Fara í efni

Breyting aðalskipulags Norðurþings 2010-2030. Stækkun þjónustusvæðis við Héðinsbraut

Málsnúmer 201611080

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 9. fundur - 15.11.2016

Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði grein fyrir sínum samskiptum við Skipulagsstofnun og kynnti hugmynd Alta ehf að skipulagslýsingu fyrir aðalskipulagsbreytingu vegna stækkunar þjónustusvæðis við Héðinsbraut.
Ennfremur kynnti skipulags- og byggingarfulltrúi frumhugmynd að breytingu aðalskipulags vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsing verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna frumhugmynd að aðalskipulagsbreytingu skv. ákvæði 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga.

Sveitarstjórn Norðurþings - 62. fundur - 22.11.2016

Á 9. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var eftirfarandi bókað: "Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði grein fyrir sínum samskiptum við Skipulagsstofnun og kynnti hugmynd Alta ehf að skipulagslýsingu fyrir aðalskipulagsbreytingu vegna stækkunar þjónustusvæðis við Héðinsbraut.
Ennfremur kynnti skipulags- og byggingarfulltrúi frumhugmynd að breytingu aðalskipulags vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar.Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að skipulagslýsing verði kynnt skv. 1. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kynna frumhugmynd að aðalskipulagsbreytingu skv. ákvæði 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga."
Örlygur Hnefill vék af fundi við afgreiðslu þessa fundarliðar.

Til máls tóku: Sif, Jónas og Kjartan.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og umhverfisnefndar.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 11. fundur - 13.12.2016

Nú er lokið kynningu skipulagslýsingar fyrir breytingu aðalskipulags og deiliskipulags við Höfðaveg og Héðinsbraut. Athugasemdir bárust frá eftirtöldum aðilum:
1) Skipulagsstofnun, bréf dags. 2. desember: Gera þarf grein fyrir helstu forsendum skipulagsgerðar sem tengjast fjölgun ferðamanna og þjónustuþörf í sveitarfélaginu. Setja þarf fram stefnu um umfang og yfirbragð mannvirkja og starfsemi á þessum hluta miðsvæðisins til nánari útfærslu í deiliskipulagi. Ástæða er til að huga að húsvernd á svæðinu og fjalla nánar um þessar fyrirætlanir í skipulagstillögunum. Gera þarf grein fyrir hugsanlegum áhrifum landnotkunarbreytingarinnar á aðliggjandi íbúðarsvæði og gatnakerfi/umferð. Skipulagsferlið hefði átt að vera tímasett í skipulagslýsingu. Minnt er á að taka þarf aðalskipulagsbreytingu fyrir í sveitarstjórn eftir auglýsingu og hefur sveitarstjórn 12 vikur til að afgreiða samþykkta tillögu.
2. Minjastofnun, bréf dags. 2. desember: Ekki gerðar athugasemdir við skipulagslýsingu aðalskipulagsbreytingar.
3. Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra, bréf dags. 5. desember: Ekki gerð athugasemd við lýsingu aðalskipulagsbreytingar.
4. Umhverfisstofnun, bréf dags. 7. desember. Ekki er gerð athugasemd við skipulagslýsingu.
5. Vegagerðin, tölvupóstur 8. desember. Ekki er gerð athugasemd við skipulagslýsingu.

Skipulags- og byggingarfulltrúi gerði grein fyrir opnum almennum fundi þann 29. nóvember þar sem skipulagshugmyndir voru kynntar til samræmis við ákvæði 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga.
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að aðalaskipulagsbreytingu þar sem tekið hefur verið tillit til þeirra athugasemda sem bárust.
Nefndin leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að senda skipulagstillöguna til yfirferðar á Skipulagsstofnun skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og auglýsa síðan skv. 31. gr. sömu laga.

Sveitarstjórn Norðurþings - 63. fundur - 13.12.2016

Fyrir sveitarstjórn liggur eftirfarandi bókun frá 11. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings.
"Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að aðalskipulagsbreytingu þar sem tekið hefur verið tillit til þeirra athugasemda sem bárust. Nefndin leggur til við sveitarstjórn að skipulagsfulltrúa verði falið að senda skipulagstillöguna til yfirferðar á Skipulagsstofnun skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og auglýsa síðan skv. 31. gr. sömu laga."
Örlygur Hnefill vék af fundi undir þessum lið.

Til máls tók: Kristján.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og umhverfisnefndar.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 13. fundur - 14.02.2017

Við lögboðna yfirferð tillögu að breytingu aðalskipulags Norðurþings 2010-2030 vegna stækkunar þjónustusvæðis við Héðinsbraut gerði Skipulagsstofnun nokkrar athugasemdir.
Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu skipulagsráðgjafa að úrlausnum vegna athugasemda Skipulagsstofnunar. Skipulags- og umhverfisnefnd telur úrlausnirnar fullnægjandi og leggur til við Sveitarstjórn að skipulagstillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. samhliða kynningu á breytingu deiliskipulags.

