Fara í efni

Óskað er eftir samþykki fyrir stofnun nýrrar lóðar úr Ærlæk.

Málsnúmer 201708004

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 19. fundur - 15.08.2017

Óskað er eftir samþykki fyrir stofnun 28.434 m² lóðar úr landi Ærlækjar í Öxarfirði. Lóðin er ætlað til frístundaafnota og fyrirhuguð eru útskipti hennar úr jörðinni. Umsókn fylgir hnitsettur lóðaruppdráttur.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við byggðaráð að stofnun lóðarinnar verði samþykkt af hálfu sveitarfélagsins, sem og útskipti hennar úr jörðinni.

Byggðarráð Norðurþings - 223. fundur - 17.08.2017

Á 19. fundi skipulags- og umhverfisnefndar Norðurþings var eftirfarandi bókað:

"Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við byggðaráð að stofnun lóðarinnar verði samþykkt af hálfu sveitarfélagsins, sem og útskipti hennar úr jörðinni."
Byggðarráð staðfestir bókun skipulags- og umhverfisnefndar.