Fara í efni

Fjárhagsáætlun Norðurþings 2018

Málsnúmer 201705145

Vakta málsnúmer

Byggðarráð Norðurþings - 215. fundur - 01.06.2017

Farið verður yfir skipulag og vörður í fjárhagsáætlunargerð sveitarfélagsins. Fjármálastjóri kynnir vinnuna framundan.
Drífa Valdimarsdóttir, fjármálastjóri fór yfir skipulag fjárhagsáætlunargerðar fyrir árið 2018.

Byggðarráð Norðurþings - 223. fundur - 17.08.2017

Fyrir byggðarráði liggja sviðsmyndir vegna ákvörðunar um álagningu fasteignagjalda árið 2018.
Lagt fram til kynningar og umræðu.

Félagsmálanefnd - 14. fundur - 22.08.2017

Undirbúningsvinna vegna fjárhagsáætlunargerðar ársins 2018. Umræða um forsendur.
Umræða um forsendur fjárhagsáætlunar ársins 2018.

Byggðarráð Norðurþings - 224. fundur - 24.08.2017

Umræða um fasteignagjöld, drög að forsendum fjárhagsáætlunar og tekjuáætlun 2018.
Byggðarráð samþykkir framlagðar forsendur fyrir tekjuáætlun, fjárhagsáætlun 2018 og þriggja ára áætlun.

Byggðarráð Norðurþings - 225. fundur - 04.09.2017

Fyrir byggðarráði liggja drög að fjárhagsrömmum fyrir árið 2018.
Lagt fram til kynningar og umræðu.

Byggðarráð Norðurþings - 226. fundur - 11.09.2017

Fyrir byggðarráði liggur að samþykkja ramma vegna fjárhagsáætlunar fyrir árið 2018.
Byggðarráð samþykkir fyrirliggjandi ramma fyrir fjárhagsáætlun árið 2018 og vísar þeim til nefnda til úrvinnslu.

Félagsmálanefnd - 15. fundur - 18.09.2017

Fara yfir rammana og lista upp hvort og þá hvaða breytingatillögur nefndin hefur fyrir árið 2018, og rammaáætlun 2019-2021
Forsendur fjárhagsáætlunar næsta árs ræddar.

Byggðarráð Norðurþings - 228. fundur - 03.10.2017

Á fundinn koma sviðsstjórar málaflokka og sjóða og fara yfir fyrstu drög að fjárhagsáætlunum fyrir árið 2018 og stöðu sinna málaflokka.
Byggðarráð þakkar sviðsstjórum fyrir kynningarnar.

Félagsmálanefnd - 16. fundur - 17.10.2017

Róbert kynnti tillögu að fjárhagsáætlun ársins 2018, ásamt greinargerð.
Félagsmálanefnd vísar áætluninni til umræðu í byggðaráði.

Byggðarráð Norðurþings - 230. fundur - 17.10.2017

Fjármálastjóri fer yfir stöðuna á fjárhagsáætlunarvinnu fyrir árið 2018. Stefnt er að því að byggðarráð vísi fjárhagsáætlun Norðurþings til fyrri umræðu á næsta fundi sveitarstjórnar 31. október. Farið verður yfir áætlanir stærstu málaflokkanna og drög að framkvæmdaáætlun 2018-2021.
Lagt fram til kynningar og umræðu.

Byggðarráð Norðurþings - 231. fundur - 26.10.2017

Fyrir byggðarráði liggja rekstraráætlanir málaflokka 07 Brunamál og almannavarnir, 13 Atvinnumál og 21 Sameiginlegur kostnaður fyrir árið 2018. Einnig er lögð fram endurskoðuð tekjuáætlun vegna fjárhagsáætlunar í samræmi við staðgreiðsluáætlun frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga ásamt drögum að heildaráætlun 2018 og þriggja ára áætlun.
Byggðarráð fór yfir gögn fyrir fyrri umræðu fjárhagsáætlunar 2018, þ.e. tekjuáætlun og heildaryfirlit fjárhagsáætlunar. Þá var fjallað um fjárfestingar komandi árs og farið yfir áætlanir fyrir málaflokka sem tilheyra byggðarráði í fjárhagsáætlun 2018, þ.e. sameiginlegan kostnað, atvinnumál og brunamál. Stefnt er að því að afgreiða fjárhagsáætlun úr byggðarráði á fundi mánudaginn 30. október kl. 12:00 til fyrri umræðu í sveitarstjórn þann 31. október.

Byggðarráð Norðurþings - 232. fundur - 30.10.2017

Fyrir byggðarráði liggja drög að fjárhagsáætlun fyrir samstæðu Norðurþings, A og B hluta fyrir árið 2018 og þriggja ára áætlun.
Byggðarráð samþykkir að visa fjárhagsáætlun Norðurþings fyrir árið 2018 og þriggja ára áætlun fyrir árin 2019-2021 til fyrri umræðu í sveitarstjórn Norðurþings.

Sveitarstjórn Norðurþings - 74. fundur - 31.10.2017

Fyrir sveitarstjórn liggur fjárhagsáætlun fyrir árið 2018 til fyrri umræðu í sveitarstjórn. Þetta er í tólfta skipti frá sameiningunni 2006 sem áætlun Norðurþings er lögð fram. Lögum samkvæmt ber sveitarfélögum að leggja fjárhagsáætlun til fyrri umræðu fyrir 1. nóvember ár hvert og samþykkt áætlun þarf að liggja fyrir að loknum seinni umræðum eigi síðar en 15. desember.
Til máls tóku: Kristján, Óli, Hjálmar og Soffía.

