Fara í efni

Sýslumaðurinn á Norðurlandi eystra óskar eftir umsögn um rekstarleyfi vegna sölu gistingar að Vallholtsvegi 5

Málsnúmer 201701018

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 12. fundur - 17.01.2017

Óskað er eftir umsögn um rekstrarleyfi vegna sölu gistingar að Vallholtsvegi 5.

Auk erindis sýslumanns liggur fyrir bréf frá GPG Seafood ehf þar sem gerð er nánari grein fyrir mögulegri gistisölu í fimm herbergjum á neðri hæð. Í bréfinu er sérstaklega óskað eftir fráviki frá fyrri ákvörðun skipulags- og umhverfisnefndar að veita ekki jákvæða umsögn um gistihúsarekstur í íbúðarhverfum.
Skipulags- og umhverfisnefnd sér sér ekki fært að veita jákvæða umsögn um rekstur nýs gistiheimilis á íbúðarhúsalóð á þessu stigi.

Byggðarráð Norðurþings - 202. fundur - 19.01.2017

Fyrir byggðarráði liggur beiðni um umsögn um rekstrarleyfi til handa Gunnlaugi Hreinssyni f.h. GPG Seafood ehf. vegna sölu gistingar að Vallholtsvegi 5, Húsavík.
Byggðarráð tekur undir bókun 12. fundar skipulags- og umhverfisnefndar og sér sér ekki fært að veita jákvæða umsögn um rekstur nýs gistiheimilis á íbúðarhúsalóð á þessu stigi.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 13. fundur - 14.02.2017

Erindið var áður til umfjöllunar á fundi skipulags- og umhverfisnefndar í janúar og veitti nefndin þá neikvæða umsögn.
Með bréfi dags. 7. febrúar s.l. kemur húseigandi á framfæri rökstuddum andmælum vegna afstöðu skipulags- og umhverfisnefndar.
Þrátt fyrir að Vallholtsvegur 5 sé í íbúðarhverfi, þá er svæðið skilgreint sem verslunar- og þjónustusvæði í aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030. Lóðarhafi hefur í hyggju að útbúa nægilegan fjölda bílastæða innan lóðar og aðkoma að lóðinni er um verslunar- og þjónustusvæði.
Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að veita jákvæða umsögn um leyfi til sölu gistingar í húsinu þegar honum hafa borist fullnægjandi teikningar af breytingum á húsinu og fyrirkomulagi bílastæða.

Sveitarstjórn Norðurþings - 65. fundur - 21.02.2017

Á 202. fundi byggðarráðs var eftirfarandi bókað:
"Byggðarráð tekur undir bókun 12. fundar skipulags- og umhverfisnefndar og sér sér ekki fært að veita jákvæða umsögn um rekstur nýs gistiheimilis á íbúðarhúsalóð á þessu stigi."

Skipulags- og umhverfisnefnd bókaði eftirfarandi á 13. fundi sínum varðandi ofangreint rekstrarleyfi:
"Erindið var áður til umfjöllunar á fundi skipulags- og umhverfisnefndar í janúar og veitti nefndin þá neikvæða umsögn. Með bréfi dags. 7. febrúar s.l. kemur húseigandi á framfæri rökstuddum andmælum vegna afstöðu skipulags- og umhverfisnefndar."
Nefndin bókaði ennfremur:
"Þrátt fyrir að Vallholtsvegur 5 sé í íbúðarhverfi, þá er svæðið skilgreint sem verslunar- og þjónustusvæði í aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030. Lóðarhafi hefur í hyggju að útbúa nægilegan fjölda bílastæða innan lóðar og aðkoma að lóðinni er um verslunar- og þjónustusvæði. Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa að veita jákvæða umsögn um leyfi til sölu gistingar í húsinu þegar honum hafa borist fullnægjandi teikningar af breytingum á húsinu og fyrirkomulagi bílastæða."
Til máls tóku: Kjartan, Sif og Olga.

Með vísan til ofangreindrar bókunar skipulags- og umhverfisnefndar samþykkir meirihluti sveitarstjórnar að Vallholtsvegur 5 fái jákvæða umsögn vegna rekstrarleyfis til sölu gistingar að Vallholtsvegi 5. Kjartan greiðir atkvæði á móti.