Fara í efni

Sveitarstjórn Norðurþings

65. fundur 21. febrúar 2017 kl. 16:15 - 19:45 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
 • Olga Gísladóttir aðalmaður
 • Örlygur Hnefill Örlygsson aðalmaður
 • Gunnlaugur Stefánsson aðalmaður
 • Soffía Helgadóttir aðalmaður
 • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
 • Kjartan Páll Þórarinsson aðalmaður
 • Óli Halldórsson aðalmaður
 • Sif Jóhannesdóttir aðalmaður
 • Kristján Þór Magnússon bæjarstjóri
 • Margrét Hólm Valsdóttir Ritari
 • Erna Björnsdóttir Forseti
Fundargerð ritaði: Margrét Hólm Valsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá

1.Skipan í sameiginlega barnaverndarnefnd aðildarsveitarfélaga Héraðsnefndar Þingeyinga bs. og drög að erindisbréfi þar að lútandi

Málsnúmer 201702133Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur beiðni frá Reinhard Reynissyni fyrir hönd Héraðsnefndar Þingeyinga bs. um skipan í sameiginlega barnaverndarnefnd aðildarsveitarfélaga Héraðsnefndar Þingeyinga bs. en Norðurþing skal nefnda þrjá fulltrúa í nefndina og þrjá til vara. Einnig liggur fyrir sveitarstjórn drög að erindisbréfi sömu nefndar.
Sveitarstjórn Norðurþings samþykkir að skipuð verði sameiginleg barnaverndarnefnd aðildarsveitarfélaga Héraðsnefndar Þingeyinga bs. á grundvelli 3. mgr. 10. gr. barnaverndalaga nr. 80/2002, sbr. bókun fulltrúaráðs byggðasamlagsins 18. nóvember 2016 og bætist svohljóðandi liður við verkefnalista 3. gr. stofnsamnings byggðsamlagsins: "Barnaverndarnefnd skv. barnaverndarlögum nr. 80/2002."

Um frekari útfærslu er vísað til erindisbréfs fyrir nefndina sem framkvæmdastjórn byggðasamlagsins hefur samið í umboði fulltrúaráðsins.

Sveitarstjórn tilnefnir eftirfarandi aðila í nýja barnarverndarnefnd aðildarsveitarfélaga Héraðsnefndar Þingeyinga bs.

Aðalmenn:
Hilmar Valur Gunnarsson
Helga Jónsdóttir
Róbert Ragnar Skarphéðinsson

Varamenn:
Sveinn Aðalsteinsson
Áslaug Guðmundsdóttir
Helena Eydís Ingólfsdóttir

2.Áhrif launasamdráttar á tekjur sveitarfélaga í staðgreiðslukerfinu

Málsnúmer 201702120Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur tölvupóstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga dags. 14. febrúar sl. þar sem farið er yfir hugsanleg áhrif sjómannaverkfalls á tekjur sveitarfélaga í gegnum staðgreiðslukerfið.
Lagt fram til kynningar.

3.Fyrirspurn til sveitarstjóra varðandi lagningu hitaveitu í Kelduhverfi

Málsnúmer 201702129Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur fyrirspurn frá Gunnlaugi Stefánssyni til sveitarstjóra varðandi lagningu hitaveitu í Kelduhverfi.
Sveitarstjóri svaraði framkomnum spurningum Gunnlaugs Stefánssonar með greinargerð er fer hér á eftir:


"65. sveitarstjónarfundur Norðurþings, 21. Febrúar 2017
Málsnúmer: 201702129

Svör við fyrirspurnum Gunnlaugs Stefánssonar til sveitarstjóra um málefni OH er tengjast uppbyggingu hitaveitu í Kelduhverfi og ljósleiðarlagningu samhliða því verkefniUndirritaður óskar eftir því að sveitarstjóri afli svara við eftirfarandi spurningum og leggi fyrir sveitarstjórnarfund þriðjudaginn 21.02.2017

Orkuveita Húsavíkur ohf. hefur verið í framkvæmdum við lagningu Hitaveitu í Kelduhverfi. Í ljósi þess óska ég eftir að skrifleg svör við eftirfarandi spurningum verði lögð fram á sveitarstjórnarfundi þann 21. febrúar n.k.

