Fara í efni

Sveitarstjórn Norðurþings

99. fundur 18. febrúar 2020 kl. 16:15 - 20:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir Forseti
  • Hjálmar Bogi Hafliðason 1. varaforseti
  • Silja Jóhannesdóttir 2. varaforseti
  • Kristján Þór Magnússon aðalmaður
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir aðalmaður
  • Heiðbjört Þóra Ólafsdóttir aðalmaður
  • Hafrún Olgeirsdóttir aðalmaður
  • Hrund Ásgeirsdóttir aðalmaður
  • Bylgja Steingrímsdóttir 1. varamaður
Starfsmenn
  • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
  • Berglind Jóna Þorláksdóttir Ritari
Fundargerð ritaði: Berglind Jóna Þorláksdóttir skrifstofu- og skjalastjóri
Dagskrá

1.Norðurþing, kosning í nefndir til eins árs, fjögurra ára og tilnefningar á aðalfundi 2018-2022

Málsnúmer 201806044Vakta málsnúmer

Guðbjartur Ellert Jónsson hefur flutt lögheimili sitt úr Norðurþingi, því tekur Hafrún Olgeirsdóttir við sem aðalmaður í sveitarstjórn fyrir E-lista út kjörtímabilið og Kristján Friðrik Sigurðsson sem varamaður hennar.

Fyrir sveitarstjórn liggja eftirfarandi breytingar í nefndum og ráðum innan Norðurþings hjá fulltrúum E - lista vegna flutnings Guðbjarts:

Sem áheyrnarfulltrúi í byggðarráði verður Hafrún Olgeirsdóttir og til vara er Kristján Friðrik Sigurðsson

Landsþing SÍS - Varamaður kemur inn Hafrún Olgeirsdóttir í stað Guðbjarts.
Eyþing aðalfundur - Hafrún Olgeirsdóttir kemur inn sem aðalmaður í stað Guðbjarts.
Héraðsnefnd Þingeyinga bs. fulltrúaráð - Hafrún Olgeirsdóttir kemur inn sem aðalmaður og Kristján Friðrik Sigurðsson sem varamaður
Menningarmiðstöð Þingeyinga (MMÞ) fulltrúaráð - Hafrún Olgeirsdóttir kemur inn sem aðalmaður og Kristján Friðrik Sigurðsson sem varamaður
Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga bs. fulltrúaráð - Hafrún Olgeirsdóttir kemur inn sem aðalmaður og Kristján Friðrik Sigurðsson sem varamaður
Samþykkt samhljóða.

2.Erindi Bakkakróks til Norðurþings vegna Bakkavegs 4

Málsnúmer 202001131Vakta málsnúmer

Á 57. fundur skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð tekur jákvætt í erindið og leggur til við sveitarstjórn að nýtingarhlutfallið lóðarinnar verði 0,15 í stað 0,40 í ljósi annmarka á nýtingarmöguleikum á lóðinni. Ráðið felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa og sveitarstjóra að hefja viðræður um mögulega uppbyggingu innviða á svæðinu.
Til máls tóku: Silja, Hjálmar, Kristján og Kolbrún Ada.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

3.Erindi frá Búfesti hsf. Ósk um samþykki fyrir fráviki frá gildandi deiliskipulagi að Grundargarði 2 og Ásgarðsvegi 27

Málsnúmer 201911066Vakta málsnúmer

Á 57. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagsbreytingin verði samþykkt eins og hún var kynnt.
Til máls tóku: Silja, Hafrún, Kristján og Hjálmar.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

4.Breyting á aðalskipulagi vegna fiskeldis á Kópaskeri

Málsnúmer 201909029Vakta málsnúmer

Á 58. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að breyting aðalskipulags verði samþykkt eins og hún var kynnt. Skipulags- og byggingarfulltrúa verði falinn frekari framgangur skipulagsbreytingarinnar.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

5.Deiliskipulag vegna fiskeldis á Röndinni Kópaskeri

Málsnúmer 201811029Vakta málsnúmer

Á 58. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs fjallaði ráðið um þær athugasemdir sem bárust á kynningartíma skipulagstillögunnar. Skipulagstillögunni var breytt nokkuð í ljósi athugasemdanna eins og nánar er bókað í fundargerð ráðsins. Ráðið leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt með áorðnum breytingum og gildistaka þess auglýst þegar breyting aðalskipulags hefur tekið gildi.
Til máls tóku: Silja og Hjálmar.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

6.Breyting á aðalskipulagi vegna hjúkrunarheimilis

Málsnúmer 201910111Vakta málsnúmer

Á 58. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði óbreytt kynnt til samræmis við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

7.Tilraunaverkefni um uppbyggingu í húsnæðismálum á landsbyggðinni

Málsnúmer 201809061Vakta málsnúmer

Nú liggur fyrir að Búfesti hsf. í samstarfi við Faktabygg ætlar sér að reisa 12 nýjar íbúðir, annarsvegar við Grundargarð 2 og hinsvegar við Ásgarðsveg 27 á árinu 2020. Samkomulag um úthlutun lóðanna sem byggði á grunni tilraunaverkefnis Íbúðalánasjóðs í samstarfi við Norðurþing var samþykkt 17. október 2019 og liggur nú fyrir sveitarstjórn til staðfestingar.
Til máls tóku: Hjálmar, Kristján og Hrund.


Sveitarstjórn staðfestir samkomulagið samhljóða.

8.Viðauki fjárhagsáætlun 2020

Málsnúmer 202002041Vakta málsnúmer

Á 316. fundi byggðarráðs lá til umræðu viðauki við fjárhagsáætlun Norðurþings 2020 vegna óskar Eyþings um viðbótarframlag til reksturs á árinu vegna sérstakra aðstæðna. Eftirfarandi bókað:

Byggðarráð samþykkir framlagðan viðauka sem gerir ráð fyrir 1.478.785 króna viðbótarframlagi til málaflokks 21 - Sameiginlegur kostnaður, sem mætt verður með lækkun á handbæru fé.
Byggðarráð vísar viðaukanum til samþykktar í sveitarstjórn.
Til máls tók: Hjálmar og Kolbrún Ada.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirlagðan viðauka vegna dómssáttar.

9.Árgjöld sveitarfélaga til SSNE 2020

Málsnúmer 202002016Vakta málsnúmer

Árgjald Norðurþings til SSNE 2020 er kr. 6.722.820.

Á 315. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð samþykkir framlagða áætlun og vísar henni til staðfestingar í sveitarstjórn.
Til máls tóku: Silja, Hafrún, Kristján, Hjálmar og Helena.

Silja vék af fundi undir þessum lið og Benóný kom inn í hennar stað undir afgreiðslu málsins.

Sveitarstjórn staðfestir framlagða áætlun með atkvæðum Benónýs, Hafrúnar, Heiðbjartar, Helenu, Kristjáns og Kolbrúnar Ödu.

Bylgja, Hjálmar og Hrund sitja hjá.

10.Endurgreiðsluhlutfall vegna réttindasafns Lífeyrissjóðs starfsmanna Húsavíkurkaupstaðar

Málsnúmer 202001140Vakta málsnúmer

Á 314. fundi byggðarráðs var farið yfir álit tryggingarstærðfræðings hjá Brú lífeyrissjóði sem taldi að nauðsynlegt væri að hækka endurgreiðsluhlutfalli launagreiðenda á greiddum lífeyri í réttindasafni Lífeyrissjóðs starfsmanna Húsavíkurkaupstaðar fyrir árið 2020 úr 0,69 í 0,71.

Samkvæmt samþykktum sjóðsins þarf sveitarstjórn að ákveða endurgreiðsluhlutfallið að fenginni tillögu tryggingastærðfræðings og sjóðsstjórnar.

Á umræddum fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð leggur til að erindið verði samþykkt og vísar ákvörðuninni til sveitarstjórnar.
Sveitarstjórn samþykkir erindið samhljóða.

11.Samstarfssamningur um starf fjölmenningarfulltrúa

Málsnúmer 202001158Vakta málsnúmer

Norðurþing, Skútustaðahreppur og Þingeyjarsveit hafa gert með sér samstarfssamning um starf fjölmenningarfulltrúa í sveitarfélögunum þremur. Norðurþing hafði ráðið starfsmann í 50%, en með samningnum bætast við önnur 50% og starfsmaðurinn mun því sinna 100% starfi fjölmenningarfultrúa þriggja sveitarfélaga. Meðal annars mun fjölmenningarfulltrúi annast upplýsingagjöf til nýrra íbúa, annast gerð kynningarefnis fyrir nýja íbúa og tengslamyndun við þann hóp. Fjölmenningarfulltrúi greinir upplýsingar um stöðu nýrra íbúa í sveitarfélaginu, stuðlar að samstarfi á milli þeirra sem koma að málefnum nýrra íbúa og innflytjenda, stuðlar að fjölbrettu og fjölmenningarlegu samfélagi á starfssvæði sínu og tekur þátt í stefnumótun fjölmenningarmála ásamt því að vinna eftir stefnu sveitarfélaganna í málaflokknum hverju sinni.

