Fara í efni

Nýr kjarasamningur við Félag grunnskólakennara

Málsnúmer 201611184

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 198. fundur - 01.12.2016

Fyrir byggðarráði liggur kynning á nýjum kjarasamningi við Félag grunnskólakennara. Laun kennara hækka á samningstímanum sem hér segir:

1. desember 2016 hækka laun um 7,3%
1. mars 2017 hækka laun um 3,5%
Þann 1. janúar 2017 skal greiða hverjum starfsmanni sem var í fullu starfi í desember 2016 sérstaka eingreiðslu að upphæð kr. 204.000

Þessar hækkanir munu leiða til 14 milljóna króna hærri útgjalda vegna launa en gert var ráð fyrir í áætlun sveitarfélagsins 2017.
Lagt fram til kynningar

Byggðarráð Norðurþings - 199. fundur - 09.12.2016

Fyrir byggðarráði liggur póstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um kynningu á nýjum kjarasamningi við Félag grunnskólakennara
Lagt fram til kynningar

Byggðarráð Norðurþings - 223. fundur - 17.08.2017

Óli Halldórsson og Sif Jóhannesdóttir leggja fram tillögu að áherslumálum í komandi kjarasamningum kennara og sveitarfélaga. Þess er óskað að byggðarráð Norðurþings afgreiði málið og komi á framfæri við samninganefnd Sambands sveitarfélaga.
Fyrir liggur að kjarasamningar sveitarfélaga við kennara eru lausir í árslok 2017. Samninganefnd Sambands sveitarfélaga fer með samningsumboð Norðurþings eins og annarra sveitarfélaga. Byggðarráð Norðurþings telur það þurfa að verða sameiginlegt meginmarkmið viðsemjenda að hefja skuli kennarastörf til aukinnar virðingar. Gildir þar einu hvert skólastigið og/eða fagið er; grunnskóla-, leikskóla- eða tónlistarskólakennsla. Sveitarfélögin, og þeir aðilar sem fara með samningsrétt fyrir hönd þeirra, þurfa að hafa forgöngu um meginmarkmið sem snúa að því að knýja fram slíkar breytingar með leiðréttingu á stöðu kennara á atvinnumarkaði í samanburði við aðrar sambærilegar stéttir. Byggðarráð fer þess á leit við samninganefndina að reynt verði að ná sátt um endurskilgreiningu á vinnutíma og vinnuári kennara, til að veita sérfræði- og þróunarhluta kennarastarfsins við faglega vinnu utan kennslutímans viðeigandi vægi. Í samhengi við það verði stefnt að bættum launakjörum til framtíðar og því að gera störf kennara á öllum stigum um land allt áhugaverðari og eftirsóknaverðari til að velja að ævistarfi.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að koma þessari afstöðu á framfæri við samninganefnd Sambands sveitarfélaga.

Óli og Olga eru samþykk bókuninni.