Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

309. fundur 21. nóvember 2019 kl. 08:00 - 12:05 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Kristján Þór Magnússon
  • Helena Eydís Ingólfsdóttir formaður
  • Silja Jóhannesdóttir varaformaður
  • Hafrún Olgeirsdóttir áheyrnarfulltrúi
  • Bergur Elías Ágústsson aðalmaður
  • Kolbrún Ada Gunnarsdóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2020

Málsnúmer 201906029Vakta málsnúmer

Áframhaldandi umræður um fjárhagsáætlun Norðurþings árið 2020 og þriggja ára áætlun 2021-2023.
Meirihluti byggðarráðs leggur fram eftirfarandi tillögu um breytingar á fjárhagsrömmum A-hluta sveitarsjóðs fyrir árið 2020 og 2021 - 2023:


Fjárheimildir miðast við þá ramma sem úthlutað var til málaflokka fjölskylduráðs, án þeirra óska sem komið hafa frá ráðinu um auknar fjárheimildir.
Fjárheimildir annarra miðast við þá áætlun sem skilað hefur verið.

02 - Félagsþjónusta
Fjárheimild fyrir árið 2020 breytist og hækkar um 20 milljónir, fer úr 213.970.000 kr. í 233.970.000 kr.
Hagræðingarkrafa á málaflokkinn frá árinu 2021 er 2%.

04 - Fræðslu- og uppeldismál
Fjárheimild fyrir árið 2020 breytist og hækkar um 18 milljónir, fer úr 1.169.710.000 kr. í 1.187.710.000 kr.
Hagræðingarkrafa á málaflokkinn frá árinu 2021 er 2%.

06 - Æskulýðs- og íþróttamál
Fjárheimild fyrir árið 2020 hækkar um 16 milljónir, fer úr 279.533.000 kr. í 295.533.000 kr.
Hagræðingarkrafa á málaflokkinn frá árinu 2021 er 2%.

10 - Umferðar- og samgöngumál
Fjárheimild fyrir árið 2020 lækkar um 5 milljónir, fer úr 159.426.000 kr. í 154.426.000 kr.

21 - Sameiginlegur kostnaður
Fjárheimild fyrir árið 2020 lækkar um 7 milljónir, fer úr 310.389.000 kr. í 303.389.000 kr.

33 - Þjónustumiðstöð
Fjárheimild fyrir árið 2020 lækkar um 5 milljónir, fer úr 89.454.000 kr. í 84.454.000 kr.


22 - Lífeyrisskuldbindingar
Áætluð breyting lífeyrisskuldbindingar fyrir árið 2020 lækki um 5 milljónir.

Nettobreytingin á fjárheimildum samkvæmt þessu er 32 milljónir, til hækkunar í A-hluta.


Breytingar sem koma til í B-hluta:

41 - Hafnasjóður
Gert er ráð fyrir að tekjur Hafnasjóðs aukist milli 2020 og 2021 um 15 milljónir.

57 - Félagslegar íbúðir
Gert er ráð fyrir að seldar verði fjórar íbúðir úr Félagslegum íbúðum í stað tveggja á árinu 2020.
Söluhagnaður fer úr 12 milljónum í 24 milljónir.


Tillagan er samþykkt með atkvæðum Helenu og Silju.
Bergur Elías greiðir atkvæði gegn tillögunni.

Byggðarráð vísar tillögunum til meðferðar í fjölskylduráði og skipulags- og framkvæmdaráði.

2.Dvalarh. aldraðra - Hvammur, fundargerðir 2019

Málsnúmer 201902109Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur til kynningar fundargerð 10. fundar stjórnar Dvalarheimilisin Hvamms á Húsavík.
Lagt fram til kynningar.

3.Bygging hjúkrunarheimilis á Húsavík 2019-2023

Málsnúmer 201911068Vakta málsnúmer

Nú er í undirbúningi uppbygging nýs hjúkrunarheimilis á Húsavík, sem áætlað er að reisa innan fjögurra ára. Stefnt er að því að hönnunarsamkeppni um bygginguna verði sett af stað í desember n.k. og að tillögur úr þeirri keppni liggi fyrir í mars/apríl 2020. Til kynningar í byggðarráði er uppfærð kostnaðaráætlun á verklegum framkvæmdum eftir að lokadrög að húsrýmisáætlun hafa verið lög fram.
Lagt fram til kynningar.

4.Nemendafélag Framhaldsskólans á Laugum óskar eftir stuðningi við Tónkvíslina 2019

Málsnúmer 201911056Vakta málsnúmer

Nemendafélag Framhaldsskólans á Laugum óskar eftir stuðningi við Tónkvíslina 2019 og býður Norðurþingi að kaupa auglýsingapakka fyrir allt frá 15.000 krónum til 350.000 króna eða að styðja við hana með frjálsu framlagi.
Byggðarráð samþykkir að kaupa auglýsingapakka 3 að fjárhæð 75.000 krónur.

5.Norðurhjari - ósk um áframhaldandi samstarf

Málsnúmer 201911061Vakta málsnúmer

Borist hefur erindi frá Norðurhjara - ferðaþjónustusamtökum þar sem óskað er eftir áframhaldandi framlagi frá Norðurþingi á grundvelli samnings sem undirritaður var í október á þessu ári.
Byggðarráð frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir að fulltrúar Norðurhjara komi á fund ráðsins.

