Fara í efni

Sundlaug Húsavíkur - vatnsrennibraut

Málsnúmer 201611099

Vakta málsnúmer

Æskulýðs- og menningarnefnd - 7. fundur - 17.01.2017

Í framkvæmdaáætlun ársins 2017 sem samþykkt var í framkvæmdanefnd þann 16. nóvember 2016 var áætlað að setja upp nýja vatnsrennibraut í sundlaug Húsavíkur. Rennibrautin meðal verkefna/nýframkvæmda sem talin voru upp í viðhaldsáætlun frá Æskulýðs- og menningarnefnd sem tekin var fyrir á 6. fundi nefndarinar þann 16.11.2016.
Æskulýðs- og menningarnefnd fagnar því að framkvæmdanefnd hafi eyrnamerkt fjármagn í uppbyggingu á Sundlaug Húsavíkur. Nefndin felur íþrótta- og tómstundarfulltrúa að kanna mögulegar leiðir og kostnað í samstarfi við framkvæmdafulltrúa sem samræmist áætluðum kostnaði í verkið.

Framkvæmdanefnd - 12. fundur - 18.01.2017

Fyrir framkvæmdanefnd liggur að fela framkvæmdafulltrúa í samstarfi við íþrótta-og tómstundafulltrúa að leita tilboða í vatnsrennibraut fyrir sundlaug Húsavíkur og ganga frá þeim kaupum.
Áætlaður kostnaður við kaup og uppsetningu rennibrautar er 13 milljónir skv. fjárhagsáætlun 2017.
Framkvæmdanefnd felur framkvæmda og þjónustufulltrúa í samvinnu við íþrótta og tómstundafulltrúa að leita tilboða í vatnsrennibraut fyrir Sundlaug Húsavíkur.

Æskulýðs- og menningarnefnd - 8. fundur - 14.02.2017

Verðkönnun hefur verið gerð hjá nokkrum söluaðilum vatnsrennibrauta á Íslandi.
Æskulýðs- og menningarnefnd leggur til að Íþrótta- og tómstundafulltrúa verði falið í samstarfi við framkvæmdafulltrúa Norðurþings að kostnaðargreina og útfæra tilboð frá Sport tæki ehf. og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.
Jafnframt er erindinu vísað til framkvæmdanefndar.

Framkvæmdanefnd - 14. fundur - 08.03.2017

Búið er að skoða nokkrar lausnir varðandi vatnsrennibraut í sundlaug Húsavíkur.
Ljóst er að kostnaður við þessa framkvæmd er nokkuð meiri en gert hafði verið ráð fyrir í fjárhagsáætlun og þarf framkvæmdanefnd að taka afstöðu til þess hvaða leið skuli fara og hvort halda skuli áfram með verkefnið á þessu ári, eða bíða með það fram á næsta fjárhagsár í ljósi aukins kostnaðar.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið í samstarfi við íþrótta- og tómstundafulltrúa að kostnaðargreina og útfæra tilboð frá Sport-Tæki ehf og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.

Framkvæmdanefnd - 15. fundur - 05.04.2017

Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka ákvörðun um það hvaða leið verður farin í undirbúningi að þessu verkefni sem snýr að uppsetningu vatnsrennibrautar við sundlaug Húsavíkur.
Framkævmda- og þjónustufulltrúa í samstarfi við íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að skoða aðrar útfærslur af brautum og láta hanna svæðið í kringum þá rennibraut sem verður valin.

Framkvæmdanefnd - 17. fundur - 11.05.2017

Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka afstöðu til þess hvort halda skuli settri stefnu með SportTæki, eða hvort horfa skuli til annara og heildstæðari lausna m.t.t. kostnaðar.
Komin var tillaga að nýrri útfærslu brautar og er beðið eftir verði í hana.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa í samstarfi við íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að koma málinu áfram til kostnaðargreiningar og hönnunar.

Framkvæmdanefnd - 19. fundur - 13.07.2017

Faglausn hefur tekið saman alla kostnaðarliði við þær tvær lausnir sem ákveðið hefur verið að skoða nánar varðandi nýja vatnsrennibraut við sundlaug Húsavíkur. Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka ákvörðun út frá þeirri greiningu hvor lausnin verður valin.
Framkvæmdanefnd samþykkir að fara "leið 1" í uppsetningu vatnsrennibrautar við sundlaug Húsavíkur.
Skv. kostnaðargreiningu Almars Eggertssonar hjá Faglausn ehf er gert ráð fyrir að heildarkostnaður við verkefnið sé í samræmi við framkvæmdaáætlun fyrir árið 2017.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa er falið að vinna málið áfram.

