Byggðarráð Norðurþings
Dagskrá
1.Heimsókn frá Norðurhjara - ferðaþjónustusamtaka
201611120
Fyrir byggðarráði liggur beiðni um fjárstuðning frá sveitarfélaginu til Norðurhjara - ferðaþjónustusamtaka
2.Flókahús - tilboð
201611156
Fyrir byggðarráði liggur staðfesting á fjármögnun frá hæstbjóðanda
Byggaðarráð samþykkir að ganga að tilboði hæstbjóðanda, Gentle Giants kr. 37.000.000,- og felur sveitarstjóra að undirbúa kaupsamning og leggja fyrir byggðarráð að nýju.
3.Eignir Norðurþings í félögum
201611116
Fyrri byggðarráði liggur skýrsla um stöðu og horfur Skúlagarðs fasteignafélags ehf.
Skýrslan er lögð fram til kynningar
4.Nýr kjarasamningur við Félag grunnskólakennara
201611184
Fyrir byggðarráði liggur póstur frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um kynningu á nýjum kjarasamningi við Félag grunnskólakennara
Lagt fram til kynningar
5.Fjölgun leikskólaplássa á Húsavík.
201604068
Í framhaldi af ákvörðun sveitarstjórnar um að kanna frekar fjárfestingu í húsnæði að Iðavöllum til lausnar á húsnæðisvanda leikskólans, gerði framkvæmdanefnd ástandsskoðun á eigninni. Á 11. fundi framkvæmdanefndar er lagt til við byggðarráð að gert verðí tilboð í eignina Iðavelli 8.
Undirritaðir leggjast gegn þeirri leið sem á að fara í leikskólamálum á Húsavík. Nýta á íbúðarhúsnæðið undir atvinnustarfsemi á meðan skortur er á íbúðarhúsnæði í bænum. Lóð leikskólans Grænuvalla er þegar of lítil fyrir starfsemina og einnig er mikil umferð við leikskólann á álagstímum og skortur á bílastæðum. Breytingar á húsnæðinu og kaffistofu Grænuvalla munu kosta fjármagn og væntanlega þarf að breyta báðum húsunum í upphaflegt horf þegar þessi viðbót við leikskólann verður of lítil.
Frekar hefði átt að fara í uppbyggingu í Túni sem við álítum vera framtíðarhúsnæði sveitarfélagsins. Þar hefðu fleiri leikskólapláss fengist og einnig hefur hafist handa á viðhaldi á húsinu fyrir frístund sem nú í dag er í húsinu.
Jónas Einarsson
Gunnlaugur Stefánsson
Meirihluti byggðarráðs, Óli og Olga, samþykkir að fela sveitarstjóra að gera tilboð í eiginina
Frekar hefði átt að fara í uppbyggingu í Túni sem við álítum vera framtíðarhúsnæði sveitarfélagsins. Þar hefðu fleiri leikskólapláss fengist og einnig hefur hafist handa á viðhaldi á húsinu fyrir frístund sem nú í dag er í húsinu.
Jónas Einarsson
Gunnlaugur Stefánsson
Meirihluti byggðarráðs, Óli og Olga, samþykkir að fela sveitarstjóra að gera tilboð í eiginina
6.Framtíðarskipun húsnæðismála
201612005
Fyrir byggðarráði liggur eftirfarandi bókun frá stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga: "Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hvetur sveitarfélög til þess að hraða vinnu við gerð húsnæðisáætlana á grundvelli laga um almennar íbúðir enda eru slíkar áætlanir hugsaðar sem stjórntæki fyrir sveitarfélögin. Jafnframt er mikilvægt að bæta aðgengi að tölulegum upplýsingum um húsnæðismál."
Byggðarráð vill benda á í þessu samhengi að fyrir liggur á heimasíðu Norðurþings skýrsla um húsnæðismál í sveitarfélaginu sem unnin var á árinu.
