Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

297. fundur 08. ágúst 2019 kl. 08:30 - 11:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Kristján Þór Magnússon
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Silja Jóhannesdóttir varaformaður
  • Hafrún Olgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir varamaður
Starfsmenn
  • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Dagskrá
Silja Jóhannesdóttir tekur þátt í fundinum í gegnum síma.

1.Tilraunaverkefni um uppbyggingu í húsnæðismálum á landsbyggðinni

Málsnúmer 201809061Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur erindi frá Sigrúnu Ástu Magnúsdóttur framkvæmdastjóra greininga- og áætlanasviðs Íbúðalánasjóðs varðandi tillögur félagsmálaráðherra til þess að styrkja húsnæðismarkað á landsbyggðinni.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að svara erindinu og koma sjónarmiðum ráðsins á framfæri um mikilvægi þess að hægt sé að hefjast handa sem fyrst við verklegar framkvæmdir þróunarverkefnisins sem Norðurþing er aðili að.

2.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2020

Málsnúmer 201906029Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja fyrstu drög að tekjuáætlun vegna fjárhagsáætlunar 2020 og þriggja ára áætlunar 2021-2023.
Lagt fram til kynningar.

3.Rekstur Norðurþings 2019

Málsnúmer 201904112Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur yfirlit yfir þróun útsvarstekna fyrstu sjö mánuði ársins og heildarrekstraryfirlit vegna fyrstu sex mánaða ársins.
Lagt fram til kynningar.

4.Útistandandi skuldir lögaðila vð sveitarfélagið Norðurþing

Málsnúmer 201908027Vakta málsnúmer

Bergur Elías Ágústsson hefur óskað eftir að fyrir byggðarráð verði lagður fram listi yfir skuldir lögaðila sem voru útistandi eru tveggja mánaða og eldri.
Lagt fram til kynningar og sveitarstjóra falið að fylgja eftir hagsmunum sveitarfélagsins varðandi innheimtumál.

5.Búðarárgil og Suðurfjara

Málsnúmer 201908028Vakta málsnúmer

Bergur Elías Ágústsson hefur óskað eftir sundurliðun á kostnaði vegna framkvæmda við upptöku Búðarárgils, Búðarár og mótun árfarvegsins frá upphafi verks til loka hjá Norðurþingi annarsvegar og Orkuveitu Húsavíkur hinsvegar. Einnig er spurt að því hvort Hafnarsjóður Norðurþings beri einhvern kostnað vegna framkvæmda þessu tengdu.
Lagt fram til kynningar.
Áfallinn kostnaður við framkvæmdir í Búðarárgili og Suðurfjöru er í dag 51 milljón og þar af hlutur Orkuveitu Húsavíkur ohf. 13,7 milljónir.

6.Aðalfundarboð Rifóss hf. 2019

Málsnúmer 201908024Vakta málsnúmer

Boðað er til aðalfundar Rifóss hf. mánudaginn 19. ágúst í Skúlagarði.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að fara með umboð sveitarfélagsins á fundinum og Helenu Eydísi Ingólfsdóttur til vara.

7.Orkuveita Húsavíkur ohf - 195

Málsnúmer 1907007FVakta málsnúmer

Til máls tóku undir lið 1; Bergur Elías, Kristján og Silja.
Til máls tóku undir lið 3; Bergur Elías, Silja og Hafrún.
Til máls tóku undir lið 9; Bergur Elías, Silja, Helena, Hafrún og Kolbrún Ada.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:00.