Framkvæmdanefnd
Dagskrá
1.Framlenging samnings um sorphirðu á Húsavík og í Reykjahverfi
201805108
Sorphirðusamningur við Íslenska Gámafélagið rennur út 31. maí 2018. Fyrir framkvæmdanefnd liggja forsendur að framlengdum samningi við Íslenska Gámafélagið til tveggja ára.
Taka þarf ákvörðun hvort ganga eigi til samninga við Íslenska Gámafélagið til tveggja ára miðað við breyttar forsendur.
Taka þarf ákvörðun hvort ganga eigi til samninga við Íslenska Gámafélagið til tveggja ára miðað við breyttar forsendur.
Meirihluti framkvæmdanefndar samþykkir fyrirliggjandi tillögu að móttilboði til Íslenska Gámafélagsins um framlengingu til tveggja ára.
Hjálmar óskar bókað:
Það er miður að sveitarfélagið hefur dregið lappirnar í að undirbúa lok samnings við þjónustuaðila í soprmálum. Það hefur skort pólitíska forystu og áhuga meirihlutans í málaflokknum. Sveitarfélagið er nú nauðbeygt til að gera slæman samning við þjónustuaðila vegna hirðingar og losunar sorps á Húsavík og Reykjahverfi. Enda kröfur Íslenska Gámafélagsins óraunhæfar. Að öðrum kosti að biðja íbúa afsökunar og bjóða verkið út á ný eða sjá um málaflokkinn sjálft.
Hjálmar óskar bókað:
Það er miður að sveitarfélagið hefur dregið lappirnar í að undirbúa lok samnings við þjónustuaðila í soprmálum. Það hefur skort pólitíska forystu og áhuga meirihlutans í málaflokknum. Sveitarfélagið er nú nauðbeygt til að gera slæman samning við þjónustuaðila vegna hirðingar og losunar sorps á Húsavík og Reykjahverfi. Enda kröfur Íslenska Gámafélagsins óraunhæfar. Að öðrum kosti að biðja íbúa afsökunar og bjóða verkið út á ný eða sjá um málaflokkinn sjálft.
2.Efnistaka í Króklágum
201805107
Farið verður yfir stöðu mála á efnistöku í Króklágum.
Aðalskipulag gerir ráð fyrir að svæðið sé ekki meira en 2 hektarar að stærð og tekið sé allt að 45.000 rúmmetrum af malarefni af svæðinu.
Aðalskipulag gerir ráð fyrir að svæðið sé ekki meira en 2 hektarar að stærð og tekið sé allt að 45.000 rúmmetrum af malarefni af svæðinu.
Framkvæmdanefnd felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að leggja fyrir nefndina áætlun um nýtingu og frágang svæðisins.
3.Skansinn á Hafnarsvæði
201709136
Borist hefur bréf frá Langanesi ehf. varðandi þeirra áform um Skansinn á hafnarsvæði.
Langanes ehf. telur skynsamlegt að lóðahafar vinni sameiginlega að fegrun Skansins. Langanes ehf. er með áform um að leggja bundið slitlag með tilheyrandi undirlagi.
Langanes ehf. telur skynsamlegt að lóðahafar vinni sameiginlega að fegrun Skansins. Langanes ehf. er með áform um að leggja bundið slitlag með tilheyrandi undirlagi.
Lagt fram til kynningar.
4.Fuglastígur á Norðausturlandi óskar eftir samstarfi við sveitarfélagið vegna byggingar á þremur fuglaskoðunarskýlum
201805105
Fuglastígur á Norðausturlandi óskar eftir samstarfi við sveitarfélagið varðandi byggingu á þremur fuglaskoðunarskýlum í sveitarfélaginu.
Skýlin verða staðsett við Kaldbakstjarnir á Húsavík, Kópaskeri og Höskuldarnesi á Melrakkasléttu.
Fyrir framkvæmdanefnd liggja drög að samstarfssamningi við Fuglastíg.
Skýlin verða staðsett við Kaldbakstjarnir á Húsavík, Kópaskeri og Höskuldarnesi á Melrakkasléttu.
Fyrir framkvæmdanefnd liggja drög að samstarfssamningi við Fuglastíg.
