Fara í efni

Norðurhjari - ósk um áframhaldandi samstarf

Málsnúmer 201911061

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 309. fundur - 21.11.2019

Borist hefur erindi frá Norðurhjara - ferðaþjónustusamtökum þar sem óskað er eftir áframhaldandi framlagi frá Norðurþingi á grundvelli samnings sem undirritaður var í október á þessu ári.
Byggðarráð frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir að fulltrúar Norðurhjara komi á fund ráðsins.

Byggðarráð Norðurþings - 315. fundur - 06.02.2020

Norðurhjari - ferðaþjónustusamtök leita eftir áframhaldandi samstarfi við Norðurþing um vöxt og viðgang Norðurhjara á grundvelli samnings sem undirritaður var í október 2019. Á fund ráðsins kemur Halldóra Gunnarsdóttir verkefnastjóri Norðurhjara.
Byggðarráð þakkar Halldóru fyrir komuna og kynninguna á starfsemi Norðurhjara. Byggðarráð heldur áfram umræðu um málið og afgreiðir á næsta fundi sínum.

Byggðarráð Norðurþings - 319. fundur - 05.03.2020

Á 315. fundi byggðarráðs var tekið fyrir erindi Norðurhjara um áframhaldandi samstarf og kom Halldóra Gunnarsdóttir verkefnastjóri Norðurhjara á fund byggðarráðs og fór yfir starfsemi samtakanna.
Á fundinum var bókað;
Byggðarráð þakkar Halldóru fyrir komuna og kynninguna á starfsemi Norðurhjara. Byggðarráð heldur áfram umræðu um málið og afgreiðir á næsta fundi sínum.
Byggðarráð samþykkir að halda áfram samstarfi við Norðurhjara í samræmi við fyrri samning og styrkir samtökin um 1.600.000 krónur.