Fara í efni

Tilraunaverkefni um uppbyggingu í húsnæðismálum á landsbyggðinni

Málsnúmer 201809061

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 265. fundur - 25.09.2018

Samþykkt hefur verið að sveitarfélagið sæki um að gerast aðili að tilraunverkefni í húsnæðismálum sem Íbúðalánasjóður mun hafa veg og vand af. Fyrir fundinum liggja til kynningar vinnuskjöl vegna umsóknarinnar sem send verður Íbúðalánasjóði fyrir 30. september nk.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að ganga frá umsókn og senda fyrir hönd Norðurþings í samráði við samstarfsaðilana.

Byggðarráð Norðurþings - 297. fundur - 08.08.2019

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Sigrúnu Ástu Magnúsdóttur framkvæmdastjóra greininga- og áætlanasviðs Íbúðalánasjóðs varðandi tillögur félagsmálaráðherra til þess að styrkja húsnæðismarkað á landsbyggðinni.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að svara erindinu og koma sjónarmiðum ráðsins á framfæri um mikilvægi þess að hægt sé að hefjast handa sem fyrst við verklegar framkvæmdir þróunarverkefnisins sem Norðurþing er aðili að.

Byggðarráð Norðurþings - 304. fundur - 10.10.2019

Til fundar við byggðarráð kemur Eiríkur Haukur Hauksson, framkvæmdastjóri Búfestis og fer yfir stöðuna er varðar samstarf sveitarfélagsins og Búfestis um tilraunverkefni Íbúðalánasjóðs.
Jónas H. Einarsson verkefnisstjóri sat fundinn undir þessum lið.

Byggðarráð þakkar Eiríki fyrir komuna og felur sveitarstjóra að gera drög að samkomulagi við Búfesti um uppbyggingu íbúða á grunni tilraunaverkefnis Íbúðalánsjóðs.

Byggðarráð Norðurþings - 305. fundur - 17.10.2019

Á 304. fundi byggðarráðs Noðurþings kom Eiríkur Haukur Hauksson, framkvæmdastjóri Búfestis, á fund ráðsins og fór yfir stöðuna varðandi samstarf sveitarfélagsins og Búfestis um tilraunavekefni Íbúðalánasjóðs.
Á fundinum var bókað;
Byggðarráð þakkar Eiríki fyrir komuna og felur sveitarstjóra að gera drög að samkomulagi við Búfesti um uppbyggingu íbúða á grunni tilraunaverkefnis Íbúðalánsjóðs.

Fyrir byggðarráði liggja nú drög að samkomulagi Búfestis og Norðurþings.
Byggðarráð samþykkir framlögð drög og felur sveitarstjóra að ganga frá samkomulaginu.

Sveitarstjórn Norðurþings - 99. fundur - 18.02.2020

Nú liggur fyrir að Búfesti hsf. í samstarfi við Faktabygg ætlar sér að reisa 12 nýjar íbúðir, annarsvegar við Grundargarð 2 og hinsvegar við Ásgarðsveg 27 á árinu 2020. Samkomulag um úthlutun lóðanna sem byggði á grunni tilraunaverkefnis Íbúðalánasjóðs í samstarfi við Norðurþing var samþykkt 17. október 2019 og liggur nú fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.
Til máls tóku: Hjálmar, Kristján og Hrund.


Sveitarstjórn staðfestir samkomulagið samhljóða.