Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

305. fundur 17. október 2019 kl. 08:30 - 13:40 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Kristján Þór Magnússon
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Silja Jóhannesdóttir varaformaður
  • Hafrún Olgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Dagskrá

1.Ósk um niðurfellingu fasteignaskatts á Héðinsbraut 3a

Málsnúmer 201909059Vakta málsnúmer

Á 302. fundi byggðarráðs Norðurþings þann 26. september s.l. var erindi frá Örlygi Hnefli Örlygssyni, fyrir hönd Könnunarsafnsins, um niðurfellingu fasteignaskatts á Héðinsbraut 3a frestað.
Á fundinum var bókað;

Byggðarráð frestar málinu og felur sveitarstjóra að afla frekari gagna s.s. ársreikninga og upplýsinga um eignarhald.
Byggðarráð telur sér ekki fært að verða við beiðni Könnunarsafnsins um niðurfellingu fasteignaskatts á Héðinsbraut 3a á eftirfarandi forsendum; Rekstraraðili safnsins er ekki eigandi fasteignarinnar og greiðir því ekki sjálfur fasteignaskatt af húsnæðinu. Í athugasemd við ákvæði 5. gr. laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga, er vísað til þess að fara skuli eftir safnalögum við mat á því hvaða fasteignir falli undir undanþágu frá greiðslu fasteignaskatts. Öll söfn nema höfuðsöfn þurfa að sækja um viðurkenningu Safnaráðs vilji þau falla undir ákvæði laga er heimila niðurfellingu fasteignaskatts.

2.Heiðarbær veitingar sf., samningur um leigu á félagsheimilinu Heiðarbæ

Málsnúmer 201511006Vakta málsnúmer

Á 302. fundi byggðarráðs Norðurþings þann 26. september var til umræðu framtíð rekstrar í Heiðarbæ í Reykjahverfi. Nú liggur fyrir að núverandi rekstraraðili hefur áhuga á að halda áfram rekstri í Heiðarbæ fram til haustsins 2020.
Byggðarráð leggur til að gengið verði til samninga við núverandi rekstraraðila um rekstur Heiðarbæjar til haustsins 2020 og sveitarstjóra er falið að leggja fram samning til staðfestingar í byggðarráði.
Byggðarráð óskar eftir umsögn hverfisráðs Reykjahverfis um framtíðarfyrirkomulag reksturs og/eða eignarhalds Heiðarbæjar frá hausti 2020.

3.Beiðni um tilnefningar í svæðisráð Vatnajökulsþjóðgarð fyrir 25. október n.k.

Málsnúmer 201910068Vakta málsnúmer

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið óskar eftir að Norðurþing tilnefni einn aðalfulltrúa og einn varafulltrúa í svæðisráð norðursvæðis í Vatnajökulsþjóðgarði og að tilnefningarnar berist ráðuneytinu eigi síðar en 25. október n.k.
Byggðarráð hefur nú þegar tilnefnt Kolbrúnu Ödu Gunnarsdóttur sem aðalmann í svæðisráð Vatnajökulsþjóðgarðs og til vara Kristján Friðrik Sigurðsson.

4.Menningarmiðstöð Þingeyinga, framlag aðildarsveitarfélaga stofnunarinnar.

Málsnúmer 201910056Vakta málsnúmer

Borist hefur bréf frá Menningarmiðstöð Þingeyinga þar sem fram kemur að framlög til stofnunarinnar hafi verið ofinnheimt á árunum 2017-2018. Menningarmiðstöðin óskar í bréfinu eftir að fá að halda þeirri umframinnheimtu sem átti sér stað og að framlög til stofnunarinnar byggi framvegis á innheimtum framlögum á árunum 2017-2018.
Byggðarráð samþykkir að Menningarmiðstöðin haldi eftir umframinnheimtu fyrri ára og að framlög verði ekki skert.

5.Staða atvinnumála og mótun atvinnustefnu hjá Norðurþingi

Málsnúmer 201910101Vakta málsnúmer

Bergur Elías Ágústsson hefur óskað eftir að tekin verði fyrir staða atvinnumála og mótun atvinnustefnu hjá Norðurþingi.
Byggðarráð mun taka upp vinnu við stefnuna að lokinni fyrri umræðu um fjárhagsáætlun í sveitarstjórn.

6.Skýrsla Flugklasans - staða október 2019

Málsnúmer 201910087Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur yfirlit yfir starf Flugklasans Air 66N vegna tímabilsins 1. apríl - 11. október 2019.
Lagt fram til kynningar.

