Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

223. fundur 17. ágúst 2017 kl. 16:00 - 19:58 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson formaður
  • Olga Gísladóttir varaformaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
  • Kristján Þór Magnússon
  • Soffía Helgadóttir áheyrnarfulltrúi
Starfsmenn
  • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Drífa Valdimarsdóttir Fjármálastjóri
Dagskrá

1.Fundartími byggðarráðs

Málsnúmer 201708046Vakta málsnúmer

Byggðarráð ákveður að fundartími ráðsins verði frá hausti 2017 kl. 13:00 á fimmtudögum.

2.Samþykkt sölutilboð í íbúðir Norðurþings

Málsnúmer 201708036Vakta málsnúmer

Ketill Árnason kemur til fundarins og gerir grein fyrir stöðu mála hjá Eignasjóði eftir sölu þeirra íbúða sem boðnar voru leigjendum til kaups hafa verið seldar.
Lagt fram til umræðu og kynningar.

3.Starfsleyfisumsókn PCC Bakkisilicon til Umhverfisstofnunar

Málsnúmer 201708034Vakta málsnúmer

Til umræðu er framlögð tillaga að starfsleyfi til handa PCC Bakkisilicon sem Umhverfisstofnun hefur unnið. Tillagan gerir ráð fyrir að heimilt verði að framleiða allt 66.000 tonnum á ári af hrákísli og allt að 27.000 tonnum af kísildufti/kísilryki og 6.000 tonnum af málmleif og gjalli og 1.500 tonnum af forskiljuryki.

Slökkviliðsstjóri mætir til fundarins og fer yfir þætti sem snúa að uppbyggingu slökkviliðisins m.v. fyrirlagða tillögu.

Öll gögn málsins má finna á heimasíðu Umhverfisstofnunar undir þessum hlekk: https://www.ust.is/einstaklingar/frettir/frett/2017/07/20/Tillaga-ad-starfsleyfi-fyrir-kisilverksmidju-a-Bakka/
Byggðarráð felur sveitarstjóra í samráði við slökkviliðsstjóra að undirbúa umsögn varðandi öryggis- og brunamál við fyrirliggjandi drög að starfsleyfi fyrir kísilmálmverksmiðju á Bakka við Húsavík með allt að 66.000 tonna framleiðslugetu.

4.Endurskoðun á samþykktum Norðurþings

Málsnúmer 201611194Vakta málsnúmer

Umræða um mögulegar breytingar á samþykktum sveitarfélagsins sem miða að nýju fyrirkomulagi nefnda og vangaveltum er varða umhverfis sveitarstjórnarmanna hefur farið fram á stjórnendafundum hjá Norðurþingi af og til frá í vor. Sveitarstjóri gerir grein fyrir þeirri umræðu og ræðir möguleika til breytinga kjósi sveitarstjórn að taka málið áfram á haustdögum.
Sveitarstjóra falið að vinna áfram að málinu.

5.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2018

Málsnúmer 201705145Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja sviðsmyndir vegna ákvörðunar um álagningu fasteignagjalda árið 2018.
Lagt fram til kynningar og umræðu.

6.Drög að reglugerð um fjármál sveitarfélaga til umsagnar

Málsnúmer 201708002Vakta málsnúmer

Samgöngumálaráðuneytið óskar eftir umsögn um drög að breytingum á reglugerðum er varða fjármál sveitarfélaga: Annars vegar um bókhald, fjárhagsáætlanir og ársreikninga sveitarfélaga og hins vegar um fjárhagsleg viðmið og eftirlit með fjármálum sveitarfélaga. Breytingarnar koma í kjölfar breytinga sem gerðar voru á lögum um Lífeyrissjóð starfsmanna ríkisins á sl. ári, sbr. lög nr. 127/2016. Eru þær afrakstur samvinnu ráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Frestur til að skila umsögn rennur út 18. ágúst.
Lagt fram til kynningar.

7.Greið leið ehf. - Lokaáfangi hlutafjáraukningar

Málsnúmer 201708009Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur ákvörðunartaka um aukningu hlutafjár í Greiðri leið ehf.
Byggðarráð ákveður að nýta forkaupsrétt sinn að fjárhæð 2.369.037 krónur samkvæmt fyrirliggjandi gögnum.

8.Staða vanskila hjá Norðurþingi

Málsnúmer 201705146Vakta málsnúmer

Fjármálastjóri kynnir upplýsingar frá Motus um stöðu innheimtumála og vanskila hjá Norðurþingi.
Lagt fram til kynningar.

9.Móttaka flóttamanna í Norðurþingi 2017

Málsnúmer 201708032Vakta málsnúmer

Óli Halldórsson og Sif Jóhannesdóttir leggja fram tillögu fyrir byggðarráð um að Norðurþing ítreki boð um að sveitarfélagið geti tekið við flóttafólki í sveitarfélaginu.
Á liðnu ári var Norðurþing meðal þeirra sveitarfélaga sem bauðst með formlegum hætti til að taka á móti flóttafólki í sveitarfélaginu. Undirrituð telja ekki nóg að gert á Íslandi í málefnum flóttamanna og leggja til að Norðurþing ítreki þessa beiðni við stjórnvöld. Bent skal á að í Norðurþingi eru afar góðar aðstæður til að taka á móti nýju fólki og allir velkomnir. Mikil atvinna er í boði á svæðinu og félagslegir innviðir sterkir. Í nálægðinni í minni samfélögum getur að mörgu leyti falist mikill styrkur til að takast á við verkefni eins og þetta. Móttaka nýrra íbúa, þ.m.t. flóttamanna frá öðrum löndum, byggir ekki eingöngu á kerfislegum aðgerðum heldur persónulegum og samfélagslegum þáttum. Töluverð reynsla er til staðar í sveitarfélaginu Norðurþingi, t.d. í grunnskólum og leikskólum, við mótttöku og aðlögun barna frá öðrum menningarsvæðum og með annað móðurmál en íslensku. Það er mat undirritaðra að auk þess að koma fólki til aðstoðar sem þarf á því að halda, getur hlotist af slíku lærdómur og jákvæð áhrif fyrir samfélagið.
Undirrituð leggja til við byggðarráð að boð Norðurþings verði þegar í stað ítrekað með bréflegum hætti. Ef viðbrögð verða jákvæð verði málið undirbúið komandi haust, þ.m.t. húsnæðisúrræði og aðrir nauðsynlegir þættir.

