Fara í efni

Skipulags- og framkvæmdaráð

69. fundur 02. júní 2020 kl. 13:00 - 14:40 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Heiðar Hrafn Halldórsson aðalmaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Kristján Friðrik Sigurðsson áheyrnarfulltrúi
  • Kristinn Jóhann Lund varaformaður
  • Bjarni Páll Vilhjálmsson varamaður
Starfsmenn
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
  • Hermína Hreiðarsdóttir Ritari
  • Ketill Gauti Árnason starfsmaður í stjórnsýslu
  • Jónas Hreiðar Einarsson starfsmaður í stjórnsýslu
Fundargerð ritaði: Hermína Hreiðarsdóttir þjónustu- og skjalafulltrúi
Dagskrá
Jónas H. Einarsson verkefnastjóri sat fundinn undir liðum 1-12.
Ketill Gauti Árnason verkefnastjóri sat fundinn undir málum 5-6.
Gaukur Hjartarson skipulags- og byggingarfulltrúi sat fundinn undir liðum 7-12.

1.Aðgerðahópur Norðurþings til að fást við efnahagsmál vegna Covid-19

Málsnúmer 202003079Vakta málsnúmer

Á 328. fundi byggðarráðs var bókað;
Byggðarráð samþykkir tillögu aðgerðahóps um að ekki verðið hliðrað til gjalddögum á eldri skuldum lögaðila sem gerðir hafa verið samningar um heldur skuli samningar standa. Nú þegar hefur orðið töluverð hliðrun í greiðsluflæði sveitarfélagsins, en hlutverk hópsins er meðal annars að tryggja greiðsluflæði sveitarfélagsins.

Byggðarráð vísar erindi Húsavíkurstofu um skapandi sumarstarf og tilboð í sundlaugar sveitarfélagsins til umfjöllunar í fjölskyldurráði.

Byggðarráð vísar erindi Húsavíkurstofu um handþvottastöðvar til umfjöllunar í stjórn Orkuveitu Húsavíkur ohf.

Byggðarráð samþykkir tillögu aðgerðahóps um ferðastyrk til Íþróttafélagsins Völsungs að upphæð 2,5 milljónir. Styrkurinn verði greiddur aðalstjórn félagsins sem sjái um að deila honum út á deildir félagsins. Byggðarráð vísar málinu til umfjöllunar og mögulega viðaukagerðar í fjölskylduráði.

Byggðarráð vísar til fjölskylduráðs að fjalla um að 1.500.000 kr. sem Félag eldri borgara á Húsavík hefur gefið eftir af árlegum styrk sínum frá sveitarfélaginu verði nýtt til hækkunar á frístundastyrk barna og ungmenna á árinu 2020 til að sporna við brottfalli þeirra úr íþróttastarfi og tónlistarnámi.

Byggðarráð felur aðgerðahópi að vinna tillögur sem lúta að fjárhagslegri hagræðingu og aukinni skilvirkni í stjórnsýslu sveitarfélagsins.
Lagt fram til kynningar.

2.Farþegagjöld 2015/2016

Málsnúmer 201611155Vakta málsnúmer

Á 65. fundi skipulags- og framkvæmdaráðs lá fyrir erindi frá Norðursiglingu þar sem óskað var eftir frestun gjalda vegna stöðu fyrirtækisins í ljósi aðstæðna sem skapast hafa í greininni vegna Covid-19 heimsfaraldurs.

Skipulags- og framkvæmdaráð frestar erindinu og kallar eftir viðbrögðum aðgerðahóps Norðurþings vegna COVID-19 m.t.t. heildstæðra aðgerða gagnvart viðskiptavinum Norðurþings og felur formanni ráðsins að fylgja málinu eftir.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að ekki verði hliðrað til gjalddögum á eldri skuldum lögaðila sem gerðir hafa verið samningar um heldur skuli samningar standa. Það er til samræmis við tillögur aðgerðahóps Covid-19 og bókanir byggðarráðs.

3.Samningur um sorphirðu, endurvinnslu úrgangs ásamt rekstri móttökustöðvar á Húsavík.

Málsnúmer 202005111Vakta málsnúmer

Samningur um sorphirðu. Til kynningar.
Hjálmar Bogi óskað bókað:
Fyrirspurn
Hvað hækka sorphirðugjöld mikið miðað við síðasta samning á ársgrundvelli fyrir heimili?
Hvaða breyting, ef einhver, hefur átt sér stað til lækkunar miða við upphaflegt útboð?

Framkvæmda- og þjónustufulltrúa er falið að svara fyrirspurninni á næsta fundi ráðsins.

4.Katrín Laufdal f.h. Vínbúðarinnar óskar eftir leyfi til að merkja bílastæði fyrir framan húsið.

Málsnúmer 202005110Vakta málsnúmer

Katrín Laufdal f.h. Vínbúðarinnar óskar eftir leyfi til að merkja bílastæði fyrir framan húsið.
Skipulags- og framkvæmdaráð hafnar erindinu en samþykkir að umrædd stæði verði merkt sem 30 mín. skammtímastæði milli klukkan 10 og 18.

5.Endurnýjun húsaleigusamninga atvinnuhúsnæðis á Hafnarstétt 17(verbúðir)

Málsnúmer 201805106Vakta málsnúmer

Á 68. fundi ráðsins var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að uppfæra samningsformið og leggja fyrir ráðið að nýju. Uppfæra þarf samningsformið með tilliti til eldvarna, umgengni og fleira.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög.

6.Aðstaða Tónasmiðjunar í verbúðum við hafnarstétt

Málsnúmer 201908098Vakta málsnúmer

Tónasmiðjunar óskar eftir leigu á leigu á verbúð við Hafnarstétt 17.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að bjóða Tónasmiðjunni samning undir sömu formerkjum og aðrir samningar sem heyra undir Hafnastétt 17.

