Fara í efni

Eigendur að Uppsalavegi 5 og 7 óska eftir stækkun lóða fyrir framan fasteign

Málsnúmer 201608145

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 7. fundur - 12.09.2016

Óskað er eftir lóðarstækkun að Uppsalavegi 5 og 7 þannig að almenn bílastæði skv. deiliskipulagi verði felld undir lóðina. Meðfylgjandi umsókn er skýringarmynd.
Skipulags- og umhverfisnefnd fellst ekki á að fella öll umrædd bílastæði undir lóðina að Uppsalavegi 5-7 en felur skipulags- og byggingarfulltrúa að láta vinna tillögu að deiliskipulagsbreytingu sem kæmi að nokkru til móts við óskir lóðarhafa að Uppsalavegi 5-7.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 19. fundur - 15.08.2017

Eigendur að Uppsalavegi 5 og 7 óskuðu eftir að almenn bílastæði við lóðirnar að Uppsalavegi 5 og 7 verði felld undir lóðirnar. Skipulags- og byggingarfulltrúa var falið að gera tillögu að stækkun lóðanna. Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti tillögu að hnitsettu lóðarblaði sem gengur út á að eitt bílastæði af fjórum framan við hvora eign verði fellt undir lóðirnar. Þar með sé að nokkru komið til móts við sjónarmið lóðarhafa.

Röðull Reyr vék af fundi við afgreiðslu þessa erindis.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við byggðaráð að lóðarhöfum að Uppsalavegi 5 og 7 verði boðin lóðarstækkun til samræmis við fram lagða tillögu.

Byggðarráð Norðurþings - 223. fundur - 17.08.2017

Á 19. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings var eftirfarandi bókað:

"Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við byggðaráð að lóðarhöfum að Uppsalavegi 5 og 7 verði boðin lóðarstækkun til samræmis við fram lagða tillögu."
Byggðarráð staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar.