Fara í efni

Örnefni í landi Húsavíkur

Málsnúmer 202002055

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Norðurþings - 99. fundur - 18.02.2020

Hjálmar Bogi leggur til við sveitarstjórn Norðurþings að hafin verði vinna við endurútgáfu á kortabókinni, Húsavíkurland - örnefni og söguminjar í samstarfi við Safnahúsið á Húsavík.
Til máls tóku: Hjálmar, Helena, Silja, Kolbrún Ada, Hafrún og Kristján.

Helena leggur til eftirfarandi tillögu:
Helena Eydís Ingólfsdóttir leggur til að stjórn Menningarmiðstöðvar fjalli um og taki afstöðu til þess hvort tilefni er til endurútgáfu á bókinni Húsavíkurland - örnefni og söguminjar.

Hjálmar leggur til að tillögu Helenu verði vísað frá.
Frávísunartillagan er samþykkt með atkvæðum Bylgju, Hafrúnar, Hjálmars og Hrundar.
Helena er á móti frávísunartillögunni.
Heiðbjört, Kristján, Kolbrún Ada og Silja sitja hjá.



Hjálmar leggur til eftirfarandi tillögu:
Hjálmar Bogi Hafliðason leggur til við sveitarstjórn Norðurþings að hafin verði vinna við endurútgáfu á kortabókinni, Húsavíkurland - örnefni og söguminjar í samstarfi við Safnahúsið á Húsavík. Málinu verði vísað til Fjölskylduráðs til úrvinnslu. Bókinni skal sömuleiðis koma í rafrænt form. Árið 1994 gaf Safnahúsið á Húsavík umrædda bók út og á höfundarréttinn. Bókin hefur að geyma örnefnaskrá, örnefnakort, loftmyndir, upplýsingar um gömul hús á Húsavík og fleira. Bókin hefur mikið menningarlegt gildi. Undirritaður hefur þegar rætt við forstöðumann Safnahússins á Húsavík sem hefur lýst áhuga sínum á verkefninu.
Tillagan er samþykkt með atkvæðum Bylgju, Hafrúnar, Hjálmars, Hrundar og Kolbrúnar Ödu.
Helena og Silja greiða atkvæði á móti tillögunni.
Heiðbjört og Kristján sitja hjá.





Fjölskylduráð - 64. fundur - 25.05.2020

Á 99. fundi sveitarstjórnar Norðurþings var samþykkt eftirfarandi tillaga Hjálmars Boga:

Hjálmar leggur til eftirfarandi tillögu:
Hjálmar Bogi Hafliðason leggur til við sveitarstjórn Norðurþings að hafin verði vinna við endurútgáfu á kortabókinni, Húsavíkurland - örnefni og söguminjar í samstarfi við Safnahúsið á Húsavík. Málinu verði vísað til Fjölskylduráðs til úrvinnslu. Bókinni skal sömuleiðis koma í rafrænt form. Árið 1994 gaf Safnahúsið á Húsavík umrædda bók út og á höfundarréttinn. Bókin hefur að geyma örnefnaskrá, örnefnakort, loftmyndir, upplýsingar um gömul hús á Húsavík og fleira. Bókin hefur mikið menningarlegt gildi. Undirritaður hefur þegar rætt við forstöðumann Safnahússins á Húsavík sem hefur lýst áhuga sínum á verkefninu.
Fjölskylduráð felur fjölmenningarfulltrúa að funda fyrir lok septembermánaðar með fulltrúa Menningarmiðstöðvar Þingeyinga og forsvarsmanni Urðarbrunns til að kanna áhuga þeirra á verkefninu.

Fjölskylduráð - 81. fundur - 11.01.2021

Fjölskylduráð hefur til umfjöllunar mál er varðar endurútáfu á bókinni Örnefni í landi Húsavíkur.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi hefur haft samband við Menningarmiðstöð Þingeyinga vegna málsins. MMÞ mun vinna kostnaðaráætlun og meta umsvif verkefnisins og senda til Norðurþings.

Málið var áður á dagskrá hjá Sveitarstjórn Norðurþings þann 18.2.2020 og hjá Fjölskylduráði 25.05.2020.
Fjölskylduráð felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að gera ráðinu grein fyrir málinu að nýju þegar frekari upplýsingar frá MMÞ liggja fyrir.