Fara í efni

Endurnýjun húsaleigusamninga atvinnuhúsnæðis á Hafnarstétt 17(verbúðir)

Málsnúmer 201805106

Vakta málsnúmer

Framkvæmdanefnd - 28. fundur - 09.05.2018

Fyrir framkvæmdarnefnd liggja drög að nýjum leigusamningum fyrir þá atvinnustarfsemi sem er á Hafnarstétt 17. Endurnýja þarf samningana eftir að Eignasjóður tók við rekstri og eignarhaldi á fasteigninni.
Framkvæmdanefnd samþykkir drög að leigusamningum við atvinnustarfsemi á Hafnarstétt 17. Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að ganga frá samningum.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 68. fundur - 26.05.2020

Fyrir skipulags og framkvæmdaráði liggja breytingatillögur af húsaleigusamningsformi fyrir Hafnarstétt 17, verbúðir.
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að uppfæra samningsformið og leggja fyrir ráðið að nýju. Uppfæra þarf samningsformið með tilliti til eldvarna, umgengni og fleira.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 69. fundur - 02.06.2020

Á 68. fundi ráðsins var eftirfarandi bókað:
Skipulags- og framkvæmdaráð felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að uppfæra samningsformið og leggja fyrir ráðið að nýju. Uppfæra þarf samningsformið með tilliti til eldvarna, umgengni og fleira.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir fyrirliggjandi drög.