Fara í efni

Framtíðarskipun húsnæðismála

Málsnúmer 201612005

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 199. fundur - 09.12.2016

Fyrir byggðarráði liggur eftirfarandi bókun frá stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga: "Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga hvetur sveitarfélög til þess að hraða vinnu við gerð húsnæðisáætlana á grundvelli laga um almennar íbúðir enda eru slíkar áætlanir hugsaðar sem stjórntæki fyrir sveitarfélögin. Jafnframt er mikilvægt að bæta aðgengi að tölulegum upplýsingum um húsnæðismál."
Byggðarráð vill benda á í þessu samhengi að fyrir liggur á heimasíðu Norðurþings skýrsla um húsnæðismál í sveitarfélaginu sem unnin var á árinu.