Framkvæmdanefnd samþykkir drög að samstarfssamningi við Fuglastíg á Norðausturlandi sem getur numið allt að 20% af heildarkostnaði verksins.
5.Sundlaug Húsavíkur - vatnsrennibraut
201611099
Farið yfir stöðu mála á væntanlegri vatnsrennibraut við Sundlaug Húsavíkur.
Vatnsrennibrautin er komin til landsins. Ljóst er að framkvæmdartími mun vera yfir sumarmánuðina og trufla aðsókn í sundlaug Húsavíkur.
Vatnsrennibrautin er komin til landsins. Ljóst er að framkvæmdartími mun vera yfir sumarmánuðina og trufla aðsókn í sundlaug Húsavíkur.
Lagt fram til kynningar.
6.PCC Seaview Residences ehf. er með fyrirspurn um breytingu á bílastæðum við Hraunholt 18-20.
201805008
Fyrirspurn kom frá PCC SR ehf. um breytingu á bílastæðum við Hraunholt 18-20 þannig að þau séu við enda götunnar en ekki inná lóðinni.
Lagt fram til kynningar. Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að afla frekari gagna um málið.
7.Leikvellir Norðurþingi endurnýjun/viðhald
201702017
Á 21. fundi Æskulýðs- og menningarnefndar var eftirfarandi bókað;
Æskulýðs- og menningarnefnd lýsir yfir miklum áhyggjum yfir ástandi á leikvöllum Norðurþings. Ljóst er að komið er að miklu viðhaldi og endurnýjun tækja sem stenst öryggiskröfur og staðla.
Nefndin vísar málinu til framkvæmdanefndar. Minnisblað nefndarinnar fylgir með sem lýsir ástandi vallanna.
Æskulýðs- og menningarnefnd lýsir yfir miklum áhyggjum yfir ástandi á leikvöllum Norðurþings. Ljóst er að komið er að miklu viðhaldi og endurnýjun tækja sem stenst öryggiskröfur og staðla.
Nefndin vísar málinu til framkvæmdanefndar. Minnisblað nefndarinnar fylgir með sem lýsir ástandi vallanna.
Samþykkt var á sínum tíma að tekinn verði einn leikvöllur á ári, viðhaldi sinnt og hugað að endurbótum.
Framkvæmdar- og þjónustufulltrúa er falið að taka saman kostnað við endurbætur á leikvellinum á Túngötu.
Framkvæmdar- og þjónustufulltrúa er falið að taka saman kostnað við endurbætur á leikvellinum á Túngötu.
8.Tjaldsvæði á Kópaskeri og Raufarhöfn
201804107
Á 21. fundi Æskulýðs- og menningarnefnd var eftirfarandi bókað;
Æskulýðs- og menningarnefnd telur að brýnt sé að fjölga rafmagnstenglum og bæta aðgengi fyrir aftanívagna á tjaldsvæðunum á Raufarhöfn og á Kópaskeri.
Jafnframt þarf að huga að endurnýjun eða endurbótum á aðstöðuhúsum á Raufarhöfn.
Málinu er vísað til framkvæmdanefndar.
Æskulýðs- og menningarnefnd telur að brýnt sé að fjölga rafmagnstenglum og bæta aðgengi fyrir aftanívagna á tjaldsvæðunum á Raufarhöfn og á Kópaskeri.
Jafnframt þarf að huga að endurnýjun eða endurbótum á aðstöðuhúsum á Raufarhöfn.
Málinu er vísað til framkvæmdanefndar.
Framkvæmdanefnd felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að taka saman kostnað við að fjölga rafmagnstenglum á tjaldsvæðum á Kópaskeri og Raufarhöfn.
9.Húsavíkurvöllur - vélar og tæki
201805092
Verkefnastjóri á framkvæmdasviði leggur fram minnisblað frá íþrótta- og tómstundafulltrúa Norðurþings varðandi stöðu véla og tækja á Húsavíkurvelli. Mikið viðhald er komið á tækin á vellinum og er ljóst að tími er kominn á endurnýjun.
Lagt fram til kynningar.
