Fara í efni

Endurnýjun vaktbíls Slökkvilið Norðurþings

Málsnúmer 201804165

Vakta málsnúmer

Framkvæmdanefnd - 28. fundur - 09.05.2018

Fyrir liggur að endurnýja þarf vaktbíl slökkviliðs þar sem núverandi bíll hefur verið dæmdur ónýtur vegna framleiðslugalla.
Ekki var gert ráð fyrir endurnýjun á vaktbíl Slökkviliðs Norðurþings í fjárhagsáætlun 2018.
Tilboð á nýjum vaktbíl liggur fyrir frá fjórum bílaumboðum.
Framkvæmdanefnd samþykkir lægsta tilboð og óskar eftir viðbótarfjárveitingu frá byggðaráði.

Byggðarráð Norðurþings - 252. fundur - 11.05.2018

Á 28. fundi framkvæmdanefndar Norðurþings var eftirfarandi bókað;

Framkvæmdanefnd samþykkir lægsta tilboð og óskar eftir viðbótarfjárveitingu frá byggðaráði.
Byggðarráð tekur undir með framkvæmdanefnd að taka lægsta tilboði en beinir því til framkvæmdanefndar að finna fjármuni innan ramma framkvæmda- og fjárfestingaráætlunar ársins.