Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

315. fundur 06. febrúar 2020 kl. 10:00 - 12:00 í Hnitbjörgum, Raufarhöfn
Nefndarmenn
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Benóný Valur Jakobsson varamaður
  • Kristján Friðrik Sigurðsson varamaður
Starfsmenn
  • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Dagskrá
Bergur Elías Ágústsson og Kristján Friðrik Sigurðsson tóku þátt í fundinum í gegnum fjarfundabúnað.

1.Norðurhjari - ósk um áframhaldandi samstarf

Málsnúmer 201911061Vakta málsnúmer

Norðurhjari - ferðaþjónustusamtök leita eftir áframhaldandi samstarfi við Norðurþing um vöxt og viðgang Norðurhjara á grundvelli samnings sem undirritaður var í október 2019. Á fund ráðsins kemur Halldóra Gunnarsdóttir verkefnastjóri Norðurhjara.
Byggðarráð þakkar Halldóru fyrir komuna og kynninguna á starfsemi Norðurhjara. Byggðarráð heldur áfram umræðu um málið og afgreiðir á næsta fundi sínum.

2.Samstarfssamningur um starf fjölmenningarfulltrúa

Málsnúmer 202001158Vakta málsnúmer

Norðurþing hefur gert samstarfssamning um starf fjölmenningarfulltrúa við sveitarfélögin Skútustaðahrepp og Þingeyjarsveit. Samningurinn er til kynningar í byggðarráði og gildir frá 1. janúar 2020.
Byggðarráð staðfestir fyrirliggjandi samning og vísar honum til afgreiðslu í sveitarstjórn.

3.Viðbragðsáætlun - Kórónaveiran

Málsnúmer 202002009Vakta málsnúmer

Samband íslenskra sveitarfélaga hefur sent sveitarfélögum leiðbeiningar til framlínustarfsmanna og link á landsáætlun um heimsfaraldur inflúensu vegna Kórónaveirunnar; https://www.almannavarnir.is/utgefid-efni/landsaaetlun-um-heimsfaraldur-influensu/?wpdmdl=20834. Einnig er benta á ítarlegar upplýsingar á heimasíðu landlæknis; https://www.landlaeknir.is/koronaveira/
Byggðarráð vísar leiðbeiningunum til fjölskylduráðs og skipulags- og framkvæmdaráðs til kynningar.

4.Áður áformað aukaþing SSNE í febrúar 2020

Málsnúmer 202002014Vakta málsnúmer

Samkvæmt starfsáætlun SSNE sem samþykkt var á ársþingi Eyþings þann 15. nóvember sl. var áætlað að boða til aukaþings í fyrstu viku febrúar 2020 til að manna stöður í úthlutunarnefnd og fagráðum Uppbyggingarsjóðs - í samræmi við ákvæði 15. (um úthlutunarnefnd) og 16. gr. (um fagráð) samþykkta SSNE.
Stjórn SSNE leggur til að ekki verði boðað til aukaþings í febrúar til að manna umræddar stöður eins og starfsáætlun gerði ráð fyrir. Þess í stað gildi upphafleg umboð núverandi fulltrúa í úthlutunarnefnd og fagráðum Uppbyggingarsjóðs óbreytt út janúar mánuð. Kosning í umræddar stöðu fari svo fram á ársþingi SSNE í apríl 2020.
Byggðarráð samþykkir framangreinda tillögu varðandi aukaþing SSNE.

5.Fundargerðir Eyþings 2019

Málsnúmer 201901067Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð 328. fundar stjórnar Eyþings frá 18. desember 2019.
Lagt fram til kynningar.

6.Fundargerðir SSNE 2019 - 2020

Málsnúmer 202002015Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja fundargerðir 1. - 4. funda stjórnar SSNE frá desember 2019 og janúar 2020.
Undirritaðir leggja fram eftirfarandi bókun og tillögu:

Fundargerðir Eyþings / SSNE hafa því miður komið allt of seint fyrir byggðarráð Norðurþings og hafa ekki verið teknar fyrir nema samkvæmt beiðni. Undirritaðir hafa haft verulegar áhyggjur að starfsemi félagsins og þeirri óánægju sem virðist gæta í Norðurþingi og víðar vegna sameiningar atvinnuþróunarfélaganna í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu við SSNE. Á 17 mánuðum hafa fimm einstaklingar sinnt stöðu framkvæmdastjóra og sá sjötti tekur við innan tíðar. Er honum óskað velfarnaðar í starfi.

