Framkvæmdanefnd
Dagskrá
1.Tillaga frá Gunnlaugi Stefánssyni um gerð áætlunar og framkvæmdar 10 ára gróðursetningar trjáplantna í sveitarfélaginu Norðurþingi
201702130
Fyrir framkvæmdanefnd liggur tillaga frá Gunnlaugi Stefánssyni um gerð áætlunar og framkvæmdar 10 ára gróðursetningar trjáplantna í Norðurþingi.
Tillagan felur í sér að sveitarfélagið Norðurþing mun leggja árlega til að lámarki eina trjáplöntu fyrir hvern íbúa sveitarfélagsins allan líftíma verkefnisins. Einnig verði leitað eftir samkomulagi við fyrirtæki í sveitarfélaginu um að þau leggi árlega verkefninu til trjáplöntur
Tillagan felur í sér að sveitarfélagið Norðurþing mun leggja árlega til að lámarki eina trjáplöntu fyrir hvern íbúa sveitarfélagsins allan líftíma verkefnisins. Einnig verði leitað eftir samkomulagi við fyrirtæki í sveitarfélaginu um að þau leggi árlega verkefninu til trjáplöntur
2.Ný slökkvistöð á Húsavík - framvinda mála
201701017
Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka ákvörðun um nauðsynlega stærð byggingar út frá kostnaði ásamt rýmisþörf slökkviliðs og annarar starfsemi sem þar á að fara fram.
Framkvæmdanefnd samþykkir að ljúka fullnaðarhönnun og gerð útboðsgagna fyrir nýja slökkvistöð til samræmis við fyrirliggjandi gögn frá Faglausn.
3.Framkvæmdaáætlun 2017
201606070
Farið yfir uppfærða fjárhags- og framkvæmdaáætlun fyrir árið 2017 með það að markmiði að koma aðkallandi verkefnum í framkvæmd sem fyrst.
Farið var yfir uppfærða framkvæmdaáætlun 2017.
4.Ísland ljóstengt 2017
201612061
Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka afstöðu til þess, eftir yfirferð uppfærðrar fjárhagsáætlunar, hvaðan fjármunir verða teknir til þess að hægt verði að klára lagningu ljósleiðara um Reykjahverfi.
Fyrir liggur fjármögnun vegna lagningu ljósleiðara um Reykjahverfi.
Gert er ráð fyrir að farið verði í þá framkvæmd sumarið 2017.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að taka saman gögn fyrir styrkumsókn vegna ljósleiðaravæðingar austursvæðis.
Gert er ráð fyrir að farið verði í þá framkvæmd sumarið 2017.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að taka saman gögn fyrir styrkumsókn vegna ljósleiðaravæðingar austursvæðis.
5.Leiktæki við leikskóla Norðurþings
201702117
Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka afstöðu til þess hvort endurnýja skuli leikkastala við leikskólann Grænuvelli.
Framkvæmdanefnd samþykkir að endurnýja leikkastala sem fjarlægður var af leiksvæði leikskólans.
6.Ósk um að sveitarfélagið sækji um styrk vegna ljósleiðara syðst í bæinn
201703117
Fyrir framkvæmdanefnd liggur beiðni frá Kaldbakskoti um að sótt verði um styrk til þess að leggja ljósleiðara fyrir þau fyrirtæki sem staðsett eru syðst í bænum til þess að tryggja að jafnræðis sé gætt meðal íbúa og fyrirtækja á Húsavík.
Í gangi er verkefni sem snýr að því að ljósleiðaravæða dreifbýli sveitarfélagsins.
Þegar strengurinn verður tengdur í sunnanvert í bæínn sem stefnt er að árið 2018, verður boðið upp á þann möguleika að tengja húsnæði í suðurbænum.
Þegar strengurinn verður tengdur í sunnanvert í bæínn sem stefnt er að árið 2018, verður boðið upp á þann möguleika að tengja húsnæði í suðurbænum.
7.Húsbílastæði við íþróttahöll
201702116
Á 66. fundi sveitarstjórnar var eftirfarandi tillaga samþykkt.
