Fara í efni

Samstarfssamningur um starf fjölmenningarfulltrúa

Málsnúmer 202001158

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 315. fundur - 06.02.2020

Norðurþing hefur gert samstarfssamning um starf fjölmenningarfulltrúa við sveitarfélögin Skútustaðahrepp og Þingeyjarsveit. Samningurinn er til kynningar í byggðarráði og gildir frá 1. janúar 2020.
Byggðarráð staðfestir fyrirliggjandi samning og vísar honum til afgreiðslu í sveitarstjórn.

Sveitarstjórn Norðurþings - 99. fundur - 18.02.2020

Norðurþing, Skútustaðahreppur og Þingeyjarsveit hafa gert með sér samstarfssamning um starf fjölmenningarfulltrúa í sveitarfélögunum þremur. Norðurþing hafði ráðið starfsmann í 50%, en með samningnum bætast við önnur 50% og starfsmaðurinn mun því sinna 100% starfi fjölmenningarfultrúa þriggja sveitarfélaga. Meðal annars mun fjölmenningarfulltrúi annast upplýsingagjöf til nýrra íbúa, annast gerð kynningarefnis fyrir nýja íbúa og tengslamyndun við þann hóp. Fjölmenningarfulltrúi greinir upplýsingar um stöðu nýrra íbúa í sveitarfélaginu, stuðlar að samstarfi á milli þeirra sem koma að málefnum nýrra íbúa og innflytjenda, stuðlar að fjölbrettu og fjölmenningarlegu samfélagi á starfssvæði sínu og tekur þátt í stefnumótun fjölmenningarmála ásamt því að vinna eftir stefnu sveitarfélaganna í málaflokknum hverju sinni.

Á 315. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:

Byggðarráð staðfestir fyrirliggjandi samning og vísar honum til afgreiðslu í sveitarstjórn.
Til máls tóku: Kristján og Hjálmar.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi samning.