Hjálmar Bogi Hafliðason óskar bókað:
Á upphaflegri fjárhagsáætlun 2017 eru 13 milljónir króna áætlaðar í nýja rennibraut við Sundlaug Húsavíkur. Það var skammsýni og er enn. Fyrir liggur kostnaðargreining sem er umtalsvert hærri en sú upphæð. Undirritaður leggur til að hafist verði handa við nýja sundlaug ásamt tilheyrandi enda núverandi laug komin á tíma og verulegt viðhald. Vöndum okkur, hugsum lengra og gerum hlutina vel.

Meirihlutinn óskar bókað:
Til að viðhafa fagleg vinnubrögð var fagaðila falið og kostnaðargreina mismunandi leiðir og er kostnaður við þá leið sem hefur verið valin sambærilegur við það sem fram kemur í framkvæmdaáætlun fyrir 2017. Það er fagnaðarefni að sveitarfélagið geti framkvæmt í þágu barna og fjölskyldufólks á svæðinu. Bygging nýrrar sundlaugar felur í sér kostnað sem sveitarfélagið ræður engan vegin við að svo stöddu og því ekki raunhæft að fara í þá framkvæmd.

Framkvæmdanefnd - 26. fundur - 14.03.2018

Í ljósi þess að engar athugasemdir bárust við grenndarkynningu samþykkir skipulags- og umhverfisnefnd uppsetningu rennibrautarinnar til samræmis við fyrirliggjandi hönnunargögn. Nefndin leggur þó til að rennibrautinni verði snúið lítillega til að bæta útsýni að henni frá heitum pottum. Skipulags- og umhverfisnefnd heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að veita byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúi fór yfir afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar ásamt niðurstöðu grenndarkynningar varðandi vatnsrennibraut við sundlaug Húsavíkur.

Æskulýðs- og menningarnefnd - 21. fundur - 17.04.2018

Ketil Gauti Árnason kynnti stöðu mála við uppsettningu sundlaugarrennibrautar í Sundlaug Húsavíkur.
Æskulýðs- og menningarnefnd þakkar fyrir kynninguna.

Framkvæmdanefnd - 28. fundur - 09.05.2018

Farið yfir stöðu mála á væntanlegri vatnsrennibraut við Sundlaug Húsavíkur.
Vatnsrennibrautin er komin til landsins. Ljóst er að framkvæmdartími mun vera yfir sumarmánuðina og trufla aðsókn í sundlaug Húsavíkur.
Lagt fram til kynningar.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 15. fundur - 13.11.2018

Farið yfir stöðu mála á uppsetningu vatnsrennibrautar.
Fyrir skipulags og framkvæmdaráði liggur kostnaðaráætlun frá Verkís um hönnun á svæðinu í kringum vatnsrennibrautina. Nefndin þarf að taka afstöðu til þess hvort fara eigi í þessa hönnun eða ekki.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir að samið verði við Verkís samkvæmt fyrirliggjandi kostnaðaráætlun.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 26. fundur - 12.03.2019

Fyrir liggur tilboð frá verktaka fyrir frágang í kringum vatnsrennibrautina. Nefndin þarf að taka afstöðu til tilboðsins áður en gengið verður til samninga við verktaka.
Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir tilboðið og sömuleiðis að verkið verði sett inná framkvæmdaáætlun 2019.

Tillaga að úttekt
Í fjárhagsáætlun 2017 og í framkvæmdaáætlun fyrir sama ár var ákveðið að kaupa og setja upp rennibraut við Sundlaug Húsavíkur. Verkinu er enn ekki lokið og ljóst að það mun fara langt fram úr áætlunum. Undirritaðir leggja til að verkið verði tekið út. Í úttekt skal miða við upphaf málsins þegar ákvörðun var tekin, til dagsins í dag. Niðurstöður verða lagðar fyrir nefndina til kynningar.
Virðingafyllst
Heiðar Hrafn Halldórsson
Hjálmar Bogi Hafliðason
Kristján Friðrik Sigurðsson

Skipulags- og framkvæmdaráð samþykkir tillöguna.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 28. fundur - 02.04.2019

Framkvæmda- og þjónustufulltrúi fer yfir stöðu verkefnis.
Lagt fram til kynningar.