Fara í efni

Ósk um niðurfellingu fasteignaskatts á Héðinsbraut 3a

Málsnúmer 201909059

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 302. fundur - 26.09.2019

Borist hefur ósk frá Örlygi Hnefli Örlygssyni, fyrir hönd Könnunarsafnsins, um niðurfellingu fasteignaskatts á Héðinsbraut 3a. Óskað er eftir undanþágu frá greiðslu fasteignaskatts og endurgreiðslu fasteignaskatts fyrir árin 2015, 2016, 2017, 2018 og 2019.
Byggðarráð frestar málinu og felur sveitarstjóra að afla frekari gagna s.s. ársreikninga og upplýsinga um eignarhald.

Byggðarráð Norðurþings - 305. fundur - 17.10.2019

Á 302. fundi byggðarráðs Norðurþings þann 26. september s.l. var erindi frá Örlygi Hnefli Örlygssyni, fyrir hönd Könnunarsafnsins, um niðurfellingu fasteignaskatts á Héðinsbraut 3a frestað.
Á fundinum var bókað;

Byggðarráð frestar málinu og felur sveitarstjóra að afla frekari gagna s.s. ársreikninga og upplýsinga um eignarhald.
Byggðarráð telur sér ekki fært að verða við beiðni Könnunarsafnsins um niðurfellingu fasteignaskatts á Héðinsbraut 3a á eftirfarandi forsendum; Rekstraraðili safnsins er ekki eigandi fasteignarinnar og greiðir því ekki sjálfur fasteignaskatt af húsnæðinu. Í athugasemd við ákvæði 5. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga, er vísað til þess að fara skuli eftir safnalögum við mat á því hvaða fasteignir falli undir undanþágu frá greiðslu fasteignaskatts. Öll söfn nema höfuðsöfn þurfa að sækja um viðurkenningu Safnaráðs vilji þau falla undir ákvæði laga er heimila niðurfellingu fasteignaskatts.