6.Heiðarbær veitingar sf., samningur um leigu á félagsheimilinu Heiðarbæ

Málsnúmer 201511006Vakta málsnúmer

Á 302. fundi byggðarráðs Norðurþings þann 26. september var til umræðu framtíð rekstrar í Heiðarbæ í Reykjahverfi. Nú liggur fyrir að núverandi rekstraraðili hefur áhuga á að halda áfram rekstri í Heiðarbæ fram til haustsins 2020.

Á 305. fundi;

Byggðarráð leggur til að gengið verði til samninga við núverandi rekstraraðila um rekstur Heiðarbæjar til haustsins 2020 og sveitarstjóra er falið að leggja fram samning til staðfestingar í byggðarráði.
Byggðarráð óskar eftir umsögn hverfisráðs Reykjahverfis um framtíðarfyrirkomulag reksturs og/eða eignarhalds Heiðarbæjar frá hausti 2020.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi samningsdrög og felur sveitarstjóra að ganga frá málinu.

7.AÞ ses. rekstraráætlun 2020

Málsnúmer 201911065Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur rekstraráætlun Atvinnuþróunarfélags Þingeyinga ses. fyrir árið 2020 ásamt kostnaðarskiptingu sveitarfélaganna á rekstrarfamlagi til félagsins.
Lagt fram til kynningar.

8.Frístundaheimilið Tún - Gjaldskrá 2020

Málsnúmer 201910063Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur gjaldskrá Frístundaheimilisins Túns fyrir árið 2020.
Lagt fram til kynningar.

9.Seljalax hf. - aðalfundarboð 2019

Málsnúmer 201911067Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur boð á aðalfund Seljalax hf. sem haldinn verður þann 25. nóvember kl. 16:00.
Byggðarráð tilnefnir Berg Elías Ágústsson sem fulltrúa Norðurþings á fundinum og Kristján Þór Magnússon til vara.

10.Hverfisráð Öxarfjarðar 2019 - 2021

Málsnúmer 201908036Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur fundargerð hverfisráðs Öxarfjarðar frá 30. október s.l.
Lagt fram til kynningar.

11.Velferðarnefnd: Til umsagnar frumvarp til laga um almannatryggingar almennar íbúðir (hækkun tekju- og eignarmarka leigjanda, sérstakt byggðarframlag, veðsetning), 320. mál.

Málsnúmer 201911060Vakta málsnúmer

Velferðarnefnd Alþingis óskar eftir umsögn um frumvarp til laga um almannatryggingar almennar íbúðir (hækkun tekju- og eignamarka leigjenda,sérstakt byggðaframlag, veðsetningu), 320. mál.
Þess er óskað að undirrituð umsögn berist eigi síðar en 3. desember n.k.
Lagt fram til kynningar.

12.Framúrskarandi fyrirtæki í Norðurþingi

Málsnúmer 201911019Vakta málsnúmer

Á fund byggðarráðs koma fyrirtæki í Norðurþingi sem nýverið hafa hlotið eftirsóknarverðar viðurkenningar fyrir árangur og frammistöðu í rekstri.

Á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki eru; Fjallasýn Rúnars Óskarssonar ehf., Trésmiðjan Rein ehf. Curio ehf., Sögin ehf., Garðræktarfélag Reykhverfinga hf. og Hvalasafni ses.

Sproti ársins veitt af Markaðsstofu Norðurlands; Sjóböðin ehf.

Nýsköpunarverðlaun SAF; Sjóböðin ehf.

Wateradventures, veitt af GetYourGuide; Gentle Giants - Hvalaferðir ehf. fyrir "Big Whales Safari and Puffins" vöru fyrirtækisins.

Nýsköpunarverðlaun Íslands; Curio ehf.
Á fund byggðarráðs komu forsvarsmenn;
Trésmiðjunnar Reinar ehf.
Sagarinnar ehf.
Curio ehf.
Dodda ehf.
Hvalasafnsins ses.
Sjóbaða ehf.

Byggðarráð þakkar forsvarsmönnum fyrirtækjanna fyrir komuna og góðar og gagnlegar umræður um atvinnumál í sveitarfélaginu og óskar þeim áframhaldandi velgengni.

13.Hjálmar Bogi leggur til að tryggingar sveitarfélagins verði endurskoðaðar og í framhaldinu boðnar út.

Málsnúmer 201910154Vakta málsnúmer

Á 96. fundi sveitarstjórnar Norðurþings var tekin fyrir tillaga Hjálmars Boga Hafliðasonar um að tryggingar sveitarfélagsins verði endurskoðaðar og í framhaldinu boðnar út.

Á fundinum var bókað;
Til máls tóku; Hjálmar Bogi og Helena Eydís.
Helena leggur til að málinu verði vísað til byggðarráðs til meðferðar.
Tillaga Helenu borin undir atkvæði.
Samþykkt samhljóða.

Á fund byggðarráðs koma Þorvaldur Þorsteinsson og Ingvi Hrafn Ingvason frá VÍS.
Kristján Þór Magnússon vék af fundi undir þessum lið.

Byggðarráð þakkar Þorvaldi og Ingva Hrafni fyrir komuna.
Byggðarráð frestar afgreiðslu tillögu Hjálmars Boga til næsta fundar.

Fundi slitið - kl. 12:05.