Nú liggur fyrir að framkvæmdir við fyrirhugaða hitaveitu í Kelduhverfi hefur verið stöðvuð af stjórn OH. Það er gert eftir ráðleggingu lögmanns félagsins vegna deilu um eignarrétt á landi þar sem borholan er sem fyrirhugað er að nýta.

1. Er eitthvað vitað um það hvenær gæti verið búið að leysa þennan ágreining með þeim hætti að framkvæmdir geti hafist á ný?
Svar: Fresturinn til þess að svara bréfi Landgræðslunnar um athugasemdir er varðar fyrirhugaða málshöfðun og ósk um afstöðu eigenda jarða er liggja að Ássandi í Kelduhverfi rennur út 6. mars. Norðurþing er þar landeigandi, þ.e. að Ytri-bakka (Þórseyri). Það land sem nefnt er Ássandur hefur Landgræðsla ríksins haft á sinni eignaskrá í fjölmarga áratugi. Deiluefnin eru í grunninn tvö í meginatriðum. 1. Hvort núverandi eigendur að jörðum sem gáfu yfirlýsingu um afsal landsins 1939 geri ágreining um að Landgræslan sé eigandi að umræddu landi og þá hvort ágreiningur sé um afmörkun landsins 2. Hvort veiðiréttur fylgi landareigninni.

Um miðjan mars ætti að liggja fyrir hvort ástæða sé til þess að fara með málið fyrir dóm til þess að skera úr um það hver sé réttmætur eigandi landsins. Fari svo að málið fari fyrir dóm, þarf OH að klára með Landgræðslunni þau samningsdrög sem þegar voru klár fyrir nokkru síðan, en Landgræðslan vildi ekki skrifa undir fyrr en fyrir liggur hver sé í reynd eigandi landsins. Að því loknu þarf OH einnig að fá alla aðra aðila málsins, þ.e. eigendur annara jarða sem liggja að Ássandi, til þess að undirrita sama samning svo það sé alveg klárt að auðlindagjaldið vegna borholunnar sem stefnt er að því að nýta við uppbyggingu hitaveitunnar breytist ekki, hvernig sem dómsmálið fer. OH ehf hefur nú þegar sent inn til Orkustofnunar umsókn um nýtingarleyfi á holunni (BA-04) sem staðsett er á umræddu landi.

Fari málið hins vegar þannig að enginn geri athugasemd við eignarhald Landgræðslunnar á landinu, er engin ástæða til þess að fara með málið fyrir dóm og því hægt að klára samninginn við Landgræðsluna einhliða. Þá á væntanlega eftir að semja við hlutaðeigandi landeigendur um að fá að fara með lagnir yfir þeirra land og í beinu framhaldi að bjóða verkið út. Varðandi tímasetningar, þá eru þær eðli málsins samkvæmt frekar óljósar á þessu stigi.2. Fyrir hversu háa upphæð er nú þegar búið að fjárfesta í verkefninu?

Svar: Búið er að fjárfesta í verkefninu samtals 27 mkr.

a) Í hverju liggur sú fjárfesting og hvernig skiptist hún?
Svar: Fjárfestingin liggur í þeim lögnum og ljósleiðara sem plægt var niður með háspennustreng Rarik, milli Laufáss og Grásíðu árið 2015. Kostnaðar skiptist þannig:
Efni 17,8 mkr.
Hönnun 1,5 mkr.
Aðk.vinna 6 mkr.
Rarik 1,2 mkr.
Efni í ljósleiðara 765 þús.

3. Hver er áætluð heildarfjárfesting verkefnisins?
Svar: Stofnkostnaður við framkvæmdina (kostur 2 í meðf. skjali Hitv_Kelduhverfi_júní 2015) er áætlaður um 98 mkr, en á móti þeim kostnaði koma áætlaðar um 60 mkr í formi eingreiðslna, heimlagnagjalda og framlags Orkuseturs. Fjárfestingin er því metin á um 39 mkr. Í þessum útreikningum er þó væntanlega gert ráð fyrir 12 ára endurgreiðslu frá ríkinu, en það er búið að breyta því í 16 ár í dag. EFLA vinnur að uppfærslu á þessum útreikningum.

