Fara í efni

Framkvæmdanefnd

14. fundur 08. mars 2017 kl. 16:00 - 19:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Sigurgeir Höskuldsson formaður
  • Trausti Aðalsteinsson varaformaður
  • Hjálmar Bogi Hafliðason aðalmaður
  • Kjartan Páll Þórarinsson aðalmaður
  • Örlygur Hnefill Örlygsson varamaður
Starfsmenn
  • Margrét Hólm Valsdóttir Ritari
  • Gunnar Hrafn Gunnarsson framkv.- og þjónustufullt
Fundargerð ritaði: Gunnar Hrafn Gunnarsson framkvæmda- og þjónustufulltrúi
Dagskrá

1.Lýsing á þjóðvegum í þéttbýli

Málsnúmer 201703002Vakta málsnúmer

Unnið er að frágangi á því að Vegagerðin taki yfir allan rekstur á lýsingu þjóðvega í þéttbýli, en það mun gerast 01.07.2017.
Vegagerðin fer fram á það við Norðurþing að þessi mál verði skoðuð gagnvart sveitarfélaginu og Vegagerðinni og ef einhver misbrestur finnst á þeim, að Vegagerðinni verði sent formlegt erindi þar sem tíundaðar eru vangreiðslur ef um þær er að ræða.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að fara í gegnum rekstrarkostnað vegna lýsingar við þjóðvegi í þéttbýli Norðurþings og klára málið með Vegagerðinni.

2.Sundlaug Húsavíkur - vatnsrennibraut

Málsnúmer 201611099Vakta málsnúmer

Búið er að skoða nokkrar lausnir varðandi vatnsrennibraut í sundlaug Húsavíkur.
Ljóst er að kostnaður við þessa framkvæmd er nokkuð meiri en gert hafði verið ráð fyrir í fjárhagsáætlun og þarf framkvæmdanefnd að taka afstöðu til þess hvaða leið skuli fara og hvort halda skuli áfram með verkefnið á þessu ári, eða bíða með það fram á næsta fjárhagsár í ljósi aukins kostnaðar.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið í samstarfi við íþrótta- og tómstundafulltrúa að kostnaðargreina og útfæra tilboð frá Sport-Tæki ehf og leggja fyrir næsta fund nefndarinnar.

3.Staða gatnaframkvæmda 2017

Málsnúmer 201701037Vakta málsnúmer

Gangstétt við Garðarsbraut 5-9 - Kostnaður um 11,5 milljónir.

Gangstétt frá kirkju að hóteli - Kostnaður við 1. áfanga (við kirkju) áætlaður um 9 milljónir.

Gangstétt við Pálsgarð - Kynning á mögulegri framkvæmd.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúi fór yfir stöðu framkvæmda.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að leggja fram uppfærða framkvæmdaáætlun á næsta fundi framkvæmdanefndar.

4.Bruna- og eftirlitskerfi í byggingum Norðurþings

Málsnúmer 201702114Vakta málsnúmer

Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka afstöðu til þess hvort bjóða skuli út vinnu við eftirlit með brunakerfum í byggingum Norðurþings.
Einnig þarf að setja upp slík kerfi í þeim byggingum þar sem brunakerfi eru ekki til staðar, en þeirra er krafist.
Setja þarf upp töluverðan fjölda eftirlitsmyndavéla t.a.m. á hafnarsvæði og eins við íþróttahús ef ákveðið verður að búa þar til aðstöðu fyrir húsbíla.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að gera þarfagreiningu á eftirlits- og brunakerfum í eignum Norðurþings og leggja fyrir nefndina að nýju.

5.Húsbílastæði við íþróttahöll

Málsnúmer 201702116Vakta málsnúmer

Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka afstöðu til þess hvort setja eigi upp aðstöðu fyrir húsbíla við íþróttahöll á Húsavík.
Þá þarf að setja upp rafmagnstengingar á bílastæðum og eins að setja upp þvottaaðstöðu í íþróttahöll.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa er falið að útfæra aðstöðu fyrir húsbíla við íþróttahöll.
Gera þarf ráð fyrir þvottaaðstöðu og eftirlitskerfi ásamt uppsetningu á rafmagnstenglum.
Bæta þarf merkingar í bænum til þess að beina húsbílaumferð á þetta svæði.

