Fara í efni

Staða sauðfjárbænda og tengdrar atvinnustarfsemi í Norðurþingi

Málsnúmer 201708067

Vakta málsnúmer

Sveitarstjórn Norðurþings - 71. fundur - 29.08.2017

Staða og framtíð sauðfjárbúskapar er í uppnámi vegna boðaðrar mikillar lækkunar afurðarverðs til bænda. Þetta kemur til viðbótar við þá miklu lækkun sauðfjárafurða sem varð á liðnu ári. Gífurlegt tekjutap blasir við sauðfjárbændum með tilheyrandi keðjuverkandi áhrifum á atvinnuvegi sem byggja á sauðfjárbúskap. Í Norðurþingi er sauðfjárbúskapur einn af undirstöðuatvinnuvegum og jafnframt kjölfesta búsetu.
Til máls tóku Óli, Kristján, Hjálmar og Kjartan.



Sveitarstjórn Norðurþings lýsir yfir þungum áhyggjum vegna þeirrar stöðu sem komin er upp í sauðfjárrækt. Boðuð hefur verið lækkun á afurðaverði til sauðfjárbænda. Verði af þeirri lækkun er um gríðarlegt tekjutap að ræða fyrir sauðfjárbændur og skapast getur forsendubrestur fyrir áframhaldandi búrekstri. Í Norðurþingi eru öflug sauðfjárræktarsvæði þar sem sauðfjárrækt er ein grunnstoða atvinnulífs og samfélags. Einnig eru reknar tvær afurðastöðvar í sveitarfélaginu. Hrynji rekstargrundvöllur í sauðfjárrækt mun það hafa umfangsmiklar neikvæðar afleiðingar á atvinnulíf, bæði bein og afleidd störf, búsetu og byggðaþróun almennt í sveitarfélaginu Norðurþingi.
Sveitarstjórn Norðurþings skorar á stjórnvöld að bregðast skjótt við þeim vanda sem blasir við og þær aðgerðir sem gripið verði til verði sauðfjárræktinni til styrkingar og eflingar til framtíðar.



Bókunin er samþykkt samhljóða.

Byggðarráð Norðurþings - 225. fundur - 04.09.2017

Á síðasta sveitarstjórnarfundi var rætt um þá grafalvarlegu stöðu sem uppi er í samfélagi bænda hér í sveitarfélaginu sem og á landsvísu hvað varðar boðað afurðaverð.

Ljóst má þykja að vegna boðaðs tekjutaps bænda ríkir jafnvel óvissa um áframhaldandi búsetu á jörðum í héraðinu. Til að ræða stöðuna koma til fundarins fulltrúar bænda í Norðurþingi þau Einar Ófeigur Björnsson, Lóni II, Sigurður Páll Tryggvason, Þverá og María Svanþrúður Jónsdóttir, héraðsráðunautur.
Byggðarráð þakkar fyrir heimsókn fulltrúa bænda og gagnlega umræðu. Sveitarstjóra falið að viðhalda samtalinu við búfjárráðunaut.

Byggðarráð Norðurþings - 235. fundur - 24.11.2017

Framhald á umræðu frá 225. fundi byggðarráðs um stöðu sauðfjárbænda og tengdrar atvinnustarfsemi í Norðurþingi . Björn Vikingur frá Fjallalambi sat fundinn í síma.
Byggðarráð þakkar Birni Víkingi fyrir upplýsandi umræður.