsheimilinu Heiðarbæ

Málsnúmer 201511006Vakta málsnúmer

Til umræðu í byggðarráði er framtíð rekstrar í Heiðarbæ í Reykjahverfi til næstu ára. Uppgjör við núverandi rekstraraðila mun liggja fyrir eigi síðar en 10. október n.k. og mun þá liggja fyrir hvort auglýst verði eftir nýjum rekstraraðilum.
Lagt fram til kynningar.

3.Staða fjárfestinga og yfirlit yfir viðhald ársins

Málsnúmer 201909092Vakta málsnúmer

Bergur Elías Ágústsson hefur óskað eftir að farið verði yfir stöðu fjárfestinga á árinu og yfirlit yfir viðhald ársins.
Lagt fram til kynningar. Nánari útfærsla verður tekin fyrir á næsta fundi.

4.Kostnaður við vatnsrennibraut við sundlaug Húsavíkur

Málsnúmer 201909093Vakta málsnúmer

Bergur Elías Ágústsson hefur óskað eftir að lagt verði fram yfirlit yfir kostnað við vatnsrennibraut við sundlaug Húsavíkur, óskað er eftir yfirliti yfir allan kostnað frá upphafi til loka verksins.
Heildarkostnaður við vatnsrennibraut við sundlaug Húsavíkur mun liggja fyrir á næstu vikum.

5.Gallupkönnun - Þjónusta sveitarfélaga 2019

Málsnúmer 201909091Vakta málsnúmer

Undanfarin ár hefur Gallup mælt viðhorf íbúa til þjónustu stærstu sveitarfélaga landsins. Niðurstöður nýtast við mat á frammistöðu sveitarfélaga bæði í samanburði við önnur sveitarfélög og fyrri frammistöðu. Eins nýtast þær við forgangsröðun á aðgerðum sveitarfélaga. Samanburður er sýndur milli viðhorfa þeirra sem nota viðkomandi þjónustu reglulega og þeirra sem nota hana ekki.
Byggðarráð samþykkir að taka þátt í þjónustukönnun sveitarfélaga hjá Gallup.

6.Bygging á íbúðakjarna fyrir fatlaða

Málsnúmer 201909041Vakta málsnúmer

Á 42. fundi fjölskylduráðs var tekin til umræðu bygging á íbúðakjarna fyrir fatlaða. Á fundi ráðsins var bókað;

Fjölskylduráð samþykkir að fara í framkvæmd á búsetuúrræði fyrir fatlaða og að sótt verði um stofnframlög til verkefnisins.

Málinu er vísað til skipulags-og framkvæmdaráðs og byggðarráðs.
Hróðný Lund félagsmálastjóri kom inn á fund byggðarráðs og fór yfir málið.

Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna áfram að undirbúningi málsins s.s. ítarlegra kostnaðarmati.

7.Jarðgöng undir Tröllaskaga.

Málsnúmer 201909063Vakta málsnúmer

Borist hefur erindi frá Ólafi Jónssyni þar sem hann hvetur sveitarstjórnir og sambönd sveitarfélaga á Norðurlandi um að sameinast um það að koma á laggirnar verkefnahóp sem myndi skoða möguleika á tvennum jarðgöngum, sem færu úr Hörgárdal yfir í Skíðadal, sem er inn af Svarfaðardal, og þaðan vestur í Kolbeinsdal í Skagafirði.
Lagt fram til kynningar.

8.Gjaldskrá Þjónustan heim 2020

Málsnúmer 201909066Vakta málsnúmer

Á 42. fundi fjölskylduráðs var tekin fyrir gjaldskrá vegna "þjónustan heim" fyrir árið 2020. Á fundi ráðsins var bókað;
Fjölskylduráð samþykkir gjaldskrá "Þjónustan heim" fyrir árið 2020 og vísar henni til staðfestingar í sveitarstjórn.
Lagt fram til kynningar.

9.Hverfisráð Reykjahverfis 2017-2019

Málsnúmer 201709152Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð hverfisráðs Reykjahverfis frá 2. september s.l.
Silja Jóhannesdóttir vék af fundi kl. 10:45.

Byggðarráð vísar í fyrri svör vegna liðar 3. í fundargerðinni samanber 7. grein samþykktar Norðurþings um hverfisráð og samþykktar Norðurþings um kjör kjörinna fulltrúa.

10.Fundargerðir Eyþings 2019-2020

Málsnúmer 201901067Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja fundargerðir 319. til 324. funda Eyþings, ásamt fundargerð aukaaðalfundar frá 9. apríl 2019 og skýrslu stjórnar.
Lagt fram til kynningar.

11.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2020

Málsnúmer 201906029Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri fer yfir stöðu vinnunnar við fjárhagsáætlunargerðina, breytingar á römmum vegna innri leigu, tekjuáætlun 2020 og rekstur málaflokkanna; 21 Sameiginlegur kostnaður, 57 Félagslegar íbúðir, 13 Atvinnumál og 07 Brunamál og almannavarnir.
Einnig verður farið yfir fjármál leikskóla að beiðni Bergs Elíasar Ágústssonar.
Hafrún Olgeirsdóttir vék af fundi kl. 11:30.
Kristján Þór Magnússon vék af fundi kl. 11:40.

Fjármálastjóri fór yfir stöðu fjárhagsáætlunargerðar, málið verður rætt nánar á næsta fundi ráðsins.

Fundi slitið - kl. 11:45.