Fara í efni

Skipulags- og umhverfisnefnd

19. fundur 15. ágúst 2017 kl. 14:00 - 15:15 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Sif Jóhannesdóttir formaður
  • Röðull Reyr Kárason aðalmaður
  • Soffía Helgadóttir aðalmaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
  • Gaukur Hjartarson skipul.- og byggingarfulltrúi
Starfsmenn
Fundargerð ritaði: Gaukur Hjartarson Skipulags- og byggingafulltrúi
Dagskrá

1.Breyting aðalskipulags Norðurþings 2010-2030. Stækkun þjónustusvæðis við Héðinsbraut

Málsnúmer 201611080Vakta málsnúmer

Með bréfi dagsettu 19. júlí s.l. bendir Skipulagsstofnun að leyfilegt byggingarmagn lóðar að Héðinsbraut 13 hefði ekki skilað sér inn í greinargerð aðalskipulagsbreytingarinnar eins og tilgreint var í bókun skipulags- og umhverfisnefndar 9. maí. Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti lagfærðan uppdrátt.
Skipulags- og umhverfisnefnd fellst á þær lagfæringar sem gerðar hafa verið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að ganga frá gildistöku.

2.Deiliskipulag við heimskautsgerði

Málsnúmer 201601040Vakta málsnúmer

Við afgreiðslu deiliskipulags Heimskautsgerði lágu ekki fyrir nýjar umsagnir frá Minjastofnun og Vegagerðinni. Báðar stofnanir gáfu umsagnir 30. maí s.l. þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við fyrirliggjandi skipulagstillögu.

Nokkrar lagfæringar hafa verið gerðar á deiliskipulagsuppdrætti til samræmis við athugasemdir Skipulagsstofnunar frá 24. maí s.l.

Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti lagfærðan deiliskipulagsupprátt.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við byggðaráð í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar að deiliskipulagið verði samþykkt eins og það liggur fyrir.

3.Tillaga að eigendastefnu fyrir þjóðlendur - forsætisráðuneytið

Málsnúmer 201607303Vakta málsnúmer

Forsætisráðuneyti óskar eftir upplýsingum um hvort Norðurþing telji sig aðila að samningum um nýtingu vatns- og jarðhitaréttinda, náma eða annara jarðefna innan þjóðlendna. Byggðaráð vísaði málinu til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd.
Skipulags- og umhverfisnefnd telur að Norðurþing sé ekki aðili að samningum um nýtingu vatns- og jarðhitaréttinda, náma eða annarra jarðefna innan þjóðlendna.

4.Fyrirspurn um lögheimili

Málsnúmer 201707107Vakta málsnúmer

Óskað er umsagnar um hvort sveitarfélagið muni heimila fasta búsetu í Auðbrekku 24.
Umrætt hús stendur á "opnu svæði til sérstakra nota" á aðalskipulagi Norðurþings 2010-2030. Ekki er gert ráð fyrir íbúðum á slíkum svæðum. Á hinn bóginn er umrætt hús nærri íbúðarhúsum í Auðbrekku og því leggst nefndin ekki gegn búsetu ef sýnt er fram á fullnægjandi íbúð í húsinu.

5.Samningur Umhverfisstofnunnar við Landsnet

Málsnúmer 201706149Vakta málsnúmer

Gerður hefur verið samningur milli Umhverfisstofnunar (UST), Norðurþings, Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar um sérstakt eftirlit með framkvæmdum Landsnets vegna framkvæmda við Þeistareykjalínu 1 og Kröflulínu 4. Markmið með hinu sérstaka eftirliti er að draga úr neikvæðum umhverfisáhrifum framkvæmda og að frágangur einstakra verka og verkþátta verði í samræmi við niðurstöðu um mat á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar og kröfur laga nr. 60/2013 um náttúruvernd.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við samninginn.

6.Umsókn um stofnun nýrrar lóðar úr Austaralandi, í kringum íbúðarhúss sem stendur á jörðinni.

Málsnúmer 201707126Vakta málsnúmer

Óskað er eftir samþykki fyrir stofnun leigulóðar utan um 161,3 m² íbúðarhús á jörðinni Austaralandi. Meðfylgjandi umsókn er hnitsett lóðarblað fyrir 963,65 m² lóð undir húsinu. Fyrir liggur skriflegt samþykki eiganda Sigtúna.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við byggðaráð að stofnun lóðarinnar verði samþykkt.

7.Sýslumaðurinn óskar eftir umsögn um rekstrarleyfi, Klifshaga 1.

Málsnúmer 201706176Vakta málsnúmer

Óskað er umsagnar um rekstrarleyfi til sölu gistingar í Klifshaga 1. Erindið var grenndarkynnt af skipulags- og byggingarfulltrúa. Umsögn nágranna í Klifshaga 2 liggur nú fyrir og leggjast nágrannar gegn nýtingu hússins til ferðaþjónustu enda muni breytt notkun valda ónæði við búskap að Klifshaga 2.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggst gegn rekstrarleyfi til sölu gistingar í húsinu vegna nálægðar við Klifshaga 2. Nefndin telur líkur á að starfsemin gæti truflað búskap nágranna eins og fram kemur í athugasemdum þeirra.

8.Óskað er eftir samþykki fyrir stofnun nýrrar lóðar úr Ærlæk.

Málsnúmer 201708004Vakta málsnúmer

Óskað er eftir samþykki fyrir stofnun 28.434 m² lóðar úr landi Ærlækjar í Öxarfirði. Lóðin er ætlað til frístundaafnota og fyrirhuguð eru útskipti hennar úr jörðinni. Umsókn fylgir hnitsettur lóðaruppdráttur.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við byggðaráð að stofnun lóðarinnar verði samþykkt af hálfu sveitarfélagsins, sem og útskipti hennar úr jörðinni.

9.Eigendur að Uppsalavegi 5 og 7 óska eftir stækkun lóða fyrir framan fasteign

Málsnúmer 201608145Vakta málsnúmer

Eigendur að Uppsalavegi 5 og 7 óskuðu eftir að almenn bílastæði við lóðirnar að Uppsalavegi 5 og 7 verði felld undir lóðirnar. Skipulags- og byggingarfulltrúa var falið að gera tillögu að stækkun lóðanna. Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að hnitsettu lóðarblaði sem gengur út á að eitt bílastæði af fjórum framan við hvora eign verði fellt undir lóðirnar. Þar með sé að nokkru komið til móts við sjónarmið lóðarhafa.

Röðull Reyr vék af fundi við afgreiðslu þessa erindis.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við byggðaráð að lóðarhöfum að Uppsalavegi 5 og 7 verði boðin lóðarstækkun til samræmis við fram lagða tillögu.

Fundi slitið - kl. 15:15.