Á 315. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð staðfestir fyrirliggjandi samning og vísar honum til afgreiðslu í sveitarstjórn.
Til máls tóku: Kristján og Hjálmar.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samning.

12.Samningur um félagsþjónustu

Málsnúmer 202001019Vakta málsnúmer

Á 53. fundi fjölskylduráðs var eftirfarandi bókað:
Félagsmálastjóri kynnti samning um félagsþjónustu eins og hann liggur fyrir.
Ráðið samþykkir fyrir sitt leyti viðkomandi samning og vísar honum til samþykktar í sveitarstjórn með fyrirvara um að endanlega útgáfa samningsins liggi fyrir sveitarstjórn.


Á 98. fundi sveitarstjórnar var eftirfarandi bókað:
Til máls tóku Kristján og Kolbrún Ada.
Kolbrún Ada leggur til að liðnum verði frestað til næsta sveitarstjórnarfundar.
Samþykkt samhljóða.
Til máls tóku: Kristján og Silja.

Sveitarstjórn samþykkir fyrirliggjandi samning samhljóða.

13.Eignarráð og nýting fasteigna - frumvarp í samráðsgátt

Málsnúmer 202002057Vakta málsnúmer

Athygli sveitarfélaga hefur verið vakin á drögum að frumvarpi sem forsætisráðuneytið hefur birt til umsagnar í samráðsgátt. Markmið frumvarpsins er að skapa stjórnvöldum betri yfirsýn og möguleika til að stýra þróun eignarráða og nýtingar fasteigna, þ.m.t. jarða, í samræmi við landkosti og með hagsmuni samfélagsins og komandi kynslóða að leiðarljósi. Í þessu skyni eru lagðar til breytingar á eftirtöldum fjórum lagabálkum: Lögum um eignarrétt og afnotarétt fasteigna nr. 19/1966, þinglýsingalögum nr. 39/1978, lögum um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001 og jarðalögum nr. 81/2004.

Hlekkur á drögin að frumvarpinu: https://samradsgatt.island.is/oll-mal/$Cases/Details/?id=2623
Lagt fram til kynningar.

14.Örnefni í landi Húsavíkur

Málsnúmer 202002055Vakta málsnúmer

Hjálmar Bogi leggur til við sveitarstjórn Norðurþings að hafin verði vinna við endurútgáfu á kortabókinni, Húsavíkurland - örnefni og söguminjar í samstarfi við Safnahúsið á Húsavík.
Til máls tóku: Hjálmar, Helena, Silja, Kolbrún Ada, Hafrún og Kristján.

Helena leggur til eftirfarandi tillögu:
Helena Eydís Ingólfsdóttir leggur til að stjórn Menningarmiðstöðvar fjalli um og taki afstöðu til þess hvort tilefni er til endurútgáfu á bókinni Húsavíkurland - örnefni og söguminjar.

Hjálmar leggur til að tillögu Helenu verði vísað frá.
Frávísunartillagan er samþykkt með atkvæðum Bylgju, Hafrúnar, Hjálmars og Hrundar.
Helena er á móti frávísunartillögunni.
Heiðbjört, Kristján, Kolbrún Ada og Silja sitja hjá.



Hjálmar leggur til eftirfarandi tillögu:
Hjálmar Bogi Hafliðason leggur til við sveitarstjórn Norðurþings að hafin verði vinna við endurútgáfu á kortabókinni, Húsavíkurland - örnefni og söguminjar í samstarfi við Safnahúsið á Húsavík. Málinu verði vísað til Fjölskylduráðs til úrvinnslu. Bókinni skal sömuleiðis koma í rafrænt form. Árið 1994 gaf Safnahúsið á Húsavík umrædda bók út og á höfundarréttinn. Bókin hefur að geyma örnefnaskrá, örnefnakort, loftmyndir, upplýsingar um gömul hús á Húsavík og fleira. Bókin hefur mikið menningarlegt gildi. Undirritaður hefur þegar rætt við forstöðumann Safnahússins á Húsavík sem hefur lýst áhuga sínum á verkefninu.
Tillagan er samþykkt með atkvæðum Bylgju, Hafrúnar, Hjálmars, Hrundar og Kolbrúnar Ödu.
Helena og Silja greiða atkvæði á móti tillögunni.
Heiðbjört og Kristján sitja hjá.





