Fara í efni

Bruna- og eftirlitskerfi í byggingum Norðurþings

Málsnúmer 201702114

Vakta málsnúmer

Framkvæmdanefnd - 14. fundur - 08.03.2017

Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka afstöðu til þess hvort bjóða skuli út vinnu við eftirlit með brunakerfum í byggingum Norðurþings.
Einnig þarf að setja upp slík kerfi í þeim byggingum þar sem brunakerfi eru ekki til staðar, en þeirra er krafist.
Setja þarf upp töluverðan fjölda eftirlitsmyndavéla t.a.m. á hafnarsvæði og eins við íþróttahús ef ákveðið verður að búa þar til aðstöðu fyrir húsbíla.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að gera þarfagreiningu á eftirlits- og brunakerfum í eignum Norðurþings og leggja fyrir nefndina að nýju.

Skipulags- og framkvæmdaráð - 5. fundur - 16.08.2018

Á síðasta ári var gerð greining á stöðu mála varðandi bruna- og eftirlitskerfa í opinberum byggingum og stofnunum Norðurþings.
Í ljós kom að alls ekki allar byggingar í eigu sveitarfélagins uppfylla skilyrði um slíkan búnað og eftirlit með þeim kerfum sem eru til staðar ekki á einni hendi.
Lagt er til að samið verði við einn þjónustuaðila um uppsetningu nauðsynlegra kerfa eftir því sem við á og um þjónustu við þau. Einnig er lagt til að tekin verði í notkun aðgangsstýrð kerfi (kortakerfi) í stað lyklaaðgengis í opinberum byggingum sveitarfélagsins til þess að auka öryggi, eftirlit og hagræðingu.
Óskað er eftir samþykki nefndarinnar til þess að leggja í nauðsynlega undirbúningsvinnu áður en tekin er ákvörðun um fjárfestingar þessu tengdu.

Framkvæmda- og þjónustufulltrúa er falið að hefja nauðsynlega vinnu til undirbúnings á þessu verkefni.