Sveitarstjórn Norðurþings - 65. fundur - 21.02.2017

Á 13. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var eftirfarandi bókað:
"Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu skipulagsráðgjafa að úrlausnum vegna athugasemda Skipulagsstofnunar. Skipulags- og umhverfisnefnd telur úrlausnirnar fullnægjandi og leggur til við sveitarstjórn að skipulagstillagan verði auglýst skv. 1. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 m.s.br. samhliða kynningu á breytingu deiliskipulags."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og umhverfisnefndar.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 16. fundur - 09.05.2017

Nú er lokið kynningu aðalskipulagsbreytingar sem felur í sér stækkun þjónustusvæðis við Héðinsbraut.
Umsagnir og athugasemdir bárust frá fjórum stofnunum.
Skipulagsstofnun gerir með bréfi dags. 22. mars athugasemdir við skipulagstillöguna. Stofnunin telur að gera þurfi nánari grein fyrir helstu forsendum skipulagsgerðar sem tengjast fjölgun ferðamanna og þjónustuþörf. Setja þarf skipulagsáformin í samhengi við núverandi stöðu s.s. gistanáttanýtingu og fjölda gististaða og gistirúma sem þegar eru til staðar eða fyrirhuguð. Ennfremur telur stofnunin að setja þurfi fram stefnu um umfang og yfirbragð mannvirkja og starfsemi til nánari útfærslu í deiliskipulagi.
Minjastofnun tilkynnti með bréfi dags. 10. mars að stofnunin gerði ekki athugasemd við skipulagstillöguna.
Vegagerðin tilkynnti með bréfi dags. 7. apríl að ekki væri gerð athugasemd við skipulagstillöguna.
Heilbrigðiseftirlit Norðurlands eystra gerir með bréfi dags. 10. apríl athugasemd við form fyrirhugaðrar byggingar og mögulega skerðingu útsýnis á gatnamótum Héðinsbrautar og Laugarbrekku.
Skipulags- og umhverfisnefnd þakkar fram komnar umsagnir og athugasemdir.
Vegna athugasemda Skipulagsstofnunar telur nefndin rétt að gera eftirfarandi breytingar á aðalskipulagstillögunni:
1. Gera grein fyrir núverandi stöðu varðandi fjölda gististaða og gistirýma á Húsavík. Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir sínum athugunum þar að lútandi.
2. Skilgreina í greinargerð aðalskipulags að innan lóðarinnar að Héðinsbraut 13 megi að hámarki byggja 1.200 m² með þakhæð allt að 8 m eins og fram kemur í deiliskipulagstillögunni sem kynnt var samhliða aðalskipulagstillögunni.
Vegna athugasemdar Heilbrigðiseftirlits er vísað í umfjöllun um deiliskipulagstillögu.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði samþykkt með ofangreindum breytingum og skipulagsfulltrúa falið að senda skipulagstillöguna til Skipulagsstofnunar til yfirferðar.

Sveitarstjórn Norðurþings - 69. fundur - 16.05.2017

Á 16. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var eftirfarandi bókað:

"Vegna athugasemda Skipulagsstofnunar telur nefndin rétt að gera eftirfarandi breytingar á aðalskipulagstillögunni:
1. Gera grein fyrir núverandi stöðu varðandi fjölda gististaða og gistirýma á Húsavík. Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir sínum athugunum þar að lútandi.
2. Skilgreina í greinargerð aðalskipulags að innan lóðarinnar að Héðinsbraut 13 megi að hámarki byggja 1.200 m² með þakhæð allt að 8 m eins og fram kemur í deiliskipulagstillögunni sem kynnt var samhliða aðalskipulagstillögunni.
Vegna athugasemdar Heilbrigðiseftirlits er vísað í umfjöllun um deiliskipulagstillögu.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að aðalskipulagsbreytingin verði samþykkt með ofangreindum breytingum og skipulagsfulltrúa falið að senda skipulagstillöguna til Skipulagsstofnunar til yfirferðar."
Sveitarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 19. fundur - 15.08.2017

Með bréfi dagsettu 19. júlí s.l. bendir Skipulagsstofnun að leyfilegt byggingarmagn lóðar að Héðinsbraut 13 hefði ekki skilað sér inn í greinargerð aðalskipulagsbreytingarinnar eins og tilgreint var í bókun skipulags- og umhverfisnefndar 9. maí. Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti lagfærðan uppdrátt.
Skipulags- og umhverfisnefnd fellst á þær lagfæringar sem gerðar hafa verið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ganga frá gildistöku.