"Að auki verði tekinn til skoðunar sá kostur að nýta stæði við Sundlaug Húsavíkur, enda eru þar 64 stæði ef frá eru talin stæði fyrir fatlaða. Eru stæði innst á bílaplaninu oft vannýtt. Myndi sá kostur opna á aukna tengingu við tjaldsvæði þar sem boðið er upp á ýmsa gagnlega þjónustu fyrir ferðafólk, auk þess sem notendur stæðanna gætu nýtt hina frábæru sundlaug okkar til sunds og baðferða. Loks er vert að nefna að mun sólríkara er í Laugarbrekkunni en á planinu við íþróttahöllina, sem er stóran hluta dags í skugga af fjallinu og íþróttahöllinni."
"Að auki verði tekinn til skoðunar sá kostur að nýta stæði við Sundlaug Húsavíkur, enda eru þar 64 stæði ef frá eru talin stæði fyrir fatlaða. Eru stæði innst á bílaplaninu oft vannýtt. Myndi sá kostur opna á aukna tengingu við tjaldsvæði þar sem boðið er upp á ýmsa gagnlega þjónustu fyrir ferðafólk, auk þess sem notendur stæðanna gætu nýtt hina frábæru sundlaug okkar til sunds og baðferða. Loks er vert að nefna að mun sólríkara er í Laugarbrekkunni en á planinu við íþróttahöllina, sem er stóran hluta dags í skugga af fjallinu og íþróttahöllinni."
Framkvæmdanefnd samþykkir að fara í aðstöðusköpun fyrir húsbíla við sundlaug Húsavíkur í stað þess að byggja þessa aðstöðu upp við íþróttahöllina.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að gera úttekt á svæðinu og leggja fyrir næsta fund framkvæmdanefndar.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að gera úttekt á svæðinu og leggja fyrir næsta fund framkvæmdanefndar.
8.Umsókn um styrk til húsaviðhalds á Raufarhöfn
201704002
Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka afstöðu til styrkbeiðnar vegna viðhalds húsnæðis á Raufarhöfn.
Framkvæmdanefnd hafnar erindinu á þeim forsendum að sveitarfélagið veitir ekki styrki til einstaklinga til þess að viðhalda eigin húsnæði.
9.Orkusalan - Hleðslustöð
201704004
Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka ákvörðun um hvort setja skuli upp hleðslustöð sem Orkusalan gaf Norðurþingi og þá hvaða staðsetning hentar best fyrir stöðina.
Framkvæmdanefnd samþykkir að setja hleðslustöðina upp fyrir framan stjórnsýsluhúsið á Húsavík.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að undirbúa verkið.
Framkvæmda- og þjónustufulltrúa falið að undirbúa verkið.
10.Íþróttahúsið á Kópaskeri
201704011
Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka ákvörðun um uppsetningu LED-lýsingar í íþróttahúsinu á Kópaskeri. Fyrir liggja tilboð frá tveimur birgjum í ljósin, en ekki liggur fyrir kostnaður vegna uppsetningar.
Framkvædma- og þjónustufulltrúa falið að finna LED-ljós í íþróttahúsið á Kópaskeri.
11.Sundlaug Húsavíkur - vatnsrennibraut
201611099
Fyrir framkvæmdanefnd liggur að taka ákvörðun um það hvaða leið verður farin í undirbúningi að þessu verkefni sem snýr að uppsetningu vatnsrennibrautar við sundlaug Húsavíkur.
Framkævmda- og þjónustufulltrúa í samstarfi við íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að skoða aðrar útfærslur af brautum og láta hanna svæðið í kringum þá rennibraut sem verður valin.
Hjalmar Bogi Hafliðason yfirgaf fundinn kl. 18:30.
Fundi slitið - kl. 19:45.
Framkvæmdanefnd samþykkir tillöguna og felur garðyrkjustjóra Norðurþings að útbúa áætlun um gróðursetningu plantna í sveitarfélaginu.