Fara í efni

Flókahús - tilboð

Málsnúmer 201611156

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 198. fundur - 01.12.2016

Fyrir byggðarráði liggja þrjú tilboð í Flókahús sem opnuð voru mánudaginn 28. nóvember. Tilboðin eru frá Sölkusiglingum, Norðursiglingu og Gentle Giants. Öllum tilboðunum fylgdi greinargerð um fyrirhugaða starfsemi sem og breytingar á húsinu.

Bjóðandi: Upphæð:

Sölkusiglingar 20.100.000
Norðursigling 31.227.600
Gentle Giants 37.000.000
Byggðarráð fór yfir fyrirliggjandi tilboð og felur sveitarstjóra að undirbúa málið til afgreiðslu í samráði við skipulagsfulltrúa.

Byggðarráð Norðurþings - 199. fundur - 09.12.2016

Fyrir byggðarráði liggur staðfesting á fjármögnun frá hæstbjóðanda
Byggaðarráð samþykkir að ganga að tilboði hæstbjóðanda, Gentle Giants kr. 37.000.000,- og felur sveitarstjóra að undirbúa kaupsamning og leggja fyrir byggðarráð að nýju.

Byggðarráð Norðurþings - 209. fundur - 17.03.2017

Fyrir byggðarráði liggur bréf frá Gentle Giants er varðar sölusamning og kvaðayfirlýsingu vegna kaupa á Flókahúsi.
Sveitarstjóra er falið að svara erindinu til samræmis við umræður á fundinum og í samráði við lögmann sveitarfélagsins. Byggðarráð áréttar að undirritaður samningur og kvaðayfirlýsing þurfi að vera kominn á fyrir 1. apríl n.k. ef salan á að ná fram að ganga.

Byggðarráð Norðurþings - 210. fundur - 31.03.2017

Lögmaður Norðurþings og sveitarstjóri sátu fund með Gentle Giants fimmtudaginn 30.3.17 hvar drög að kaupsamningi og kvaðalýsingu vegna fyrirhugaðrar sölu sveitarfélagsins á Flókahúsi voru til umræðu. Fyrir liggur beiðni Gentle Giants um að gera tillögu að forsendum sölunnar og kynna hana fyrir byggðarráði. Á fundinn mæta Almar Eggertsson, hönnuður GG og Stefán Guðmundsson, framkvæmdastjóri. Hilmar Gunnlaugsson lögmaður verður í síma. Gaukur Hjartarson skipulags- og bygginarfulltrúi Norðurþings situr einnig fundinn.
Á fund byggðarráðs komu fulltrúar Gentle Giants, Stefán Guðmundsson framkvæmdastjóri Gentle Giants og Almar Eggertsson og lögðu fram ósk um frestun á undirritun kaupsamnings um Hafnarstétt 13. Kynntu þeir tillögu sína um breytta útfærslu hússins, sem hefur verið send skipulagsfulltrúa til meðferðar.
Einnig sat Gaukur Hjartarson þennan lið fundararins ásamt Hilmari Gunnlaugssyni, lögmanni sveitarfélagsins (í síma).
Byggðarráð stendur við fyrri ákvörðun um sölu Flókahúss. Byggðarráð tekur enga afstöðu til hugmynda um breytta útfærslu hússins, enda fer sú tillaga til lögmætrar meðferðar hjá sveitarfélaginu sem skipulagsyfirvald.
Byggðarráð áréttar að undirritaður samningur og kvaðayfirlýsing þurfi að vera komin á 1. apríl n.k. ef salan á að ná fram að ganga.