7.Tilraunaverkefni um uppbyggingu í húsnæðismálum á landsbyggðinni

Málsnúmer 201809061Vakta málsnúmer

Á 304. fundi byggðarráðs Noðurþings kom Eiríkur Haukur Hauksson, framkvæmdastjóri Búfestis, á fund ráðsins og fór yfir stöðuna varðandi samstarf sveitarfélagsins og Búfestis um tilraunavekefni Íbúðalánasjóðs.
Á fundinum var bókað;
Byggðarráð þakkar Eiríki fyrir komuna og felur sveitarstjóra að gera drög að samkomulagi við Búfesti um uppbyggingu íbúða á grunni tilraunaverkefnis Íbúðalánsjóðs.

Fyrir byggðarráði liggja nú drög að samkomulagi Búfestis og Norðurþings.
Byggðarráð samþykkir framlögð drög og felur sveitarstjóra að ganga frá samkomulaginu.

8.Framlög til stjórnmálasamtaka á árinu 2018

Málsnúmer 201910067Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur bréf Ríkisendurskoðunar vegna framlaga sveitarfélagsins til stjórnmálasamtaka á árinu 2018. Í bréfinu er áréttað að sveitarfélaginu ber skylda til, við greiðslu framlaga á árinu 2019, að ganga úr skugga um að viðkomandi stjórnmálasamtök hafi staðið skil á ársreikningi til Ríkisendurskoðunar í samræmi við ákvæði 8. og 9. gr. laga nr. 162/2006.
Lagt fram til kynningar.

9.EBÍ - Ágóðahlutagreiðsla 2019

Málsnúmer 201910066Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur bréf framkvæmdastjóra EBÍ þar sem fram kemur að hlutdeild Norðurþings í Sameignarsjóði EBÍ er 2,335% og að ágóðahlutargreiðsla ársins verði 1.167.500 krónur.
Lagt fram til kynningar.

10.Efnahags- og viðskiptanefnd: Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak, nr. 86/2011 (staðsetning áfengisverslunar), 53. mál.

Málsnúmer 201910065Vakta málsnúmer

Efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum um verslun með áfengi og tóbak, nr. 86/2011 (staðsetning áfengisverslunar), 53. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 31. október n.k.
Lagt fram til kynningar.

11.Allsherjar- og menntamálanefnd: Til umsagnar tillögu til þingsályktunar um upplýsingarmiðlun um heimilisofbeldismál, 116. mál.

Málsnúmer 201910078Vakta málsnúmer

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskar eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um upplýsingamiðlun um heimilisofbeldismál, 116. mál
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 1. nóvember n.k.
Lagt fram til kynningar.

12.Velferðanefnd: Til umsagnar tillögu til þingsályktunar um orlofshúsnæði örorkulífeyrisþega, 35. mál.

Málsnúmer 201910072Vakta málsnúmer

Velferðarnefnd Alþingis óskar eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um orlofshúsnæði örorkulífeyrisþega, 35. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 1. nóvember n.k.
Lagt fram til kynningar.

13.Umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 253/2019: Verkefni nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu.

Málsnúmer 201910086Vakta málsnúmer

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið kynnir til samráðs mál nr. 253/2019 - Verkefni nefndar um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Umsagnarfrestur er til og með 31.10.2019.
Lagt fram til kynningar.

14.Umhverfis- og samgöngunefnd: Til umsagnar tillögu um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033 og aðgerðaráætlun fyrir árin 2019-2023, 148. mál.

Málsnúmer 201910102Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar eftir umsögn um tillögu um stefnumótandi áætlun í málefnum sveitarfélaga fyrir árin 2019-2033 og aðgerðaáætlun fyrir árin 2019-2023, 148. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 5. nóvember n.k.
Lagt fram til kynningar.

15.Öxafjarðarskóli og fjárhagsáætlun 2020

Málsnúmer 201910064Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Guðrúnu S. Kristjánsdóttur, skólastjóra Öxarfjarðarskóla, þar sem óskað er eftir að ekki verði skorin niður fjárframlög til reksturs Öxarfjarðarskóla á árinu 2020.
Byggðarráð frestar afgreiðslu erindisins þar til fjölskylduráð hefur fjallað um fjárhagsáætlun fræðslusvið.

16.Fjárhagsáætlun skipulags- og byggingarmála 2020

Málsnúmer 201909127Vakta málsnúmer

Á 46. fundi Skipulags- og framkvæmdaráðs Norðurþings þann 8. október s.l. var tekin fyrir fjárhagsáætlun málaflokks 09, skipulags- og byggingarmál.
Á fundi ráðsins var bókað;
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir framlagða tillögu og vísar henni til byggðaráðs.
Lagt fram til kynningar.