Undirritaðir leggja fram þá tillögu að byggðarráð Norðurþings boði formann og varaformann SSNE á næsta fund ráðsins. Þar sem samrunaáætlun verið kynnt með ítarlegum hætti sem og efnahagur félagsins, framtíðar rekstur þess og virkni höfðustöðva félagsins á Húsavík. Jafnframt er lagt til að fulltrúi Framsýnar í Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga og fulltrúi atvinnurekanda á svæðinu verði boðaðir á fundinn undir sama lið.

Bergur Elías Ágústsson, Kristján Friðrik Sigurðsson

Helena Eydís og Benóný Valur gera eftirfarandi breytingatillögu:

Lagt er til að stjórn Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga verði boðuð til fundar við byggðarráð Norðurþings undir sama lið.

Byggðarráð samþykkir breytingatillögu Helenu Eydísar og Benónýs Vals.

Fundargerðir SSNE lagðar fram til kynningar.


7.Árgjöld sveitarfélaga til SSNE 2020

Málsnúmer 202002016Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur áætlun um skiptingu árgjalda aðildarsveitarfélaga SSNE árið 2020.
Byggðarráð samþykkir framlagða áætlun og vísar henni til staðfestingar í sveitarstjórn.

8.Raufarhöfn og framtíðin - staða og framtíðarsýn verkefnisins

Málsnúmer 201710122Vakta málsnúmer

Á fund byggðarráðs kemur Nanna Steina Höskuldsdóttir verkefnastjóri atvinnu- og samfélagsþróunar með starfsstöð á Raufarhöfn og fer yfir stöðu og framtíðarsýn verkefnisins, Raufarhöfn og framtíðin.
Byggðarráð þakkar Nönnu Steinu fyrir komuna og fyrir greinargóðar upplýsingar um stöðu og framtíðarsýn verkefnisins, Raufarhöfn og framtíðin.

9.Ósk um umsögn vegna tækifærisleyfis fyrir þorrablót í Heiðabæ

Málsnúmer 202002008Vakta málsnúmer

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn sveitarfélagsins um veitingu tækifærisleyfis til Heiðarbæjar sf. vegna þorrablóts í Heiðarbæ frá kl. 20:30 þann 15. febrúar til kl. 03:00 þann 16. febrúar nk.
Byggðarráð veitir jákvæða umsögn að því gefnu að aldurstakmark verði 18 ár, í samræmi við reglur um útleigu íþróttahúsa og félagsheimila í eigu sveitarfélagsins.

Linkur á reglur:

https://www.nordurthing.is/static/files/Reglugerdir/Stjornsysla/2019/reglur-um-utleigu-ithrottahusa-og-felagsheimila-i-eigu-nordurthings.pdf?fbclid=IwAR3sJf55LRz70t9pVQwhw-iJHd-otLqkLKmd4yIPcvK85zI8goOOL_Xl-go

Í reglunum kemur eftirfarandi fram:

Norðurþing leggst gegn því að íþróttahús og félagsheimili í sinni eigu verði leigð út og notuð undir skemmtanir þar sem áfengi er haft um hönd nema að aldurstakmark sé að lágmarki 18 ára.
Ákvæði þetta gildir einnig ef að rekstaraðilar eru með starfsemi í húsnæði sem Norðurþing á.

10.Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis: Til umsagnar tillaga til þingsályktunar um heimils sveitarfélag til að innheimta umhverfisgjöld, 64. mál.

Málsnúmer 202001169Vakta málsnúmer

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis óskar eftir umsögn um tillögu til þingsályktunar um heimild sveitarfélaga til að innheimta umhverfisgjöld,64. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 13. febrúar nk.
Lagt fram til kynningar.

11.Allsherjar- og menntamálanefnd: Til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á lögum nr 35/1970, um Kristnisjóð o.fl., með síðari breytingum (ókeypis lóðir), 50. mál.

Málsnúmer 202001171Vakta málsnúmer

Allsherjar- og menntamálanefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 35/1970, um Kristnisjóð o.fl., með síðari breytingum (ókeypis lóðir), 50. mál
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 20. febrúar nk.
Lagt fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:00.