Fara í efni

Þáttaka kvenna í sveitar- og svæðastjórnum í Evrópu

Málsnúmer 201612002

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 199. fundur - 09.12.2016

Fyrir byggðarráði liggur ályktun og tilmæli, frá haustþingi Sveitarstjórnarþings Evrópuráðsins, þar sem sveitar- og svæðisstjórnir eru hvattar til að tryggja að hlutfall kvenna í öllum ákvörðunartökuferlum fari ekki undir 40%, og beita sér fyrir að þróaðar verði kyngreindar tölulegar upplýsingar til að fylgjast með tilnefningum til embætta og í kosningum. Sveitar- og svæðastjórnir eru líka hvattar til að innleiða Evrópusáttmála CEMR um jafna stöðu kvenna og karla í sveitarfélögum
Lagt fram til kynningar