17.Fjárhagsáætlun hafnasjóðs 2020.

Málsnúmer 201909117Vakta málsnúmer

Á 47. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs þann 15. október s.l. var tekin fyrir fjárhagsáætlun Hafnasjóðs Norðurþings fyrir árið 2020.
Á fundi ráðsins var bókað;
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir framlagða tillögu og vísar henni til byggðaráðs.
Hjálmar Bogi situr hjá við afgreiðslu málsins.
Lagt fram til kynningar.

18.Rekstraráætlun 2020 - 08 Hreinlætismál

Málsnúmer 201909124Vakta málsnúmer

Á 47. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs þann 15. október s.l. var tekin fyrir fjárhagsáætlun málaflokks 08, hreinlætismál fyrir árið 2020.
Á fundi ráðsins var bókað;
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð að rammi hreinlætismála 08 verði samþykktur samkvæmt fyrirliggjandi áætlun.
Lagt fram til kynningar.

19.Rekstraráætlun 2020 - 10 Umferðar- og samgöngumál

Málsnúmer 201909123Vakta málsnúmer

Á 47. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs þann 15. október s.l. var tekin fyrir fjárhagsáætlun málaflokks 10, umferðar- og samgöngumál fyrir árið 2020.
Á fundi ráðsins var bókað;
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð að rammi Umferðar- og samgöngumála 10 verði samþykktur samkvæmt fyrirliggjandi áætlun.
Lagt fram til kynningar.

20.Rekstraráætlun 2020 - 31 Eignasjóður

Málsnúmer 201909121Vakta málsnúmer

Á 47. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs þann 15. október s.l. var tekin fyrir fjárhagsáætlun Eignasjóðs fyrir árið 2020.
Á fundi ráðsins var bókað;
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð að rammi eignasjóðs 31 verði samþykktur samkvæmt fyrirliggjandi áætlun.
Lagt fram til kynningar.

21.Rekstraráætlun 2020 - 11 Umhverfismál

Málsnúmer 201909125Vakta málsnúmer

Á 47. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs þann 15. október s.l. var tekin fyrir fjárhagsáætlun málaflokks 11, umhverfismál fyrir árið 2020.
Á fundi ráðsins var bókað;
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð að rammi umhverfismála - 11 verði samþykktur samkvæmt fyrirliggjandi áætlun.
Lagt fram til kynningar.

22.Rekstraráætlun 2020 - 33 Þjónustumiðstöð

Málsnúmer 201909122Vakta málsnúmer

Á 47. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs þann 15. október s.l. var tekin fyrir fjárhagsáætlun Þjónustumiðstöðvar Norðurþings fyrir árið 2020.
Á fundi ráðsins var bókað;
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við byggðaráð að rammi þjónustumiðstöðvar 33 verði samþykktur samkvæmt fyrirliggjandi áætlun.
Lagt fram til kynningar.

23.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2020

Málsnúmer 201906029Vakta málsnúmer

Áframhaldandi umræður og yfirferð á stöðu mála í fjárhagsáætlunarvinnunni.

Á 45. fundi fjölskylduráðs þann 14. október var eftirfarandi bókað;

Í ljósi ákvörðunar byggðaráðs um fjárhagsramma fyrir árið 2020 er fræðslufulltrúa falið í samráði við skólastjórnendur að skila fjárhagsáætlun sem miðar við 1,2% lækkun frá fjárhagsáætlun 2019.

Fjölskylduráð óskar eftir við byggðaráð að fjárhagsáætlun félagsmálasviðs verði hækkuð um 27,878.624 kr. miðað við áður útgefinn ramma.

Fjölskylduráð óskar eftir við byggðaráð að fjárhagsáætlun íþrótta- og tómstundasviðs verði hækkuð um 6,860.419 kr. miðað við áður útgefinn ramma.

Fjölskylduráð óskar eftir við byggðaráð að fjárhagsáætlun menningarsviðs verði hækkuð um 8,322.693 kr. miðað við áður útgefinn ramma.

Fjárhagsáætlunum félagsmálasviðs, íþrótta- og tómstundasviðs og menningarsviðs er vísað til byggðaráðs.
Byggðarráð fór yfir rekstur málaflokka og óskar eftir að fjölskylduráð fari nánar yfir fjárhagsáætlanir og ítrekar ósk um að ráðið leggi fram, til hvaða aðgerða þarf að grípa svo hægt sé að halda áætlun.
Byggðarráð samþykkir framlagðar breytingar og tilfærslur á milli málaflokka og sjóða skipulags- og framkvæmdaráðs.

Fundi slitið - kl. 13:40.