Skv. fjárhagsáætlun eru áætlaðar 30 milljónir til verksins á árinu 2017 og aðrar 30 milljónir 2018. Allt bendir til þess, í ljósi óvissunnar um eignarhald landsins hvar borholan stendur sem og fyrirliggjandi upplýsinga um mikla viðhaldþörf á kerfum veitunnar m.a. í Aðaldal og Reykjahverfi og ekki var gert ráð fyrir í fjárhagsáætlun 2017, verður líklegra og líklegra að áframhald verkefnisins færist yfir á 2018 og 2019.

4. Hvað er áætlað að margir notendur verði tengdir við væntanlega hitaveitu?
Svar: Það er ekki hægt að segja með vissu hversu margir munu tengjast veitukerfinu, en til þess að hafa einhverja mynd af því var Þekkingarnet Þingeyinga fengið árið 2014 til þess að gera svokallaða áhugakönnun þess efnis meðal íbúa Kelduhverfis sem eru innan fyrirhugaðs veitusvæðis (kostur 2). Sú könnun leiddi í ljós að meirihluti húseigenda lýsti áhuga á að tengjast hitaveitunni. Svör bárust frá 37 bæjum, 28 höfðu áhuga, 8 höfðu ekki áhuga en 1 var óákveðinn. Arðbærisútreikningar gera ráð fyrir því að allir bæir taki þátt í verkefninu og fyrir liggur að áður en framkvæmdir geti hafist verði óskað eftir því við íbúa á svæðinu að svara til um það, með skuldbindandi hætti, hvort viðkomandi fasteignir muni taka hitaveituna. Þetta verði gert eftir kynningarfund með íbúum sem áætlað er að fari fram um leið og óvissu hefur verið eytt um framgang verkefnisins hvað eignarhald á Ássandi varðar.5. Hversu margir húseigendur hafa nú þegar skuldbundið sig til að tengjast væntanlegri hitaveitu?
Svar: Það liggja engar skuldbindingar fyrir um að tengjast hitaveitunni.

6. Hverjar eru áætlaðar árstekjur hitaveitunni?
Svar: Árlegar tekjur í formi vatnssölu og mælagjalda er í kringum 6 milljónir króna m.v. að öll húsin á svæðinu taki inn hitaveitu.

7. Hefur verið fjárfest í lagningu ljósleiðarar samhliða hitaveitufjárfestingunni?
Svar: Það var plægður niður ljósleiðari með þeirri lögn sem þegar er komin í jörð og reiknað er með að það verði gert í framhaldinu einnig (ef af verður).

a) Hversu mikil er sú fjárfesting orðin?
Svar: 765 þús.

b) Hefur verið sótt um styrki til þeirra fjárfestingar?
Svar: Norðurþing sótti um styrk í Íslands ljóstengt 6. apríl 2016. Sveitarfélagið hefur fengið úthlutað 2,2 mkr, af 5,5 mkr styrk. Restin greiðist eftir því sem verkinu miðar áfram. Þegar verkið er hálfnað þá verða önnur 40% greidd og svo restin við lok framkvæmda.
c) Hvernig hugsar OH sér að nýta þá fjárfestingu?
Svar: Það er stefna OH að leggja ljósleiðara með öllum lögnum veitunnar sem fara í jörð, en það er fyrst og fremst hugsað til þess að tengjast eftirlitskerfum veitunnar.

d) Ætlar OH að byggja upp og reka ljósleiðarakerfi í Kelduhverfi?
Svar: Orkuveita Húsavíkur er ekki með fjarskiptaleyfi og má því strangt til tekið ekki reka slíkt kerfi. OH hefur heldur ekki yfir að ráða þeirri sérfræðiþekkingu sem þarf til þess að viðhalda slíku kerfi og verður því öll þjónusta varðandi það að vera aðkeypt eða úthýst. Með öðrum orðum, OH hefur engan hug á því að reka ljósleiðarakerfi í Kelduhverfi.