7.Ósk um leyfi til að setja upp ljósmyndasýningu utandyra á Kópaskeri.

Málsnúmer 202004087Vakta málsnúmer

Skipulags- og framkvæmdaráð óskaði á 66. fundi sínum eftir umsögn hverfisráðs Öxarfjarðar um málið. Umsögn frá hverfisráði Öxarfjarðar er eftirfarandi:

Hverfisráð Öxarfjarðar leggst ekki gegn uppsetningu á fyrirhugaðri ljósmyndasýningu á sjávarbakkanum milli Útskála og Kópaskersvita, svo fremi að gengið verði frá skiltum með öruggum hætti m.t.t. foks og ekki verði af varanlegt jarðrask.
Hverfisráð bendir á að sveitarfélagið Norðurþing hefur ekki umráð yfir landinu utan bæjargirðingar (frá hliði og út að vita).
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að sýningin sé sett upp innan lands Norðurþings svo fremi að gengið verði frá skiltum með öruggum hætti m.t.t. foks og ekki verði af varanlegt jarðrask.

8.Breyting á aðalskipulagi vegna hjúkrunarheimilis

Málsnúmer 201910111Vakta málsnúmer

Nú er lokið kynningu á breytingu aðalskipulags vegna hjúkrunarheimilis í Auðbrekku. Umsagnir bárust frá Minjastofnun, Vegagerðinni, Umhverfisstofnun, Veðurstofunni, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra og Þingeyjarsveit. Minjastofnun (bréf dags. 20. maí) minnir á að skráðar fornminjar eru innan breytingarsvæðisins og verður afstaða tekin til mótvægisaðgerða vegna minjanna við afgreiðslu deiliskipulags svæðisins. Aðrir aðilar sem sendu inn umsagnir gera ekki athugasemdir við breytingartillöguna.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur ekki að umsagnir gefi tilefni til breytinga aðalskipulagstillögunnar. Ráðið leggur því til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði samþykkt eins og hún var kynnt.

9.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn um rekstrarleyfi v/Húsavík Cape Hotel

Málsnúmer 202005116Vakta málsnúmer

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar umsagnar Norðurþings um leyfi til reksturs gististaðar í flokki IV að Höfða 24.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að veita jákvæða umsögn um erindið f.h. Norðurþings.

10.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn um rekstrarleyfi v/Lemon Húsavík

Málsnúmer 202005142Vakta málsnúmer

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar umsagnar Norðurþings um rekstrarleyfi til sölu veitinga í flokki II að Héðinsbraut 6 á Húsavík.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa að veita jákvæða umsögn um erindið f.h. Norðurþings.

11.Naustalækur ehf. óskar eftir lóðinni Útgarði 2 undir fjölbýlishús

Málsnúmer 202005136Vakta málsnúmer

Naustalækur ehf óskar eftir að fá lóðinni að Útgarði 2 úthlutað undir sex íbúða fjölbýlishús fyrir íbúa 55 ára og eldri. Meðfylgjandi erindi eru teikningar af mögulegu húsi á lóðina.
Skipulags- og framkvæmdaráð fagnar hugmyndum um nýtingu lóðarinnar og telur framlagðar teikningar álitlegar. Ráðið telur sveitarfélagið þó ekki í stöðu til að ráðstafa lóðinni að svo komnu máli en felur skipulags- og byggingarfulltrúa að leggja mat á kostnað við deiliskipulagningu svæðisins.

12.Vegagerðin óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir sjóvörn undir bökkum norður af Þorvaldstaðaá og efnistöku úr Katlanámu

Málsnúmer 202005138Vakta málsnúmer

Vegagerðin sækir um framkvæmdaleyfi vegna framhalds endurbyggingar og styrkingar sjóvarna á um 200 m kafla norðan við ós Þorvaldstaðaár. Eldri sjóvarnir hafa á undanförnum árum gefið sig vegna ágangs sjávar og s.l. vetur varð að loka veginum um Suðurfjöru vegna skemmda. Útfærslur brimvarnarinnar hafa verið unnar í samráði við Norðurþing. Áætlað er að til verksins þurfi um 3.800 m3 af grjóti og sprengdum kjarna. Ennfremur er óskað leyfis til efnisvinnslu úr Katlanámu fyrir allt að 5.000 m3. Útfærsla sjóvarnar hefur verið unnin í samráði við Norðurþing. Meðfylgjandi erindi er útboðs- og verklýsing auk teikningar af fyrirhugaðri framkvæmd.
Skipulags- og framkvæmdaráð telur fyrirhugaða framkvæmd vera í samræmi við ákvæði aðalskipulags Norðurþings 2010-2030. Hún felur fyrst og fremst í sér endurnýjun fyrri brimvarnar þó hún feli einnig í sér smávægilega tilfærslu til að unnt sé að koma fyrir fullnægjandi vegi um fjöruna til samræmis við gildandi aðalskipulag. Ráðið telur að ekki sé tilefni til að setja framkvæmdina í umhverfismatferli með vísan til 4. t.l. 6. gr. laga nr. 106/2000 og 2. viðauka sömu laga. Ráðið telur að framlögð gögn lýsi framkvæmd á fullnægjandi hátt.
Fyrirhuguð efnistaka er úr opinni efnisnámu skv. gildandi aðalskipulagi.

Skipulags- og framkvæmdaráð leggur til við sveitarstjórn að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að veita framkvæmdaleyfi fyrir verkinu. Framkvæmdaleyfi nái bæði til framkvæmdanna sjálfra og efnistökunnar.

Fundi slitið - kl. 14:40.