Fara í efni

Húsbílastæði við íþróttahöll

Málsnúmer 201702116

Vakta málsnúmer

Framkvæmdanefnd - 14. fundur - 08.03.2017

Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka afstöðu til þess hvort setja eigi upp aðstöðu fyrir húsbíla við íþróttahöll á Húsavík.
Þá þarf að setja upp rafmagnstengingar á bílastæðum og eins að setja upp þvottaaðstöðu í íþróttahöll.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa er falið að útfæra aðstöðu fyrir húsbíla við íþróttahöll.
Gera þarf ráð fyrir þvottaaðstöðu og eftirlitskerfi ásamt uppsetningu á rafmagnstenglum.
Bæta þarf merkingar í bænum til þess að beina húsbílaumferð á þetta svæði.

Framkvæmdanefnd - 15. fundur - 05.04.2017

Á 66. fundi sveitarstjórnar var eftirfarandi tillaga samþykkt.

"Að auki verði tekinn til skoðunar sá kostur að nýta stæði við Sundlaug Húsavíkur, enda eru þar 64 stæði ef frá eru talin stæði fyrir fatlaða. Eru stæði innst á bílaplaninu oft vannýtt. Myndi sá kostur opna á aukna tengingu við tjaldsvæði þar sem boðið er upp á ýmsa gagnlega þjónustu fyrir ferðafólk, auk þess sem notendur stæðanna gætu nýtt hina frábæru sundlaug okkar til sunds og baðferða. Loks er vert að nefna að mun sólríkara er í Laugarbrekkunni en á planinu við íþróttahöllina, sem er stóran hluta dags í skugga af fjallinu og íþróttahöllinni."
Framkvæmdanefnd samþykkir að fara í aðstöðusköpun fyrir húsbíla við sundlaug Húsavíkur í stað þess að byggja þessa aðstöðu upp við íþróttahöllina.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að gera úttekt á svæðinu og leggja fyrir næsta fund framkvæmdanefndar.