15.Gallupkönnun - Þjónusta sveitarfélaga 2019

Málsnúmer 201909091Vakta málsnúmer

Hjálmar Bogi Hafliðason og Hafrún Olgeirsdóttir óska eftir umræðum í sveitarstjórn Norðurþings um niðurstöður þjónustukönnunar Gallup fyrir árið 2019.
Til máls tóku: Hafrún, Kristján, Silja, Kolbrún Ada og Hjálmar.

Lagt fram til kynningar.

16.Ósk um umræður um sameiningu Atvinnuþróunarfélags Eyfirðinga (AE), Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga (AÞ) og Eyþings, sambands sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum.

Málsnúmer 202002056Vakta málsnúmer

Hafrún og Hjálmar Bogi óska eftir umræðum um sameiningu Atvinnuþróunarfélags Eyfirðinga (AE), Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga (AÞ) og Eyþings, sambands sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum.
Til máls tóku: Silja, Hjálmar, Kristján, Hafrún, Helena og Kolbrún Ada.

Silja vék af fundi undir þessum lið.

Lagt fram.

17.Fjarfundamenning í Norðurþingi

Málsnúmer 202001122Vakta málsnúmer

Á 56. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til að sveitarstjórn Norðurþings taki upp samþykktir sveitarfélagsins og skilgreini ákveðna fjarfundarstaði innan sveitarfélagsins.
Til máls tóku: Kolbrún Ada, Hafrún, Silja og Helena.

Kolbrún Ada leggur fram eftirfarandi tillögu:
Nú hefur sveitarstjórn Norðurþings unnið eftir nýjum samþykktum í tvö ár. Að mati undirritaðar eru nokkrir þættir sem mættu betur fara í samþykktunum og einhverja þætti þarf að skýra betur.
Því legg ég til að samþykktir Norðurþings verði teknar upp og farið í lagfæringar á þeim. Oddvitar framboða komi sér saman um vinnuferli og hann verði lagður fyrir sveitarstjórn á fundi hennar í apríl 2020.
Kolbrún Ada Gunnarsdóttir
fulltrúi v-lista

Tillagan er samþykkt samhljóða.

18.Ósk um heimild um að breyta megi heiti Húsavíkurvallar

Málsnúmer 202002072Vakta málsnúmer

Völsungur óskar eftir heimild um að breyta megi heiti Húsavíkurvallar og hann beri heiti fyrirtækis/styrktaraðila gegn heildarsamningi við viðkomandi fyrirtækis við Völsung.
Til máls tók: Hafrún.

Sveitarstjórn samþykkir erindið samhljóða.

19.Skýrsla sveitarstjóra

Málsnúmer 201605083Vakta málsnúmer

Kristján Þór Magnússon gerði grein fyrir þeim ýmsu verkefnum sem unnið hefur verið að síðastliðinn mánuð.
Til máls tók: Kristján.

Lagt fram til kynningar.

20.Skipulags- og framkvæmdaráð - 56

Málsnúmer 2001013FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 56. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Lagt fram til kynningar.

21.Skipulags- og framkvæmdaráð - 57

Málsnúmer 2001016FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 57. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Lagt fram til kynningar.

22.Skipulags- og framkvæmdaráð - 58

Málsnúmer 2002002FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 58. fundar skipulags- og framkvæmdaráðs.
Lagt fram til kynningar.

23.Fjölskylduráð - 54

Málsnúmer 2001011FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 54. fundar fjölskylduráðs.
Til máls tóku undir lið 2 "Skíðasvæði í Reyðarárhnjúk": Hjálmar og Kristján.

Til máls tóku undir lið 4 "Skólastefna Norðurþings - Endurskoðun": Hjálmar, Hafrún, Heiðbjört, Helena, Kolbrún Ada, Silja og Kristján.

Aðrir liðir fundargerðarinnar lagðir fram til kynningar.

24.Fjölskylduráð - 55

Málsnúmer 2002001FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 55. fundar fjölskylduráðs.
Lagt fram til kynningar.

25.Byggðarráð Norðurþings - 314

Málsnúmer 2001014FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 314. fundar byggðarráðs.
Lagt fram til kynningar.

26.Byggðarráð Norðurþings - 315

Málsnúmer 2001015FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 315. fundar byggðarráðs.
Lagt fram til kynningar.

27.Byggðarráð Norðurþings - 316

Málsnúmer 2002003FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 316. fundar byggðarráðs.
Lagt fram til kynningar.

28.Orkuveita Húsavíkur ohf - 201

Málsnúmer 2001010FVakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fundargerð 201. fundar Orkuveitu Húsavíkur ohf..
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 20:00.