Fara í efni

Byggðarráð Norðurþings

225. fundur 04. september 2017 kl. 16:00 - 19:00 í stjórnsýsluhúsi Norðurþings
Nefndarmenn
  • Óli Halldórsson formaður
  • Olga Gísladóttir varaformaður
  • Jónas Hreiðar Einarsson aðalmaður
  • Kristján Þór Magnússon
  • Hjálmar Bogi Hafliðason varamaður
Starfsmenn
  • Drífa Valdimarsdóttir fjármálastjóri
Fundargerð ritaði: Drífa Valdimarsdóttir Fjármálastjóri
Dagskrá

1.Stofnfjáraukning í Sparisjóði Suður-Þingeyinga

Málsnúmer 201608043Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggur minnisblað til eftirfylgni við beiðni um stuðning sveitarfélagsins við Sparisjóð Suður-Þingeyinga um kaup á stofnfé í sjóðnum en á aðalfundi sjóðsins 2016 var samþykkt heimild til stjórnar um að auka stofnfé sjóðsins um allt að 140 mkr.

Stofnfjárhafar eru um 270 talsins, einstaklingar, sveitarfélög og minni fyrirtæki á starfssvæði sjóðsins. Aðeins eru tveir sparisjóðir starfandi í landinu og hefur það hlutverk að stunda sjálfbæra, svæðisbundna fjármálastarfsemi á grundvelli samfélagslegrar ábyrgðar.

Til fundarinn kemur Ari Teitsson, formaður stjórnar sparisjóðsins til að fara yfir stöðu sjóðsins og fylgja málinu eftir.
Byggðarráð samþykkir að nýta sér boð um kaup á stofnfé að upphæð 5 milljónir króna.

2.Staða sauðfjárbænda og tengdrar atvinnustarfsemi í Norðurþingi

Málsnúmer 201708067Vakta málsnúmer

Á síðasta sveitarstjórnarfundi var rætt um þá grafalvarlegu stöðu sem uppi er í samfélagi bænda hér í sveitarfélaginu sem og á landsvísu hvað varðar boðað afurðaverð.

Ljóst má þykja að vegna boðaðs tekjutaps bænda ríkir jafnvel óvissa um áframhaldandi búsetu á jörðum í héraðinu. Til að ræða stöðuna koma til fundarins fulltrúar bænda í Norðurþingi þau Einar Ófeigur Björnsson, Lóni II, Sigurður Páll Tryggvason, Þverá og María Svanþrúður Jónsdóttir, héraðsráðunautur.
Byggðarráð þakkar fyrir heimsókn fulltrúa bænda og gagnlega umræðu. Sveitarstjóra falið að viðhalda samtalinu við búfjárráðunaut.

3.Opinber heimsókn forseta Íslands í Norðurþing

Málsnúmer 201709005Vakta málsnúmer

Fyrirhugað er að forseti Íslands komi í opinbera heimsókn í Norðurþing 18. og 19. október. n.k. Fyrstu drög að dagskrá vegna komu forsetans verða lög fyrir byggðarráð á fundinum.
Byggðarráð býður forsetann velkominn í heimsókn í Norðurþing.

4.Uppbygging slökkvistöðvar

Málsnúmer 201701015Vakta málsnúmer

Nú er unnið að lokahönnun nýrrar slökkvistöðvar á Húsavík og útboð vinnu við byggingu hússins á næsta leyti. Fyrir byggðarráði liggur fyrir ákvarðantaka um útlit hússins eftir að neðangreind bókun var samþykkt á síðasta fundi framkvæmdanefndar: "Framkvæmdanefnd telur bogadregið þak slökkvistöðvar fallegra, en á móti kemur að það mun stinga í stúf við aðrar byggingar í nágrenninu. Einnig er verðmunur á þessum tveimur valkostum töluverður, bogaþaki í óhag. Framkvæmdanefnd vísar málinu til ákvörðunar í byggðaráði. Hjalmar Bogi Hafliðason óskar bókað: Bogadregið þak á þessum stað er ekki fallegra."
Byggðarráð hafnar kostnaðarauka sem fælist í breytingu á þakhönnun slökkvistöðvarinnar miðað við upphaflegar hönnunarforsendur.

5.Skipun nýs aðalmanns í stjórn Hvalasafnsins á Húsavík

Málsnúmer 201708071Vakta málsnúmer

Vegna brotthvarfs fulltrúa Norðurþings úr starfi hjá sveitarfélaginu liggur fyrir byggðarráði að tilnefna nýjan fulltrúa í stjórn Hvalasafnsins.
Óli Halldórsson víkur af fundi við afgreiðslu málsins.
Byggðarráð tilnefnir Jónas Einarsson sem aðalmann og Hjálmar Boga Hafliðason til vara.

6.Beiðni um rekstrarstyrk fyrir starfsárið 2017

Málsnúmer 201708072Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum liggur beiðni um rekstrarstyrk til handa Björgunarsveitinni Garðari að upphæð 4.500.000,- kr.

Kemur fram í erindinu að sveitin hafi stólað á velvilja einstaklinga og fyrirtækja þegar kemur að rekstrarfé og eða strykjum vegna kaupa á tækjum og búnaði sem nauðsynleg eru til að gera björgunarsveitinni kleyft að sinna þeim fjölmörgu og fjölbreyttu björgunum og aðstoðarbeiðnum sem koma upp á hverju ári.

Vegna aukinna umsvifa á starfssvæði sveitarinnar síðastliðin ár sem meðal annars má rekja til fjölgunnar ferðamanna og uppbyggingu orkufreks iðnaðar á Bakka, er ljóst að þörf fyrir öfluga og vel tækjum búna sveit hefur aukist. Jafnframt vill Björgunarsveitin Garðar þakka sveitarfélaginu fyrir styrki sem veittir hafa verið svo árum skitpir, sem sannarlega hafa nýst til góðra verka.
Byggðarráð felur sveitarstjóra að vinna ásamt björgunarsveitinni Garðari að langtímasamningi vegna reksturs sveitarinnar. Að öðru leyti frestar byggðarráð afgreiðslu erindisins til næsta fundar.

7.Fjárhagsáætlun Norðurþings 2018

Málsnúmer 201705145Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja drög að fjárhagsrömmum fyrir árið 2018.
Lagt fram til kynningar og umræðu.

8.Tryggingar Norðurþings

Málsnúmer 201708097Vakta málsnúmer

Fyrir byggðarráði liggja niðurstöður verðfyrirspurnar vegna trygginga Norðurþings.
Byggðarráð samþykkir að taka tilboði lægstbjóðanda, VÍS.

9.Fundargerðir Eyþings 2016-2017

Málsnúmer 201603019Vakta málsnúmer

Byggðarráð tekur heils hugar undir bókun fulltrúa Norðurþings og Langanesbyggðar í fundargerð Eyþings.

Byggðarráð telur ákvörðun meirihluta stjórnar Eyþings um að leggja af almenningssamgöngur frá Húsavík til Þórshafnar óboðlega með öllu. Það er forsenda samstarfs um almenningssamgöngur á Eyþingssvæðinu að boðin sé að lágmarki þjónusta milli allra þéttbýlisstaða svæðisins. Byggðarráð skorar á stjórn Eyþings að endurskoða ákvörðun sína og leggja frekar megináherslu á endurskoðun rekstrarins almennt og útfærslu þjónustunnar.

Fundi slitið - kl. 19:00.