Fara í efni

Tillaga frá Gunnlaugi Stefánssyni um gerð áætlunar og framkvæmdar 10 ára gróðursetningar trjáplantna í sveitarfélaginu Norðurþingi

Málsnúmer 201702130

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Norðurþings - 65. fundur - 21.02.2017

Fyrir sveitarstjórn liggur tillaga og greinargerð frá Gunnlaugi Stefánssyni um gerð áætlunar og framkvæmdar 10 ára gróðursetningar trjáplantna í sveitarfélaginu Norðurþingi.

Tillagan er eftirfarandi:

"Sveitarstjórn Norðurþings samþykkir að gera áætlun um og hrinda í framkvæmd 10 ára verkefni í gróðursetningu trjáplantna í sveitarfélaginu Norðurþing."
Gunnlaugur fór yfir og útskýrði framkomna tillögu og greinargerð.

Til máls tóku: Óli, Gunnlaugur, Erna, Sif, Kjartan og Soffía.


Eftirfarandi tillaga var lögð fram af Óla, Ernu, Sif, Olgu og Örlygi.

"Sveitarstjórn Norðurþings fagnar tillögum um aðgerðir til að auka umhverfisgæði í sveitarfélaginu. Mjög mikilvægt er að leita leiða til úrbóta í loftlagsmálum. Í þessu ljósi samþykkir sveitarstjórn að gerð verði áætlun til næstu ára þar sem bæði verði horft til fyrirbyggjandi aðgerða og mótvægisaðgerða. Leitað verði til
Náttúrustofu Norðausturlands um að vinna slíka áætlun. Við vinnuna verði horft til opinberrar stefnu og ákvæða laga sem snúa að málaflokknum, s.s. um mat á umhverfisáhrifum, um skógrækt, landgræðslu og náttúruvernd.
Þá verði metið hvort gera þurfi breytingar á gildandi skipulagsáætlunum Norðurþings. Markmið verði að greina og útfæra aðgerðir s.s. (a)minnkun kolefnisútblásturs, (b)skógrækt, (c)landgræðslu, (d)endurheimt votlendis.
Skipulags- og umhverfisnefnd er falin stjórn verkefnisins og mun sveitarstjórn tryggja verkefninu fjármuni til áætlunarinnar."

Kjartan lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Tillögu meirihluta og tillögu Gunnlaugs verði vísað til annarsvegar skipulags- og umhverfisnefndar og hinsvegar framkvæmdanefndar til efnislegrar meðferðar."

Tillaga Kjartans er samþykkt með atkvæðum: Ernu, Óla, Olgu, Sifjar, Örlygs, Soffíu, Jónasar og Kjartans. Gunnlaugur situr hjá.

Framkvæmdanefnd - 15. fundur - 05.04.2017

Fyrir framkvæmdanefnd liggur tillaga frá Gunnlaugi Stefánssyni um gerð áætlunar og framkvæmdar 10 ára gróðursetningar trjáplantna í Norðurþingi.
Tillagan felur í sér að sveitarfélagið Norðurþing mun leggja árlega til að lámarki eina trjáplöntu fyrir hvern íbúa sveitarfélagsins allan líftíma verkefnisins. Einnig verði leitað eftir samkomulagi við fyrirtæki í sveitarfélaginu um að þau leggi árlega verkefninu til trjáplöntur
Smári garðyrkjustjóri fer yfir helstu staðreyndir varðandi gróðursetningu plantna í Norðurþingi undanfarin ár.
Framkvæmdanefnd samþykkir tillöguna og felur garðyrkjustjóra Norðurþings að útbúa áætlun um gróðursetningu plantna í sveitarfélaginu.