Kristján Þór Magnússon, sveitarstjóri"
Til máls tóku: Gunnlaugur, Óli og Erna.

4.Tillaga frá Gunnlaugi Stefánssyni um gerð áætlunar og framkvæmdar 10 ára gróðursetningar trjáplantna í sveitarfélaginu Norðurþingi

Málsnúmer 201702130Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur tillaga og greinargerð frá Gunnlaugi Stefánssyni um gerð áætlunar og framkvæmdar 10 ára gróðursetningar trjáplantna í sveitarfélaginu Norðurþingi.

Tillagan er eftirfarandi:

"Sveitarstjórn Norðurþings samþykkir að gera áætlun um og hrinda í framkvæmd 10 ára verkefni í gróðursetningu trjáplantna í sveitarfélaginu Norðurþing."
Gunnlaugur fór yfir og útskýrði framkomna tillögu og greinargerð.

Til máls tóku: Óli, Gunnlaugur, Erna, Sif, Kjartan og Soffía.


Eftirfarandi tillaga var lögð fram af Óla, Ernu, Sif, Olgu og Örlygi.

"Sveitarstjórn Norðurþings fagnar tillögum um aðgerðir til að auka umhverfisgæði í sveitarfélaginu. Mjög mikilvægt er að leita leiða til úrbóta í loftlagsmálum. Í þessu ljósi samþykkir sveitarstjórn að gerð verði áætlun til næstu ára þar sem bæði verði horft til fyrirbyggjandi aðgerða og mótvægisaðgerða. Leitað verði til
Náttúrustofu Norðausturlands um að vinna slíka áætlun. Við vinnuna verði horft til opinberrar stefnu og ákvæða laga sem snúa að málaflokknum, s.s. um mat á umhverfisáhrifum, um skógrækt, landgræðslu og náttúruvernd.
Þá verði metið hvort gera þurfi breytingar á gildandi skipulagsáætlunum Norðurþings. Markmið verði að greina og útfæra aðgerðir s.s. (a)minnkun kolefnisútblásturs, (b)skógrækt, (c)landgræðslu, (d)endurheimt votlendis.
Skipulags- og umhverfisnefnd er falin stjórn verkefnisins og mun sveitarstjórn tryggja verkefninu fjármuni til áætlunarinnar."

Kjartan lagði fram eftirfarandi tillögu:
"Tillögu meirihluta og tillögu Gunnlaugs verði vísað til annarsvegar skipulags- og umhverfisnefndar og hinsvegar framkvæmdanefndar til efnislegrar meðferðar."

Tillaga Kjartans er samþykkt með atkvæðum: Ernu, Óla, Olgu, Sifjar, Örlygs, Soffíu, Jónasar og Kjartans. Gunnlaugur situr hjá.

5.Aðgangur/afnot sveitarstjórnarmanna og nefndarmanna að bókhaldskerfi Norðurþings

Málsnúmer 201702132Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur tillaga frá Kjartani Páli Þórarinssyni um aðgang/afnot sveitarstjórnarmanna og nefndarmanna að bókhaldskerfi Norðurþings.
Kjartan lagði fram eftirfarandi tillögu að útfærslu:

"Lagt er til að sveitarstjóra verði falið að:
a) kanna möguleika og kostnað þess að veita sveitarstjórnarfulltrúum aðgang að bókhaldskerfi bæjarins b)kanna möguleika og kostnað við að opna bókhald sveitarfélagsins með rafrænum hætti.

Svör sveitarstjóra verði kynnt á næsta fundi sveitarstjórnar."

Til máls tóku: Kristján, Óli og Jónas.

Sveitarstjórn samþykkir tillögu Kjartans samhljóða.