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða að vísa fjárhagsáætlun 2018 til síðari umræðu.

Byggðarráð Norðurþings - 233. fundur - 10.11.2017

Fjármálastjóri fer yfir stöðu fjárhagsáætlunar og vinnuna framundan. Á fundinn koma sviðsstjórar fræðslumála og framkvæmda.
Byggðarráð ræddi fjárhagsáætlunarvinnu.

Félagsmálanefnd - 17. fundur - 14.11.2017

Tillaga að fjárhagsáætlun ársins 2018 lögð fram með breytingatillögum milli fyrri og seinni umræðu.
Félagsmálanefnd vísar fjárhagsáætlun félagsþjónustu til afgreiðslu sveitarstjórnar.

Byggðarráð Norðurþings - 234. fundur - 17.11.2017

Fjármálastjóri fer yfir stöðu fjárhagsáætlunarvinnunnar.
Byggðarráð fellst á bókun fræðslunefndar um hækkun á ramma frá fyrri umræðu sem nemur 52 mkr, skv. þeirra beiðni.
Byggðarráð fellst á að taka niður ramma til atvinnumála sem nemur kostnaði við atvinnufulltrúa vegna uppbyggingar stóriðju, en fjármunum veitt til atvinnumála á Raufarhöfn.
Byggðarráð fellst á að hækka ramma til brunamála um rúmar 3,5 kr frá útgefnum ramma, sem og hækkun á ramma þriggja ára áætlunar til samræmis við að ný slökkvistöð komist í gagnið á árinu 2018.
Byggðarráð hvetur til þess að unnið verði að því að sameina búseturéttaríbúðir Dvalarheimilis Hvamms og íbúðir við Útgarð 4 þannig að rekstri íbúðanna verði t.a.m. komið á form húsnæðissjálfseignarstofnunar. Lagt er því til að félagið verði selt á árinu með þetta að leiðarljósi.
Byggðarráð telur mikilvægt að vinna út frá þeirri forsendu að ekki verði ráðist í slíkar fjárfestingar að skuldaviðmið sveitarfélagsins fari ekki yfir heimilt hlutfall skv. lögum, þ.e. 150%. Unnið verði sömuleiðis út frá þessari forsendu fyrir þriggja ára áætlun.

Byggðarráð Norðurþings - 235. fundur - 24.11.2017

Fyrir byggðarráði liggur afgreiðsla á fjárhagsáætlun Norðurþings fyrir árið 2018 ásamt þriggja ára áætlun fyrir árin 2019-2021 til síðari umræðu í sveitarstjórn.
Byggðarráð samþykkir að vísa fyrirliggjandi fjárhagsáætlun fyrir árið 2018 til síðari umræðu í sveitarstjórn að teknu tilliti til þeirra breytinga sem ræddar voru á fundinum.

Sveitarstjórn Norðurþings - 75. fundur - 28.11.2017

Fyrir sveitarstjórn liggur fjárhagsáætlun ársins 2018 og þriggja ára áætlun vegna áranna 2019-2021 til síðari umræðu.
Til máls tóku: Kristján, Óli, Gunnlaugur,


Gunnlaugur og Soffía leggja fram eftirfarandi bókun:
Fjárhagsáætlun fyrir árið 2018 sýnir að uppbygging í iðnaði, ferðaþjónustu og öðrum atvinnugreinum er að skila sér í batnandi rekstri sveitarfélagsins. Ársreikningar og áætlanir sveitarfélagins bera þess glöggt vitni. Tekjur samstæðu sveitarfélagsins hafa aukist mikið. Vonandi mun sú þróun halda áfram og íbúum í sveitarfélaginu fjölga.
Ljóst er að þær áætlanir sem lagðar voru til grundvallar atvinnuuppbyggingar í héraðinu eru að ganga eftir. Það er gríðarlega mikilvægt að huga að frekari uppbyggingu atvinnulífs til að tryggja áframhaldandi vöxt. Jafnframt að þær fjárfestingar sem farið hefur verið í nýtist vel til að efla rekstur sveitarfélagsins til lengri tíma.
Rekstrarumhverfi sveitarfélagsins hefur verið er hagstætt; auknar útsvarstekjur, hækkun á fasteignaverði, lág verðbólga og aukin framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga.
Tekjurnar eru að aukast vegna vaxandi umsvifa í efnahagslífinu. Við höfum verið þeirrar skoðunar að sveitarfélagið haldi frekar að sér höndum, gæti aðhalds og sýni aga og ráðdeild í rekstri á þenslutímum. Þegar dregur úr þensluáhrifum er mikilvægt að sveitarfélagið hafi burði til að fara í nauðsynlegar viðhalds- og uppbyggingarframkvæmdir.
Gunnlaugur Stefansson
Soffía Helgadóttir

Fjárhagsáætlun 2018 samþykkt með atkvæðum Örlygs, Óla, Olgu, Stefáns, Sifjar, Jónasar, Kjartans og Gunnlaugs. Soffía situr hjá.

Fjárhagsáætlun 2019-2021 samþykkt með atkvæðum Örlygs, Óla, Olgu, Stefáns, Sifjar, Jónasar, Kjartans og Gunnlaugs. Soffía situr hjá.