7.Þáttaka kvenna í sveitar- og svæðastjórnum í Evrópu
201612002
Fyrir byggðarráði liggur ályktun og tilmæli, frá haustþingi Sveitarstjórnarþings Evrópuráðsins, þar sem sveitar- og svæðisstjórnir eru hvattar til að tryggja að hlutfall kvenna í öllum ákvörðunartökuferlum fari ekki undir 40%, og beita sér fyrir að þróaðar verði kyngreindar tölulegar upplýsingar til að fylgjast með tilnefningum til embætta og í kosningum. Sveitar- og svæðastjórnir eru líka hvattar til að innleiða Evrópusáttmála CEMR um jafna stöðu kvenna og karla í sveitarfélögum
Lagt fram til kynningar
8.Aflið Akureyri, styrkumsókn
201612007
Fyrir byggðarráði liggur beiðni um stuðnig við starf Aflsins á Akureyri.
Byggðarráð samþykkir að styðja Aflið á Akureyri um kr. 100.000,-
9.Kaup Norðurþings á Víðimóum 3
201612027
Fyrir byggðarráði liggur til staðfestingar kaupsamningur um kaup á Víðimóum 3 af Sorpsamlagi Þingeyinga efh., sem er í 100% eigu Norðurþings
Byggðarráð samþykkir kaupin
10.Kaup Norðurþings á Pálsgarði 1, Húsavík
201612028
Fyrir byggðarráði liggur til staðfestingar kaupsamningur um kaup á Pálsgarði 1 af Pálsreit ehf., sem er í 100% eigu Norðurþings
Byggðarráð samþykkir kaupin
11.Kaup Norðurþings á Aðalbraut 2, Raufarhöfn
201612029
Fyrir byggðarráði liggur til staðfestingar kaupsamningur um kaup á Aðalbraut 2, Raufarhöfn frá Fasteignafélagi HN ehf., sem er í 100% eigu Norðurþings.
Byggðarráð samþykkir kaupin
12.Framlag til reksturs NNA 2016
201612031
Fyrir byggðarráði liggur samkomulag um framlög vegna reksturs Náttúrustofu Norðausturlands árið 2016
Lagt fram til kynningar
13.Drög að leiðbeinandi reglum um sérstakan húsnæðisstuðning send til umsagnar
201612030
Fyrir byggðarráði liggja drög að leiðbeinandi reglum um framkvæmd sérstaks húsnæðisstuðnings skv. 2. mgr. 45. gr. laga nr. 40/19691, um félagsþjónustu sveitarfélaga, með síðari breytingum.
Lagt fram til kynningar
14.Dettifossvegur - Brýn nauðsyn
201612032
Byggðarráð Norðurþings vísar í fyrri bókanir sveitarfélagsins um mikilvægi Dettifossvegar sem óumdeilt er fyrir íbúa, byggð og atvinnulíf á svæðinu. Byggðarráð finnst forkastanleg vinnubrörð ef enn einu sinni á að afturkalla áform um að klára vegaframkvæmdina. Sveitarstjóra er falið að hafa samband við þingmenn kjördæmisins og lýsa áhyggjum byggðarráðs yfir stöðunni.
15.Sorpsamlag Þingeyinga ehf. - framkvæmdastjórn og Prókúra
201612033
Fyrir byggðarráði liggur tillaga um að Kristján Þór Magnússon fari með framkvæmdastjórn og prókúru fyrir Sorpsamlag Þingeyinga ehf.
Byggðarráð samþykkir tillöguna
16.Pálsreitur ehf. - Stjórn og framkvæmdastjórn
201612034
Fyrir byggðarráði liggur tillaga um að Kristján Þór Magnússon verði aðalstjórnarmaður og Óli Halldórsson varastjórnarmaður í Pálsreit ehf. Jafnaramt er lagt til að Krisján Þór Magnússon fari með framkvæmdastjórn og prókúru fyrir félagið.
Byggðarráð samþykkir tillöguna
17.Fasteignafélag HN ehf - Stjórn og framkvæmdastjórn
201612035
Fyrir byggðarráði liggur tillaga um að Kristján Þór Magnússon verði aðalmaður í stjórn Fasteignafélags HN ehf og Óli Halldórsson varamaður. Jafnframt er lagt til að Kristján Þór Magnússon fari með framkvæmdastjórn og prókúru í félaginu.
Byggðarráð samþykkir tillöguna
Fundi slitið - kl. 14:10.
Byggðarráð samþykkir að styðja samtökin um kr. 1.000.000,- á árinu 2017.