6.Samkomulag um úthlutun lóða í Holtahverfi á Húsavík

Málsnúmer 201701143Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur undirritað samkomulag milli Norðurþings og PCC Seaview residences um úthlutun lóða í Holtahverfi á Húsavík.
Til máls tóku: Kristján, Soffía og Jónas.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða samkomulag milli Norðurþings og PCC Seaview residences um úthlutun lóða í Holtahverfi á Húsavík.

7.Norðurhöfn. Tillaga að breyttu deiliskipulagi.

Málsnúmer 201610076Vakta málsnúmer

Á 11. fundi hafnanefndar var eftirfarandi bókað:

"Breyting á deiliskipulagi miðhafnarsvæðis.
2.3. Lagt er til að nýtingarhlutfall verði aukið að Hafnarstétt 5. Jafnframt er lagt til að nýtingarhlutfall Hafnarstéttar 13 verði til samræmis við það hús sem þegar stendur á lóðinni. Hafnanefnd samþykkir ekki að nýtingarhlutfall verði aukið til samræmis við núverandi hús.

2.7. Lagt er til að lóðarmörk Hafnarstéttar 13 og 15 verði rýmkuð þannig að núverandi mannvirki lendi innan lóðarmarka. 2.8. Lagt er til að byggingarreitir við hafnarstétt 1, 9, 13, og 15 verði færðir til þannig að núverandi byggingar lendi innan byggingarreits. Hafnanefnd samþykkir ekki að lóðamörk að Hafnastétt 13 verði rýmkuð, né að byggingareitir verði færðir til, til samræmis við staðsetningu á núverandi húsnæði heldur skuli vera til samræmis við kynnta tillögu.

Hafnanefnd gerir ekki athugasemdir við skipulagstillöguna að öðru leiti."
Forseti bar upp tillögu um að liður 7 og liður 8 yrðu ræddir og bornir upp samhlíða. Tillaga forseta var samþykkt samhljóða.

8.Breyting á deiliskipulagi miðhafnarsvæðis

Málsnúmer 201411063Vakta málsnúmer

Á 13. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var eftirfarandi bókað:
"Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar fram komnar athugasemdir. 1. Nefndin felst á að skilgreindur verði byggingarreitur að lóðarmörkum Hafnarstéttar 7 fyrir tækjageymslu á einni hæð. Nefndin tekur undir þau sjónarmið að sú bygging muni sáralítil áhrif hafa á umhverfið þar sem hún komi að mestu í stað stoðveggjar og jarðvegsfyllingar sem fyrir er. Það er áréttað hér að nýtingarhlutfallið í deiliskipulaginu er ekki aukið að sama skapi. 2.1. Leiðrétting. Texti um 66°N fjarlægður úr greinargerð. 2.2. Leiðrétting. Umfjöllun um Garðarshólmsverkefni fellt úr út greinargerð. 2.3. Skipulags- og umhverfisnefnd fellst ekki á aukið nýtingarhlutfall að Hafnarstétt 5. Hinsvegar fellst nefndin á að nýtingarhlutfall Hafnarstéttar 13 verði miðað við núverandi hús. 2.4. Skipulags- og umhverfisnefnd fellst á að byggja megi kjallara undir hús við Hafnarstétt, þó þannig að aðalhæð sé í eðlilegri umferðarhæð m.v. götu. Þeir kjallarar teljast ekki með þegar nýtingarhlutfall er reiknað skv. töflu í Viðauka A. 2.5. Skipulags- og umhverfisnefnd fellst ekki á breytingu á þakformi frá gildandi deiliskipulagi. Það hefur verið stefna til tveggja áratuga að risþak með mænisstefnu þvert á Hafnarstétt skuli vera á húsum við Hafnarstétt þ.m.t. að Hafnarstétt 13...frh
...frh. bókunar skipulags- og umhverfisnefndar."2.6. Leiðrétting. Skúrar að Hafnarstétt 5 verði kallaðir aðstöðuhús. 2.7. Fallist er á að lóðarmörk Hafnarstéttar 13 og 15 miði við að húsið að Hafnarstétt 13 sé allt innan lóðar. Nefndin fellst hinsvegar ekki á að lóðarmörk Hafnarstéttar 15 verði færð þannig að Helguskúr, sem stendur á gömlu stöðuleyfi, falli innan lóðarinnar. 2.8. Byggingarreitur að Hafnarstétt 1 miðar við að á lóðinni megi byggja nýbyggingu til norðurs, en horft til þess að eldri bygging skuli þá víkja, enda óheppilega nærri umferðargötu. Byggingarreitur í deiliskipulagi tekur mið af þeirri breytingu sem unnin var í samráði við lóðarhafa. Nefndin fellst því ekki á breytingu byggingarreits þeirrar lóðar. Nefndin fellst á að byggingarreitir Hafnarstéttar 9 og 13 verði í samræmi við núverandi byggingarlínur húsa á lóðunum en fellst ekki á samsvarandi breytingu fyrir Hafnarstétt 15, enda stendur Helguskúr út fyrir lóðarmörk. 2.9. Nefndin fellst ekki á að útbúa nýja lóð undir aðstöðuskúra Gentle Giants við Naustagarð. Sú hugmynd hefur ítrekað verið til umfjöllunar hjá fyrri skipulagsnefndum á undanförnum árum en aldrei hlotið hljómgrunn. 3. Skipulags- og umhverfisnefnd fellst ekki á aukinn stöðuleyfisrétt ofan á þaki Hafnarstéttar 7 eins og nefndin telur undirliggjandi í athugasemd Völundar Snæs. Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsráðgjafa að gera breytingar á deiliskipulagstillögunni til samræmis við ofangreint. Nefndin leggur til við hafnarnefnd og sveitarstjórn að skipulagstillagan verði þannig samþykkt og skipulagsfulltrúa falið að auglýsa gildistöku að fengnu samþykki Skipulagsstofnunar."

