Fara í efni

Breyting aðalskipulags vegna hjúkrunarheimilis.

Málsnúmer 201910111

Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð - 48. fundur - 22.10.2019

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu Alta að skipulagslýsingu fyrir breytingu aðalskipulags vegna nýbyggingar hjúkrunarheimilis á Húsavík.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt eins og hún var lögð fram.

Sveitarstjórn Norðurþings - 96. fundur - 29.10.2019

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsingin verði kynnt eins og hún var lögð fram.
Til máls tók; Helena Eydís, Óli Halldórsson, Hjálmar Bogi og Silja Jóhannesdóttir.
Helena leggur til að Náttúruverndarnefnd Þingeyinga verði bætt við þá aðila sem beðnir eru um umsögn vegna málsins.
Hjálmar Bogi leggur til að tillögu Helenu verði vísað frá.
Tillaga Hjálmars borin undir atkvæði.
Tillagan er felld. Bergur, Hjálmar og Bylgja samþykkja tillöguna en Óli, Helena, Heiðbjört og Silja greiddu atkvæði gegn henni, Kristján Þór og Hafrún sátu hjá.
Tillagan borin undir atkvæði með áorðnum breytingum frá Helenu.
Tillagan samþykkt með atkvæðum, Heiðbjartar, Helenu, Óla og Silju.
Bylgja og Hjálmar greiddu atkvæði á móti tillögunni, Kristján, Bergur og Hafrún sátu hjá.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 53. fundur - 17.12.2019

Nú er lokið kynningu skipulagslýsingar vegna breytingar aðalskipulags í Auðbrekku. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra, Veðurstofa Íslands, Umhverfisstofnun, Vegagerðin og Náttúrurverndarnefnd Þingeyinga telja ekki tilefni til athugasemda. Skipulagsstofnun telur skipulagslýsinguna veita góða mynd af viðfangsefnum breytingarinnar en minnir á að tryggja þarf gott samráð við íbúa á nærliggjandi svæðum við gerð skipulagstillögunnar. Minjastofnun telur að skrá þurfi fornleifar á skipulagssvæðinu til samræmis við staðla Minjastofnunar.
Skipulags- og framkvæmdaráð þakkar fram komnar ábendingar. Ráðið felur skipulags- og byggingarfulltrúa að láta vinna fornleifaskráningu fyrir byggingarreitinn og tillögu að aðalskipulagsbreytingu þar sem tekið er tillit til þeirra sjónarmiða sem fram koma í ábendingum.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 56. fundur - 28.01.2020

Nú liggja fyrir frumdrög ráðgjafa Alta að breytingu aðalskipulags vegna fyrirhugaðs hjúkrunarheimilis við Auðbrekku. Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti drögin.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna fyrirliggjandi tillögu að skipulagsbreytingum skv. 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 58. fundur - 11.02.2020

Föstudaginn 7. febrúar kynnti skipulags- og hyggingarfulltrúi tillögu að breyttu aðalskipulagi vegna fyrirhugaðs hjúkrunarheimilis í Auðbrekku á opnu húsi. Ekki hafa borist neinar ábendingar um lagfæringar á tillögu að breytingu aðalskipulags og fyrir fundi liggur því sama tillaga og var til umfjöllunar á fundi ráðsins 28. janúar s.l.
Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði óbreytt kynnt til samræmis við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.

Sveitarstjórn Norðurþings - 99. fundur - 18.02.2020

Á 58. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði óbreytt kynnt til samræmis við 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga.
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 69. fundur - 02.06.2020

Nú er lokið kynningu á breytingu aðalskipulags vegna hjúkrunarheimilis í Auðbrekku. Umsagnir bárust frá Minjastofnun, Vegagerðinni, Umhverfisstofnun, Veðurstofunni, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra og Þingeyjarsveit. Minjastofnun (bréf dags. 20. maí) minnir á að skráðar fornminjar eru innan breytingarsvæðisins og verður afstaða tekin til mótvægisaðgerða vegna minjanna við afgreiðslu deiliskipulags svæðisins. Aðrir aðilar sem sendu inn umsagnir gera ekki athugasemdir við breytingartillöguna.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur ekki að umsagnir gefi tilefni til breytinga aðalskipulagstillögunnar. Ráðið leggur því til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt eins og hún var kynnt.

Sveitarstjórn Norðurþings - 104. fundur - 16.06.2020

Á 69. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs var eftirfarandi bókað:

Skipulags- og framkvæmdaráð telur ekki að umsagnir gefi tilefni til breytinga aðalskipulagstillögunnar. Ráðið leggur því til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt eins og hún var kynnt.
Til máls tók: Kristján.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og framkvæmdaráðs.