6.Leiktæki við leikskóla Norðurþings

Málsnúmer 201702117Vakta málsnúmer

Ósk hefur komið frá leikskólanum Grænuvöllum um að sett verði upp leiktæki við leikskólann í stað þess sem fjarlægt var af leikskólalóðinni á síðasta ári.
Áætlaður kostnaður við kaup og uppsetningu leiktækisins liggur á bilinu 3-4 milljónir, en ekki var gert ráð fyrir því í fjárhagsáætlun.
Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka ákvörðun um hvort ráðist verði í þetta verkefni í sumar.
Málið verður tekið fyrir á næsta fundi eftir kynningu á uppfærðri framkvæmdaáætlun.

7.Þjónustumiðstöð Húsavík - Staða

Málsnúmer 201702125Vakta málsnúmer

Fara þarf yfir stöðu þjónustumiðstöðvar á Húsavík og skilgreina það þjónustustig, verkefni, húsnæði og framtíðarsýn.
Framkvæmdanefnd samþykkir að endurvekja starfshóp um þjónustumiðstöð og í honum sitja Sigurgeir Höskuldsson, Hjálmar Bogi Hafliðason og Gunnar Hrafn Gunnarsson.

8.Endurskoðun rammasamnings milli NÞ og OH

Málsnúmer 201702126Vakta málsnúmer

Fram hefur komið tillaga um að rammasamkomulag milli Norðurþings og Orkuveitu Húavíkur verði endurskoðað og hlutverk hvors aðila verði skýrð betur.
Framkvæmdanefnd óskar eftir fundi með stjórn Orkuveitu Húsavíkur þar sem rætt verður framkvæmd samstarfs milli OH og Norðurþings.

9.Endurnýjun sparkvalla á Húsavík

Málsnúmer 201701022Vakta málsnúmer

Íþrótta- og tómstundafulltrúi og framkvæmdafulltrúi hafa gert verðkönnun á endurnýjun sparkvalla á Húsavík.
Kjartan Páll Þórarinsson kynnti niðurstöður verðkannana og mismunandi útfærslur á endurnýjun sparkvalla.
Ekki verður ráðist í verkefnið á þessu ári, en stefnt er að því að endurnýja sparkvelli við Borgarhólsskóla árið 2018.

10.Víðilundur Öxarfirði - Sala

Málsnúmer 201703014Vakta málsnúmer

Víðilundur í Öxarfirði er að 80% í eigu ríkisins og 20% í eigu Norðurþings.
Ríkið hefur áhuga á að selja eignina, en töluvert viðhald er fyrirliggjandi á húsinu.
Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka afstöðu til þess hvort Norðurþing muni taka þátt í söluhugleiðingum ríkisins og losa sinn hlut í eigninni.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa er falið að fá afsal af 80% hlut ríkisins í húsinu.

11.Breyttur umferðarþungi á stofnbrautum Húsavíkur

Málsnúmer 201609159Vakta málsnúmer

Endurskoða þarf umferðarmerkingar í bænum m.t.t. umferðarhraða og setja upp nýjar merkingar þar sem við á.
Eins þarf að endurnýja merki sem hafa glatast.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa er falið að endurskoða umferðarhraða og merkingar í samráði við lögregluyfirvöld og ökukennara á Húsavík.

12.Tilkynning um fyrirhugaða málshöfðun og ósk um afstöðu eigenda jarða er liggja að Ássandi

Málsnúmer 201701144Vakta málsnúmer

Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka afstöðu til þess hvort gera eigi athugasemdir við eignarhald Landgræðslu ríkisins á landi Ássands í Kelduhverfi.
Bréf þess efnis var sent á alla landeigendur sem eiga land að Ássandi og þeim gefin kostur á að gera athugasemdir við eignarhald Landgræðslunnar á því landi sem er undir Skjálftavatni í dag.
Garðar Garðarsson lögmaður Norðurþings lýsti málinu í gegnum síma.
Stefnt er að því að halda fund í næstu viku með landeigendum, sveitarfélaginu og lögfræðingi þess til þess að ræða möguleg næstu skref í málinu.

Fundi slitið - kl. 19:15.