Til máls tóku: Sif, Örlygur og Óli.

Tillaga hafnanefndar er felld með atkvæðum Ernu, Óla, Olgu, Sifjar, Örlygs, Jónasar og Kjartans. Soffía og Gunnlaugur sátu hjá.

Tillaga skipulags- og umhverfisnefndar er samþykkt samhljóða.

9.Breyting aðalskipulags Norðurþings 2010-2030. Stækkun þjónustusvæðis við Héðinsbraut

Málsnúmer 201611080Vakta málsnúmer

Á 13. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var eftirfarandi bókað:
"Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu skipulagsráðgjafa að úrlausnum vegna athugasemda Skipulagsstofnunar. Skipulags- og umhverfisnefnd telur úrlausnirnar fullnægjandi og leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. samhliða kynningu á breytingu deiliskipulags."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og umhverfisnefndar.

10.Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn um rekstrarleyfi vegna sölu gistingar að Vallholtsvegi 5

Málsnúmer 201701018Vakta málsnúmer

Á 202. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:
"Byggðarráð tekur undir bókun 12. fundar skipulags- og umhverfisnefndar og sér sér ekki fært að veita jákvæða umsögn um rekstur nýs gistiheimilis á íbúðarhúsalóð á þessu stigi."

Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi á 13. fundi sínum varðandi ofangreint rekstrarleyfi:
"Erindið var áður til umfjöllunar á fundi skipulags- og umhverfisnefndar í janúar og veitti nefndin þá neikvæða umsögn. Með bréfi dags. 7. febrúar s.l. kemur húseigandi á framfæri rökstuddum andmælum vegna afstöðu skipulags- og umhverfisnefndar."
Nefndin bókaði ennfremur:
"Þrátt fyrir að Vallholtsvegur 5 sé í íbúðarhverfi, þá er svæðið skilgreint sem verslunar- og þjónustusvæði í aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030. Lóðarhafi hefur í hyggju að útbúa nægilegan fjölda bílastæða innan lóðar og aðkoma að lóðinni er um verslunar- og þjónustusvæði. Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að veita jákvæða umsögn um leyfi til sölu gistingar í húsinu þegar honum hafa borist fullnægjandi teikningar af breytingum á húsinu og fyrirkomulagi bílastæða."
Til máls tóku: Kjartan, Sif og Olga.