Byggðarráð tekur undir bókunina.

10.Kjarasamningar við Félag grunnskólakennara

Málsnúmer 201611184Vakta málsnúmer

Óli Halldórsson og Sif Jóhannesdóttir leggja fram tillögu að áherslumálum í komandi kjarasamningum kennara og sveitarfélaga. Þess er óskað að byggðarráð Norðurþings afgreiði málið og komi á framfæri við samninganefnd Sambands sveitarfélaga.
Fyrir liggur að kjarasamningar sveitarfélaga við kennara eru lausir í árslok 2017. Samninganefnd Sambands sveitarfélaga fer með samningsumboð Norðurþings eins og annarra sveitarfélaga. Byggðarráð Norðurþings telur það þurfa að verða sameiginlegt meginmarkmið viðsemjenda að hefja skuli kennarastörf til aukinnar virðingar. Gildir þar einu hvert skólastigið og/eða fagið er; grunnskóla-, leikskóla- eða tónlistarskólakennsla. Sveitarfélögin, og þeir aðilar sem fara með samningsrétt fyrir hönd þeirra, þurfa að hafa forgöngu um meginmarkmið sem snúa að því að knýja fram slíkar breytingar með leiðréttingu á stöðu kennara á atvinnumarkaði í samanburði við aðrar sambærilegar stéttir. Byggðarráð fer þess á leit við samninganefndina að reynt verði að ná sátt um endurskilgreiningu á vinnutíma og vinnuári kennara, til að veita sérfræði- og þróunarhluta kennarastarfsins við faglega vinnu utan kennslutímans viðeigandi vægi. Í samhengi við það verði stefnt að bættum launakjörum til framtíðar og því að gera störf kennara á öllum stigum um land allt áhugaverðari og eftirsóknaverðari til að velja að ævistarfi.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að koma þessari afstöðu á framfæri við samninganefnd Sambands sveitarfélaga.

Óli og Olga eru samþykk bókuninni.

11.Endurnýjun á samningi Norðurþings og Þekkingarnets Þingeyinga

Málsnúmer 201708031Vakta málsnúmer

Óli Halldórsson víkur af fundi við afgreiðslu málsins.
Byggðarráð samþykkir endurnýjun samningsins.

12.Fundargerðir Eyþings 2016-2017

Málsnúmer 201603019Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

13.Deiliskipulag við heimskautsgerði

Málsnúmer 201601040Vakta málsnúmer

Á 19. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings var eftirfarandi bókað:

"Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við byggðaráð í sumarleyfisumboði sveitarstjórnar að deiliskipulagið verði samþykkt eins og það liggur fyrir."
Byggðarráð staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar.

14.Umsókn um stofnun nýrrar lóðar úr Austaralandi, í kringum íbúðarhúss sem stendur á jörðinni.

Málsnúmer 201707126Vakta málsnúmer

Á 19. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings var eftirfarandi bókað:

"Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við byggðaráð að stofnun lóðarinnar verði samþykkt."
Byggðarráð staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar.

15.Óskað er eftir samþykki fyrir stofnun nýrrar lóðar úr Ærlæk.

Málsnúmer 201708004Vakta málsnúmer

Á 19. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings var eftirfarandi bókað:

"Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við byggðaráð að stofnun lóðarinnar verði samþykkt af hálfu sveitarfélagsins, sem og útskipti hennar úr jörðinni."
Byggðarráð staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar.

16.Eigendur að Uppsalavegi 5 og 7 óska eftir stækkun lóða fyrir framan fasteign

Málsnúmer 201608145Vakta málsnúmer

Á 19. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings var eftirfarandi bókað:

"Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við byggðaráð að lóðarhöfum að Uppsalavegi 5 og 7 verði boðin lóðarstækkun til samræmis við fram lagða tillögu."
Byggðarráð staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar.

17.Skipulags- og umhverfisnefnd - 19

Málsnúmer 1708003Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur staðfesting á fundargerð 19. fundar skipulags- og umhverfisnefndar.
Hvað varðar lið númer 7 í fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar þá barst athugasemdarbréf til byggðarráðs 17. ágúst frá umsækjanda um rekstrarleyfi vegna gistingar í Klifshaga í Öxarfirði. Byggðarráð kynnti sér efni bréfsins og umsögn heilbrigðiseftirlits Norðurlands eystra. Byggðarráð staðfestir fundargerðina.

18.Samningur Norðurþings og Menningarmiðstöðvar Þingeyinga um rekstur Bókasafna

Málsnúmer 201708037Vakta málsnúmer

Byggðarráð staðfestir samninginn.

Fundi slitið - kl. 19:58.