10.Sundlaug Húsavíkur
201409109
Bókun æskulýðs- og menningarnefndar frá 17. apríl varðandi gufubað sundlaugarinnar á Húsavík:
Gufubað sundlaugarinnar er afar illa farið og er þar aðgerða þörf. Nefndin leggur til að núverandi gufubaði verði breytt í fjölskylduklefa sem mikil þörf er á. Jafnframt verði útbúið eimbað í frístandandi byggingu á lóð sundlaugarinnar. Nefndin vísar málinu til framkvæmdarnefndar.
Gufubað sundlaugarinnar er afar illa farið og er þar aðgerða þörf. Nefndin leggur til að núverandi gufubaði verði breytt í fjölskylduklefa sem mikil þörf er á. Jafnframt verði útbúið eimbað í frístandandi byggingu á lóð sundlaugarinnar. Nefndin vísar málinu til framkvæmdarnefndar.
Framkvæmdanefnd felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að taka saman kostnaðarmat á tillögu æskulýðs- og menningarnefndar um að núverandi gufubaði verði breytt í fjölskylduklefa.
11.Kaup á búnaði til viðburða í íþróttahöllina á Húsavík
201802128
Verkefnastjóri á framkvæmdasviði og íþrótta- og tómstundarfulltrúi sátu fund með fulltrúum Kvenfélags Húsavíkur og Framsýnar vegna óska eftir viðræðum við Norðurþing um möguleg kaup á búnaði til veisluhalda og skemmtana í Íþróttahöllinni.
Niðurstaða fundarins var sú að kvenfélagið óskar eftir því að kannað verði til hlítar hvort vilji sé hjá Norðurþingi annarsvegar aðkoma sveitarfélagsins á kaupum á búnaði skv. minnisblaði frá kvenfélaginu og hinsvegar hvort til væri geymsluaðstaða hjá sveitarfélaginu ef af þessu yrði.
Niðurstaða fundarins var sú að kvenfélagið óskar eftir því að kannað verði til hlítar hvort vilji sé hjá Norðurþingi annarsvegar aðkoma sveitarfélagsins á kaupum á búnaði skv. minnisblaði frá kvenfélaginu og hinsvegar hvort til væri geymsluaðstaða hjá sveitarfélaginu ef af þessu yrði.
Framkvæmdanefnd felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að setja sig í samband við Þingeyjarsveit og kanna hvort áhugi sé fyrir því að sveitarfélögin sameinist um kaup á sviði.
12.Endurnýjun vaktbíls Slökkvilið Norðurþings
201804165
Fyrir liggur að endurnýja þarf vaktbíl slökkviliðs þar sem núverandi bíll hefur verið dæmdur ónýtur vegna framleiðslugalla.
Ekki var gert ráð fyrir endurnýjun á vaktbíl Slökkviliðs Norðurþings í fjárhagsáætlun 2018.
Tilboð á nýjum vaktbíl liggur fyrir frá fjórum bílaumboðum.
Ekki var gert ráð fyrir endurnýjun á vaktbíl Slökkviliðs Norðurþings í fjárhagsáætlun 2018.
Tilboð á nýjum vaktbíl liggur fyrir frá fjórum bílaumboðum.
Framkvæmdanefnd samþykkir lægsta tilboð og óskar eftir viðbótarfjárveitingu frá byggðaráði.
13.Óskað er eftir eyðingu á þyrnijurt í Reykjahverfi.
201804113
Landeigandi óskar eftir því að jurt sem kom í land hans í Reykjahverfi þegar ný hitaveitulögn var lögð þar verði eytt.
Framkvæmdanefnd hafnar erindinu enda er landið ekki í eigu Norðurþings.
Örlygur Hnefill Örlygsson vék af fundi.
Örlygur Hnefill Örlygsson vék af fundi.
14.Umhverfisvænt sveitarfélag.
201804105
Fyrir framkvæmdanefnd liggur bréf frá Kolviði um aðgerðir til þess að gera Norðurþing að umhverfisvænu sveitarfélagi.
Framkvæmdanefnd samþykkir að ganga til samstarfs við Kolvið um að gera Norðurþing að kolefnisjöfnuðu sveitarfélagi.
15.Ósk um æfingarhúsnæði fyrir plötuupptöku
201804216
Fyrir framkvæmdarnefnd liggur fyrir ósk frá þremur einstaklingum um æfingarhúsnæði fyrir plötuupptöku á Húsavík. Einstaklingarnir eru að stíga sín fyrstu skref í tónlistinni og stefna á að spila á mærudögum sumarið 2018.
Framkvæmdanefnd tekur jákvætt í erindið. Framkvæmda- og þjónustufulltrúa er falið að leysa málið.
16.Kynning á starfsemi nýs ferðaþjónustufyrirtækis á Húsavík - MTB Húsavík ehf
201804222
MTB Húsavík ehf. ferðaþjónustufyrirtæki er að hefja starfsemi sína á Húsavík og er markmið erindisins að kynna betur fyrirkomulag og rekstur fyrirtækisins.
Fyrirtækið býður upp á ferðir á sérútbúnum jeppa á Norðausturlandi annarsvegar og ferðir á fjallahjólum um nágrenni Húsavíkur hinsvegar.
Fyrirtækið býður upp á ferðir á sérútbúnum jeppa á Norðausturlandi annarsvegar og ferðir á fjallahjólum um nágrenni Húsavíkur hinsvegar.
Framkvæmdanefnd tekur jákvætt í erindið og felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að útfæra leiðir í samstarfi við MTB Húsavík ehf.
17.Ósk um kaup á íbúð í Bakkagötu 15 Útskálar
201804224
Borist hefur tilboð í íbúð í eigu Norðurþings á Kópaskeri.
Taka þarf ákvörðun um hvort ganga eigi að tilboðinu eða hafna því.
Taka þarf ákvörðun um hvort ganga eigi að tilboðinu eða hafna því.
Framkvæmdanefnd hafnar fyrirliggjandi tilboði en felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að taka upp viðræður við tilboðsgjafa.
18.Hverfisráð Raufarhafnar 2017-2018
201709131
Á síðasta fundi hverfisráðs Raufarhafnar sköpuðust töluverðar umræður um götulýsingar á Raufarhöfn, og fram kom hjá fundarmönnum að það skapaðist stórhætta á veturna á sumum gatnamótum í þorpinu.
Byggðarráð vísar þessu erindi til framkvæmdanefndar 27.04.2018.
Byggðarráð vísar þessu erindi til framkvæmdanefndar 27.04.2018.
Framkvæmdanefnd felur framkvæmda- og þjónustufulltrúa að kanna þörf á bættri götulýsingu á Raufarhöfn.
19.Endurnýjun húsaleigusamninga atvinnuhúsnæðis á Hafnarstétt 17(verbúðir)
201805106
Fyrir framkvæmdarnefnd liggja drög að nýjum leigusamningum fyrir þá atvinnustarfsemi sem er á Hafnarstétt 17. Endurnýja þarf samningana eftir að Eignasjóður tók við rekstri og eignarhaldi á fasteigninni.
Framkvæmdanefnd samþykkir drög að leigusamningum við atvinnustarfsemi á Hafnarstétt 17. Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að ganga frá samningum.
20.Ósk um umfjöllun vegna hraðahindrun á þjóðveg 85, við Baldursbrekku.
201804137
Íbúi óskar eftir að tekið verði til umfjöllunar aðgerðir til að draga úr umferðarhraða á þjóðvegi 85, við Baldursbrekku, Vallarhús og/eða það svæði. Málið hefur verið tekið til umfjöllunar áður hjá nefndinni.
Framkvæmdanefnd tekur undir áhyggjur bréfritara af umferðahraða á þessu svæði og eru í samstarfi við Vegagerðina um hraðaminnkandi aðgerðir.
21.Ósk um hraðahindrun á Laugarbrekku.
201805111
Íbúi við Laugarbrekku 20, óska eftir aðgerðum til að draga úr umferðarhraða með því að setja upp hraðahindrun í götunni.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa er falið að skoða mögulega útfærslur á því að draga úr umferðarhraða á Laugarbrekku.
Fundi slitið - kl. 19:45.
Kristján Þór sat fundinn undir lið 1-2.
Smári sat allan fundinn.
Hjálmar Borgi Hafliðason vék af fundi kl 19:15.