Með vísan til ofangreindrar bókunar skipulags- og umhverfisnefndar samþykkir meirihluti sveitarstjórnar að Vallholtsvegur 5 fái jákvæða umsögn vegna rekstrarleyfis til sölu gistingar að Vallholtsvegi 5. Kjartan greiðir atkvæði á móti.

11.Breyting deiliskipulags Höfðavegar

Málsnúmer 201611081Vakta málsnúmer

Á 13. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var eftirfarandi bókað:
"Á fundi sínum þann 13. desember s.l. samþykkti sveitarstjórn að auglýsa tillögu að deiliskipulagsbreytingu Höfðavegar. Í ljósi þess að Skipulagsstofnun taldi að laga þyrfti samsvarandi aðalskipulagsbreytingu áður en hún yrði auglýst hefur dregist að auglýsa tillögu að deiliskipulagsbreytingu. Nú hafa verið unnar nokkrar breytingar á deiliskipulagstillögunni sem f.o.f. snúa að því að brjóta upp útlit fyrirhugaðs húss að Héðinsbraut 13. Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti hugmyndir að breytingu deiliskipulagstillögunnar til auglýsingar."
Ennfremur bókaði nefndin:
"Skipulags- og umhverfisnefnd líst vel á þær breytingar sem unnar hafa verið á skipulagstillögunni og leggur til við sveitarstjórn að tillagan verði þannig auglýst skv. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 samhliða tillögu að breytingu aðalskipulags. Skipulags- og byggingarfulltrúa er falið að kynna skipulagstillöguna eigendum húseigna að Laugarbrekku 1 og 3, Héðinsbraut 5, 7, 9, 11 og 15 auk eigenda Höfðavegar 4, 8, 10 og 12. Örlygur vék af fundi við þessa umfjöllun."
Örlygur vék af fundi undir þessum lið.

Til máls tóku: Gunnlaugur og Sif.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og umhverfisnefndar.

12.Benedikt Kristjánsson sækir um fyrir hönd eigenda Þverár í Öxarfirði um stofnun nýrrar lóðar.

Málsnúmer 201702049Vakta málsnúmer

Á 13. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var eftirfarandi bókað:
"Óskað er eftir samþykki fyrir stofnun 2.827 m² sjálfstæðrar lóðar umhverfis eldra íbúðarhús á jörðinni Þverá í Öxarfirði. Meðfylgjandi umsókn er hnitsett lóðarmynd.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að lóðarstofnunin verði samþykkt."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og umhverfisnefndar.

13.Ósk um að sameina jarðirnar Reykjarhól og Reykjarhól

Málsnúmer 201702069Vakta málsnúmer

Á 13. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var eftirfarandi bókað:

"Stefán Óskarsson óskar eftir samþykki fyrir sameiningu Reykjarhóls (lnr. 154.008) og Reykjarhóls lands A (lnr. 205.308). Meðfylgjandi umsókn eru gögn sem staðfesta eignarhald og veðbókarvottorð.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að sameining jarðanna verði samþykkt"
Gunnlaugur vék af fundi undir þessum lið.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og umhverfisnefndar.

14.Hafnarreglugerð Norðurþings 2016

Málsnúmer 201511039Vakta málsnúmer

Á 11. fundi hafnanefndar Norðurþings var eftirfarandi bókað:

" Fyrir liggur breytt hafnareglugerð Norðurþings. Innanríkisráðuneytið sendi athugasemdir vegna reglugerð um hafnir Norðurþings. 1. Bent er á að mismunadi notkun hugtaka sem gæti valdið ruglingi og mælt með breyttu orðalagi og notkun hugtaka samkvæmt lögum um hafnir. Mælir ráðuneytið með því að notað sé hugtakið hafnarstjórn í stað hafnanefndar líkt og í lögum. Vegna þessarar breytingar þarf að endurskoða samþykktir Norðurþings þar sem notast er við orðið hafnnefnd. 2. Breyta þarf 4. mgr. 3. gr. þar sem fjallað er um skipulagsmál hafnasvæða. Ráðuneytið vekur athygli á skyldu hafnarstjórnar að hafa samráð við Vegagerðina við tillögugerðina, sbr. 1. málsl. 1. mgr. 5.gr. hafnalaga. 3. 1. málsl. 1.mgr. 4.gr. brýtur í bága við 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. hafnalaga sem segir að hafnarstjór ráði hafnarsjtóra og ákveði verksvið hans. Hafnanefnd samþykkir umræddar breytingar á hafnareglugerðinni og felur rekstarstjóra hafna að forma nauðsynlegar breytingar á samþykktum sveitarfélagsins og samræma þær lögum."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu hafnanefndar.

15.Landsþing Samband íslenskra sveitarfélaga 2017 - landsþingsfulltrúar

Málsnúmer 201702131Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur bréf frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um skipan landsþingsfulltrúa á XXXI. landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Sveitarstjórn tilnefnir eftirfarandi aðila sem landsþingsfulltrúa á landsþing Sambands íslenskra sveitarfélaga út kjörtímabil sveitarstjórnar:

Aðalmenn:
Gunnlaugur Stefánsson
Óli Halldórsson

Varamenn:
Sif Jóhannesdóttir
Kjartan Páll Þórarinsson

16.Skýrsla sveitarstjóra

Málsnúmer 201605083Vakta málsnúmer

Kristján Þór Magnússon sveitarstjóri fer yfir helstu atriði úr starfi sínu síðustu vikur.
Til máls tóku: Soffía, Óli og Kristján.

Skýrslan er lögð fram.

17.Byggðarráð Norðurþings - 204

Málsnúmer 1702001Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 204. fundar byggðarráðs Norðurþings.
Fundargerðin er lögð fram.

18.Fræðslunefnd - 11

Málsnúmer 1702002Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 11. fundar fræðslunefndar Norðurþings.
Til máls tóku undir lið 2 " Aukið samstarf grunn- og framhaldsskóla": Óli og Olga.


Fundargerðin er lögð fram.

19.Félagsmálanefnd - 10

Málsnúmer 1702003Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 10. fundar félagsmálanefndar Norðurþings.
Fundargerðin er lögð fram.

20.Skipulags- og umhverfisnefnd - 13

Málsnúmer 1702004Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 13. fundar skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings.
Til máls tók undir lið 11 "Þór Stefánsson gerir athugasemd vegna leyfismála til gistirekstrar": Sif.

Til máls tóku undir lið 4 "Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn um nýtt rekstrarleyfi vegna sölu gistingar að Garðarsbraut 18": Kjartan og Sif.

Fundargerðin er lögð fram.

21.Byggðarráð Norðurþings - 205

Málsnúmer 1702006Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 205. fundar byggðarráðs Norðurþings.
Til máls tóku undir lið 6 "Norðurþing og Gallup: Þjónusta sveitarfélaga 2016":Óli, Kristján, Gunnlaugur, Soffía og Sif.

Gunnlaugur óskar bókað:
"Hér er könnun sem sýnir vel þá stjórnsýslulegu hnignun sem virðist vera í stjórnsýslu Norðurþings"

Til máls tóku undir lið 3 "Hvalasafnið - fasteignagjöld": Gunnlaugur og Sif.
Óli vék af fundi undir þessu lið fundargerðarinnar.

Fundargerðin er lögð fram.22.Æskulýðs- og menningarnefnd - 8

Málsnúmer 1702007Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 8. fundar æskulýðs- og menningarnefndar Norðurþings.
Til máls tóku undir lið 3 "Sundlaug Húsavikur - vatnsrennibraut": Gunnlaugur og Erna,


Fundargerðin er lögð fram.

23.Hafnanefnd - 11

Málsnúmer 1702008Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 11. fundar hafnanefndar Norðurþings.
Fundargerðin er lögð fram.

24.Byggðarráð Norðurþings - 203

Málsnúmer 1701012Vakta málsnúmer

Fyrir sveitarstjórn liggur til kynningar fundargerð 203. fundar byggðarráðs Norðurþings.
Fundargerðin er lögð fram.

Fundi slitið - kl. 19:45.